Peningamál - 01.08.2001, Síða 11

Peningamál - 01.08.2001, Síða 11
10 PENINGAMÁL 2001/3 að koma í veg fyrir lækkun á gengi krónunnar. Verði fjármögnun viðskiptahallans tregari getur það grafið undan gengi gjaldmiðils áður en innlend eftirspurn aðlagast nægilega. Þrýstingur á gengi gjaldmiðla er því oft hvað mestur þegar byrjar að draga úr við- skiptahalla, eins og ótvírætt virðist vera að gerast hér á landi um þessar mundir. Í greinargerð bankans til ríkisstjórnarinnar er nánar fjallað um ástæður lækk- unar gengis krónunnar að undanförnu. Á síðasta ári nam viðskiptahallinn 68,2 ma.kr. og útstreymi vegna nettó beinnar erlendrar fjárfestingar og nettó verðbréfafjárfestingar samtals 64,5 ma.kr. Til að fjármagna summuna af þessu, sem á myndinni hér að ofan er nefnd „grunnjöfnuður“, þurfti gjald- eyrisinnstreymi í formi erlendrar lántöku að fjárhæð 133,4 ma.kr., eða 11,1 ma.kr. á mánuði, til að koma í veg fyrir þrýsting á gengi krónunnar. Ýmislegt bend- ir til þess að dregið hafi úr erlendri lánsfjáröflun á undanförnu ári, aðallega vegna minni vilja innlendra aðila til slíkrar lántöku, þar sem þeir voru ekki jafn- bjartsýnir og áður og meðvitaðri um gengisáhættu. Aukin varfærni er af hinu góða og nauðsynlegur þátt- ur í að færa vöxt útlána niður á stig sem er nær því að vera eðlilegur langtímavöxtur, en hliðarverkanir slíkrar aðlögunar geta verið erfiðar. Verulega dró úr undirliggjandi viðskiptahalla og útstreymi vegna verðbréfafjárfestingar á fyrsta fjórðungi ársins Viðskiptahallinn á fyrsta fjórðungi ársins nam 15,6 ma.kr. og var rúmum 3 ma.kr. meiri en fyrir ári. Veru- lega dró þó úr viðskiptahallanum að skipa- og flug- vélaviðskiptum frátöldum. Af 10 ma.kr. halla án skipa og flugvéla stöfuðu 8,6 ma.kr. af halla á jöfnuði þáttatekna, sem tvöfaldast frá fyrra ári. Þjónustu- jöfnuður var í jafnvægi, en á honum var 2,4 ma.kr. halli á sama tíma í fyrra. Miðað við undanfarið ár dró verulega úr lánsfjár- þörfinni til að fjármagna viðskiptahallann, sem nam fimmtungi landsframleiðslunnar allt árið í fyrra, eins og komið hefur fram. Samanlögð lánsfjárþörf til að fjármagna viðskiptahallann, nettó beina erlenda fjár- festingu og kaup á erlendum verðbréfum nam 24 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið við 30,8 ma.kr. á sama tíma fyrir ári. Munar þar mest um að útstreymi vegna kaupa á erlendum verðbréfum var 13,8 ma. kr. minna en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, eða 5,9 ma.kr. Lánsfjárinnstreymi sem gögn liggja fyrir um á ársfjórðungnum var samt sem áður lægra hlutfall af þessari lánsfjárþörf en í fyrra, eða 77% samanborið við 87% í fyrra. Þessi niðurstaða endurspeglast í fremur stórum skekkjulið, þ.e.a.s. töluvert vantaði á að afgangur á fjármagnsjöfnuði væri jafnstór og hallinn á viðskiptajöfnuði, eins og fræðilega ætti að vera, a.m.k. til lengdar. Varasamt er að draga ályktanir af þessum tölum þar sem þær eru sveiflukenndar, en þær gætu þó bent til vaxandi tregðu í fjármögnun viðskiptahallans með erlendu lánsfé sem gæti skýrt að hluta lækkun krónunnar mánuðina á eftir. Gögn um utanríkisviðskipti í apríl og maí benda til minnkandi vöruviðskiptahalla á öðrum ársfjórðungi og líklega á síðari hluta ársins Afgangur var á jöfnuði vöruviðskipta í apríl sem nam 2,2 ma.kr., en 3,5 ma.kr. halli í maí. Á heildina litið voru vöruviðskiptin á þessum tíma því í betra jafn- vægi en áður. Fyrstu 5 mánuði ársins var 8,6 ma.kr. halli, eða 9,4 ma.kr. minni halli en á sama tímabili fyrir ári. Ef horft er fram hjá skipa- og flugvélavið- skiptum var hallinn 3,1 ma.kr., sem er innan við þriðjungur hallans á sama tímabili í fyrra. Á heildina litið virðast töluverðar líkur á því að nokkuð dragi úr viðskiptahallanum á þessu ári. Þar togast á öfl sem hafa tilhneigingu til að auka á við- skiptahallann og önnur sem draga úr honum. Gengis- lækkun krónunnar að undanförnu hefur reyndar áhrif í báðar áttir fyrst í stað. Annars vegar leiðir hún til breytinga á hlutfallslegu verðlagi innlendrar og er- lendar vöru og þjónustu sem bæta samkeppnisstöðu Mynd 8 1995 1996 1997 1998 1999 2000 0 5 10 15 20 25 -5 -10 -15 -20 -25 % Grunnjöfnuður sem % af VLF Lánsfjármagn sem % af VLF Lánainnstreymi umfram grunnjöfnuð Grunnjöfnuður viðskipta við útlönd og lánainnstreymi 1995-2000 1. Grunnjöfnuður er viðskiptajöfnuður að viðbættu útstreymi vegna beinnar erlendrar fjárfestingar og verðbréfafjárfestingar. Heimild: Seðlabanki Íslands. 1 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.