Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 55

Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 55
54 PENINGAMÁL 2001/3 Hlutverk gjaldeyrismarkaðar Gjaldeyrismarkaðir hafa það hlutverk að auðvelda og stýra miðlun gjaldeyris milli aðila sem vilja kaupa og selja gjaldeyri. Gjaldeyrismarkaðir eru mikilvægir vegna milliríkjaviðskipta en þó er talið að einungis 10% af viðskiptum á gjaldeyrismarkaði eigi rót sína að rekja til vöruviðskipta. Hin 90% má rekja til fjár- magnsviðskipta. Á millibankamarkaði með gjaldeyri hér á landi fara fram viðskipti með íslenskar krónur fyrir Bandaríkjadali. Engin þörf væri fyrir slíkan markað ef ekki kæmi til verslun og fjármagnsflutn- ingar milli landa. Eftir því sem frelsi í viðskiptum við útlönd jókst og fullt frelsi komst á í fjámagnsflutn- ingum milli EES-ríkja í ársbyrjun 1995 jókst þörfin fyrir markað þar sem fjármálafyrirtæki gætu átt viðskipti með gjaldeyri fyrir íslenskar krónur. Þörf viðskiptavaka fyrir gjaldeyri ræðst bæði af eigin þörfum og þörfum viðskiptavina þeirra. Við- skiptavinirnir eru fyrirtæki sem þurfa gjaldeyri til að greiða fyrir innflutning vara eða til að leysa inn tekjur í erlendri mynt, fjármálafyrirtæki sem ekki eiga aðild að millibankamarkaði, lífeyrissjóðir, ríki, sveitarfélög og einstaklingar. Erlend lán sem tekin eru vegna framkvæmda hér á landi eru innleyst fyrir milligöngu banka. Hvort sem viðskiptavinirnir vilja kaupa eða selja gjaldeyri af viðskiptavökunum hafa öll viðskipti áhrif á gjaldeyrisjöfnuð þeirra og hugs- anlega einnig væntingar þeirra um það sem koma skal. Þessu til viðbótar eru spákaupmenn sem vilja fyrst og fremst hagnast á viðskiptum með erlendan gjaldeyri. Þótt spákaupmennska geti aukið hreyfing- ar á gjaldeyrismarkaði og jafnvel veikt eða styrkt gjaldmiðil meira en efni standa til skapa spákaup- menn, ásamt öðrum, töluvert flæði á markaðnum. Áður en gjaldeyrismarkaður var stofnaður hér á landi var lítil ástæða til að stunda spákaupmennsku með gjaldmiðilinn nema þegar búist var við gengis- fellingu. Með gjaldeyrismarkaði jukust hins vegar hagnaðartækifæri. Ábatavonin er mikil en áhættan er jafnframt í samræmi við hana. Millibankamarkaður með gjaldeyri verður til Fyrir stofnun íslensks millibankamarkaðar með gjaldeyri skráði Seðlabankinn daglegt gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni með hliðsjón af innbyrðis breytingum þeirra frá degi til dags. Meðalgengi gat breyst frá degi til dags í samræmi við ákvörðun stjórnvalda (gengissig). Hinn 28. maí 1993 hófust viðskipti með íslensku krónuna á millibanka- markaði með gjaldeyri á Íslandi. Tilgangurinn með stofnun markaðarins var að láta gengi íslensku krón- unnar ráðast af framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri í stað einhliða ákvörðunar Seðlabankans. Fyrstu ár millibankamarkaðarins var gengi krón- unnar ákvarðað á svokölluðum gengisskráningar- fundum aðila markaðarins sem haldnir voru í Seðla- bankanum rétt fyrir kl. 11 hvern viðskiptadag. Geng- ið var skráð með hliðsjón af síðustu stöðu gengis- vísitölunnar, viðskiptum sem til var stofnað á fund- inum og innbyrðis hreyfingum á milli erlendra gjald- miðla frá deginum áður. Þrátt fyrir að skráningar- fundirnir fælu í sér mikla framför frá fyrra fyrir- komulagi fylgdu þeim einnig gallar. Sá var helstur að markaðurinn var eingöngu virkur í fáeinar mínútur Gjaldeyrismarkaður á Íslandi Frá árinu 1993 hefur gengi íslensku krónunnar verið ákvarðað á millibankamarkaði með gjaldeyri. Viðskiptavakar sjá til þess að viðskipti eigi sér stað á markaðnum með því að setja stöðugt fram verð- tilboð í Bandaríkjadali. Gengi krónunnar breytist eftir aðstæðum á markaði en einu sinni á dag er skráð opinbert viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands. Breytingar innan dags verða m.a. vegna breytinga á erlendri stöðu viðskiptavakanna en þeir verða að halda gjaldeyrisjöfnuði sínum innan ákveðinna marka. Peningastefna Seðlabankans hefur einnig áhrif á markaðinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.