Peningamál - 01.08.2001, Síða 42
IV. KAFLI
Gengismál, gjaldeyrismarkaður og erlend við-
skipti.
18. gr.
Seðlabanki Íslands verslar með erlendan gjaldeyri,
hefur milligöngu um gjaldeyrisvið skipti og stundar
önnur erlend viðskipti sem samrýmast markmiðum
og hlutverki bankans.
Að fengnu samþykki forsætisráðherra ákveður
Seðlabankinn hvaða stefna skuli gilda um ákvörðun
á verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðlum.
Seðlabankinn setur reglur um starfsemi skipu-
legra gjaldeyrismarkaða eftir því sem kveðið er á um
í lögum um gjaldeyrismál. Þegar sérstaklega stendur
á getur Seðlabankinn tímabundið takmarkað eða
stöðvað viðskipti á skipulegum gjaldeyrismörkuðum.
19. gr.
Hvern virkan dag sem skipulegir gjaldeyrismarkaðir
eru almennt starfandi skal Seðlabanki Íslands skrá
gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Það
gengi skal notað til viðmiðunar í opinberum
samningum, dómsmálum og öðrum samningum milli
aðila þegar önnur gengisviðmiðun er ekki sérstaklega
tiltekin. Enn fremur getur Seðlabankinn ákveðið að
skrá gengi krónunnar á þeim dögum sem skipulegir
gjaldeyrismarkaðir eru almennt ekki starfandi. Þegar
sérstaklega stendur á getur Seðlabankinn tímabundið
fellt niður skráningu á gengi krónunnar.
20. gr.
Seðlabanki Íslands varðveitir gjaldeyrisvarasjóð í
samræmi við markmið og hlutverk bankans. Banka-
stjórn setur starfsreglur um varðveislu gjaldeyris-
varasjóðsins sem bankaráð staðfestir, sbr. 28. gr.
Seðlabankanum er heimilt að taka lán til að efla
gjaldeyrisvarasjóðinn. Honum er jafn framt heimilt
að taka þátt í samstarfi erlendra seðlabanka og
alþjóðlegra banka- eða fjármála stofnana um lánveit-
ingar til að efla gjaldeyrisvarasjóð þátttakenda.
21. gr.
Seðlabanki Íslands annast samskipti og viðskipti við
alþjóðlegar stofnanir á starfssviði sínu í umboði
ríkisstjórnarinnar eða eftir því sem honum er falið
með lögum.
Seðlabankinn fer með fjárhagsleg tengsl við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir hönd ríkisins. Forsætis-
ráðherra skipar einn mann og annan til vara til fimm
ára í senn til þess að taka sæti í sjóðsráði Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins.
Seðlabankanum er jafnframt heimilt að eiga aðild
að öðrum alþjóðlegum stofnunum, enda samrýmist
það hlutverki hans sem seðlabanka.
V. KAFLI
Stjórnskipulag.
22. gr.
Yfirstjórn Seðlabanka Íslands er í höndum forsætis-
ráðherra og bankaráðs svo sem fyrir er mælt í lögum
þessum. Stjórn bankans er að öðru leyti í höndum
bankastjórnar.
23. gr.
Í bankastjórn Seðlabanka Íslands sitja þrír banka-
stjórar og er einn þeirra formaður bankastjórnar.
Bankastjórn ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með
ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru
öðrum falin með lögum þessum.
Forsætisráðherra skipar formann bankastjórnar
Seðlabankans og aðra bankastjóra til sjö ára í senn.
Ekki er skylt að auglýsa þessi embætti laus til um-
sóknar. Aðeins er heimilt að skipa sama mann banka-
stjóra tvisvar sinnum. Þó má skipa bankastjóra sem
ekki er formaður bankastjórnar og er á síðara skipun-
artímabili sínu formann bankastjórnar til sjö ára. Um
endurskipun gilda ekki ákvæði laga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins.
Forfallist bankastjóri þannig að bankastjórn sé
ekki fullskipuð getur forsætisráðherra sett banka-
stjóra tímabundið í stað hans.
Undirskrift tveggja bankastjóra Seðlabankans
þarf til þess að skuldbinda bankann. Þó er banka-
stjórn heimilt að veita tilteknum starfsmönnum um-
boð til þess að skuldbinda bankann með undirskrift
sinni í tilteknum málefnum samkvæmt reglum sem
hún setur og staðfestar skulu af bankaráði, sbr. 28. gr.
24. gr.
Formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands er tals-
maður bankans og kemur fram fyrir hönd banka-
stjórnar. Bankastjórn skiptir að öðru leyti með sér
verkum, sbr. ákvæði 1. mgr. 23. gr., þ.m.t. hver skuli
PENINGAMÁL 2001/3 41