Peningamál - 01.08.2001, Page 9

Peningamál - 01.08.2001, Page 9
8 PENINGAMÁL 2001/3 búast við að smærri eignir fari einnig að lækka með haustinu enda mikið af nýju húsnæði í boði og vís- bendingar eru um minnkandi eftirspurn. Óvissa og áhættuþættir Sem fyrr leggur Seðlabankinn áherslu á að allar spár eru háðar óvissu og því varhugavert að leggja of mikið upp úr túlkun á ákveðnum gildum. Því er spáin sýnd ásamt mati á óvissubili hennar á mynd 5. Þannig sýnir allt skyggða svæðið það bil sem eru 90% líkur á að verðbólga verði innan; 75% líkur eru á að verð- bólga verði innan tveggja dekkstu svæðanna. Dekksta svæðið sýnir svo 50% óvissubilið. Óvissan verður því meiri sem spáin nær lengra fram í tímann og endurspeglast það í víkkun óvissubilsins.2 Nú sem fyrr er mikil óvissa um forsendur spár- innar. Þar skiptir gengi krónunnar mestu. Annars staðar í þessari grein eru færð fyrir því rök að raun- gengi muni hækka á næstunni. Verði það fyrir tilstilli hærra nafngengis mun verðbólga verða minni en hér er spáð. Hækki gengi krónunnar t.d. smám saman á næstu níu mánuðum upp í svipað stig og var undir lok apríl myndi verðbólga yfir árið verða 7½% og fara inn fyrir þolmörk á fyrri helmingi næsta árs. Verðbólgumarkmið bankans gæti þá hugsanlega náðst þegar á því ári. Forsenda þess er auðvitað að ekki komi til endurskoðunar kjarasamninga til hækkunar. Á næstu mánuðum ríkir nokkur óvissa um þróun húsnæðisverðs. Mikið er í boði af nýju húsnæði og margt bendir til dvínandi eftirspurnar. Enn eru flestar tegundir húsnæðis að hækka að nafnverði þó að raun- verð hafi lækkað á nýliðnum ársfjórðungi. Haldi þessar hækkanir áfram verður raunlækkun húsnæðis ekki eins mikil og gert er ráð fyrir í spá bankans. Myndist hins vegar spenna vegna umframframboðs má jafnvel búast við enn meiri lækkunum en hér er gert ráð fyrir með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Óvissa um launaþróun hefur aukist í kjölfar auk- innar verðbólgu,sérstaklega með hliðsjón af mögu- legri uppsögn kjarasamninga í febrúar n.k. Fari svo að kjarasamningum verði sagt upp og samið verði um launahækkanir mun það hafa áhrif til hækkunar verðlags. Til lengri tíma litið er þannig viss hætta á víxlverkun launahækkana og verðbólgu ef núverandi verðbólguvæntingar festast í sessi. Fráviksdæmi Ofangreind verðbólguspá byggist meðal annars á því að kjarasamningar verði óbreyttir. Jafnframt er byggt á þeirri forsendu að ekki komi til frekari stóriðju- framkvæmda. Þessar forsendur eru auðvitað verulega óvissar. Með því að nota líkan sem spáir bæði laun- um og verði má leiða getum að því hvað gæti gerst ef þessar forsendur breytast. Mikilvægustu stærðirnar sem ákvarða verðbólgu og launahækkanir í þessu líkani er gengi krónunnar og umframeftirspurn á vöru- og vinnumarkaði. Meðfylgjandi mynd sýnir fjögur fráviksdæmi. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að laun ákvarðist samkvæmt líkaninu frá og með árs- byrjun 2002. Í dæmum tvö og þrjú er bætt við fram- kvæmdum sem svara til stækkunar Norðuráls og síðan til viðbótar byggingu Reyðaráls og er þá miðað við tímasetningar og áhrif á hagvöxt og framleiðslu- spennu samkvæmt áætlunum Þjóðhagsstofnunar. Þessar framkvæmdir valda því að framleiðsluspenna verður meiri þar sem hagvöxtur verður meiri og at- vinnuleysi minna. Báðir þessir þættir stuðla að meiri verðbólgu og launahækkunum. Afleiðingin verður sú að verðbólgumarkmið bankans næst ekki á árinu 2003 að óbreyttu gengi og peningastefnu. Reyndar stöðvast verðbólguhjöðnunarferlið alveg þegar Reyðaráli er bætt við dæmið. Á móti þessu kemur að 2. Matið á óvissu í verðbólguspánni byggist í meginatriðum á sögulegum spáskekkjum bankans þar sem það á við og á einföldum framreikningi á spáóvissu fyrir þær tímalengdir sem bankinn hefur ekki áður spáð. Á sama hátt og spár um einstök gildi eru háðar óvissu er matið á spáóvissu það einnig. Því þarf að fara varlega í túlkun á matinu á spáóvissunni. Þessu mati er fremur ætlað að draga fram innbyggða óvissu spágerðar- innar en að vera nákvæmt mat á líkindadreifingu verðbólguspárinnar. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 0 2 4 6 8 10 12 % Verðbólguspá Seðlabankans Mynd 5 8 6 4 2 0 -2 8 6 4 2 0 -2 % 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil 2003200220012019 0 10 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.