Gerðir kirkjuþings - 1999, Síða 73
14. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 14.
• Erfitt og kostnaðarsamt verður að sjá til þess að viðunandi húsnæði og búnaður sé til
staðar. Ef sókn verður mjög mannmörg, leiðir það til umfangsmeiri og
kostnaðarsamari rekstrar en eðlilegt má telja. Það hefur aldrei verið ætlunin að
sóknamefndir stæðu í umfangsmikilli fasteignaumsýslu og rekstri stórra salarkynna
enda stjómkerfið ekki við það miðað. Biskupafundur telur rétt að minna hér á að starf
sókna á ekki að snúast fyrst og fremst um ijármál og bókhald - þótt nauðsynlegir og
mikilvægir þættir séu. Mannmörg sókn kann að fá ásýnd fyrirtækis - eða stofnunar
þar sem aðaláherslan er lögð á rekstur, í stað myndunar og viðhalds samfélags manna
til trúariðkunar og kirkjustarfs, sem henni er ætlað að vera. Biskupafundur minnir enn
ffemur á að sóknamefndir eru ólaunaðar og hafnaði kirkjuþing 1998 tillögu um að
heimila mætti greiðslu launa til sóknamefhdarfólks. Af því leiðir enn fremur að
takmörk em á því hve mikla vinnu er unnt að leggja á sóknamefnd. Það setur
sömuleiðis skorður á mannfjölda.
• Stærð prestakalls setur stærð sóknar skorður. Sókn getur að óbreyttum lögum aldrei
orðið stærri/mannfleiri en prestakall. Sóknin er þjónustueining sem má ekki verða of
umfangsmikil og stór. Síðar í þessari greinargerð eru færð fram rök fýrir því að
mannfjöldi í prestakalli ætti ekki að verða meiri en u.þ.b. 2 þús. manns að jafnaði svo
einn prestur geti með góðu móti þjónað henni. Prestaköll í þéttbýli geti þó orðið
fjölmennari. Oæskilegt má telja að einn sóknarprestur þjóni meira en 4 - 5 þús.
manna prestakalli. Þjóðkirkjan hefur 138 prestsembætti til að sinna þjónustunni.
Ibúafjöldi landsins er 275.277 (l.desember 1998). Skráðir þjóðkirkjumenn eru
246.012, eða 89,4%, svo meðalfjöldi þjóðkirkjumanna á prestsembætti er um 1780
manns. Það gefur vísbendingu um grunnviðmiðun um meðalstærð prestakalls en þó
verður að líta til þess munar sem er fólginn í því að þjóna í dreifbýli á móti þéttbýli,
svo og sérþjónustu sem veitt er auk annars.
• Landfræðileg stærð sóknar má ekki verða of mikil. Eðlileg viðmiðunarmörk í þéttbýli
ættu að vera þau að sóknarkirkja/safnaðarheimili sé að jafnaði í næsta nágrenni við
heimili sóknarbama. I dreifbýli verður eðli málsins samkvæmt að setja önnur viðmið.
Þar verður að miða við þá grunnreglu að sókn til kirkju sé tiltölulega auðveld og
aðgengileg. I flestum tilvikum er um að ræða að kirkja er til staðar oft frá gamalli tíð,
þannig að hefðir og venjur skipta hér máli.
3. Niðurstöður um æskilegan mannfjölda og landfræðilega stærð sókna.
Niðurstöður biskupafundar eru byggðar á heildarmati á öllum ofangreindum þáttum
og ber að líta á þær fýrst og fremst sem leiðsögureglur eða meginsjónarmið. í þessu
sambandi má ekki gleyma möguleikum á samstarfi sem sóknir geta átt sín á milli svo og
því sjálfboðastarfi sem unnið er víðast hvar og sem minnkar fjárþörf sókna auk
margvíslegs annars stuðnings sem sóknum er látinn í té. Síðast en ekki síst skal á það
minnt að það eru hagsmunir kirkjunnar í heild að skipulag hennar sé eins einfalt og
hagkvæmt og kostur er. Helstu þættir sem orka á mat á stærð sókna eru samkvæmt þessu
eftirtalin:
• Biskupafundur telur, með hliðsjón af því eðli sóknar sem samfélags fólks, sem lýst
hefur verið hér að framan, að mannfjöldinn skipti mestu máli, en landfræðileg mörk
komi síðan.
• Mat sóknarbama sjálfra verður að ráða stærð og mannfjölda viðkomandi sókna að
meginstefnu til, enda sé það byggt á gildum rökum. í hraðvaxta byggðahverfum
69