Peningamál - 01.08.2001, Side 2

Peningamál - 01.08.2001, Side 2
PENINGAMÁL 2001/3 1 Verðbólga fór í júní upp fyrir efri þolmörk verð- bólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands. Samkvæmt yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá 27. mars sl. um verðbólgumarkmið og breytta gengis- stefnu skal bankinn senda ríkisstjórn greinargerð ef verðbólga fer út fyrir þolmörkin. Bankinn sendi ríkisstjórninni því greinargerð þann 20. júní sl. Hún er birt í heild sinni í þessu hefti Peningamála. Megin- niðurstaða hennar um verðbólguhorfur var að for- senda þess að verðbólga geti náðst niður í 2½% á árinu 2003 sé að komið verði í veg fyrir víxlhækkanir verðlags, launa og erlends gjaldeyris. Mat bankans var að mánaðarlegar hækkanir vísitölu neysluverðs hefðu líklega náð hámarki í júní en að tólf mánaða hækkanir myndu halda áfram að vaxa, a.m.k. fram á haustið. Hækkun vísitölu neysluverðs í júlí var í sam- ræmi við þetta mat. Þá var það mat bankans að verðbólga gæti að óbreyttu gengi og peningastefnu verið fyrir ofan þolmörk fram í ársbyrjun 2003. Efri þolmörkin lækka úr 6% í ár í 4½% á næsta ári og verða síðan 4% frá 2003. Að vanda birtir Seðlabankinn nýja verðbólguspá í þessu hefti Peningamála. Bankinn spáir nú meiri verðbólgu en hann gerði í maí vegna lækkunar á gengi krónunnar í maí og fyrri hluta júní og mikilla verðhækkana síðustu mánuði. Nú spáir bankinn því að verðbólga verði tæplega 6½% milli áranna 2000 og 2001 en um 8% frá upphafi til loka þessa árs. Er þá gert ráð fyrir óbreyttu gengi frá 20. júlí sl. Fram- haldið ræðst að verulegu leyti af þremur þáttum, þ.e. þróun gengis krónunnar, hvort kjarasamningar verða endurskoðaðir til hækkunar snemma á næsta ári og hversu hratt ofþensla eftirspurnar hjaðnar á næstunni. Komi ekki til launahækkana á næsta ári umfram þegar gerða kjarasamninga er það mat bankans að verðbólga geti hjaðnað nokkuð hratt á því ári jafnvel þótt nafngengi krónunnar hækki ekki að ráði frá því sem það er nú. Hún gæti þá orðið um 3% frá upphafi til loka árs og færi inn fyrir þolmörk undir mitt ár. Markmiðið um 2½% verðbólgu myndi þá nást um mitt ár 2003. Verðbólguhorfur hafa því batnað nokkuð síðan um miðjan júní og sér þess einnig stað í verðbólguálagi ríkisskuldabréfa. Spáin er að venju háð verulegri óvissu. Mjög lágt raungengi, lægra í júní en nokkru sinni á undan- förnum tveimur áratugum, gæti bent til þess að nafn- gengi gæti hækkað samfara því að verðbólguvænt- ingar lækka. Verðbólga yrði þá eitthvað minni. Hjaðni framleiðsluspenna hægar en hér er gert ráð fyrir, verður verðbólga hins vegar að óbreyttu meiri. Mikilvægasti óvissuþátturinn snýr þó að launahækk- unum og hugsanlegri endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Eins og kom fram í greinargerð bankans til ríkisstjórnarinnar í júní hafa laun hækkað langt umfram framleiðniaukningu og viðunandi verðbólgu á undanförnum árum, sem má m.a. rekja til mjög mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli sakir þeirrar ofþenslu sem ríkt hefur. Þessi hækkun launakostn- aðar á veigamikinn þátt í gengislækkun krónunnar og aukinni verðbólgu á undanförnum misserum. Raun- laun hafa hækkað verulega á undanförnum árum og á síðasta ári var hlutur launa í þjóðartekjum orðinn næstum eins hár og á ofþensluárunum 1987 og 1988. Seðlabankinn telur því ekki efnahagslegar forsendur fyrir launahækkunum á næsta ári umfram þegar gerða kjarasamninga. Miklar sviptingar voru á gjaldeyrismarkaði í maí og júní. Gengið lækkaði um samtals 7,9% frá byrjun Inngangur Hjöðnun verðbólgu er meginviðfangsefni peningastefnunnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.