Peningamál - 01.08.2001, Side 79
78 PENINGAMÁL 2001/3
milljarðar króna árið 2000. Á sama tímabili jókst
velta annarra atvinnugreina um 41%. Þessi mikla
veltuaukning í hugbúnaðariðnaði endurspeglar þá
staðreynd að sífellt fleiri þættir í nútímaþjóðfélagi
eru háðir notkun tölvubúnaðar. Vinnuumhverfi tölvu-
væddist fyrst en tölvur hafa færst út í fleiri þætti dag-
legs lífs s.s. tómstundir, innkaup og upplýsinga-
miðlun. Hugbúnaðar- og tölvuþjónusta er því sífellt
að verða mikilvægari í nútímaþjóðfélagi og í því
felast aukin tækifæri.
Stærð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja
Vegna fámennis eru stækkunarmöguleikar fyrirtækja
takmarkaðir á Íslandi. Ef íslensk fyrirtæki eiga að
stækka að einhverju marki verða þau að flytja afurðir
sínar út til annarra landa. Fæst íslensk hugbúnaðar-
fyrirtæki ná því að kallast stórfyrirtæki, jafnvel á
íslenskan mælikvarða. Nokkur hugbúnaðarfyrirtæki
hafa þó náð þeirri stærð að fjöldi starfsmanna þeirra
hér á landi er talinn í hundruðum. Markaðssetning á
erlendum mörkuðum er vandasöm. Þar eru markaðir
miklu stærri en á Íslandi og því erfiðara að ná yfirsýn
yfir þá og stofna til viðskiptasambanda og sam-
Framleiðsla
30.01 Framleiðsla á skrifstofuvélum
30.02 Framleiðsla á tölvum og öðrum gagna-
vinnsluvélum
31.30 Framleiðsla á einangruðum vírum og
strengjum
32.10 Framleiðsla og viðgerðir á rafeindalömpum
og öðrum íhlutum rafeindatækja
32.20 Framleiðsla og viðgerðir útvarps- og sjón-
varpssenda og tækja fyrir símtækni og sím-
ritun
32.30 Framleiðsla sjónvarps- og útvarpstækja,
hátalara, loftneta og skyldrar vöru
33.20 Framleiðsla og viðhald á leiðsögutækjum og
búnaði til mælinga, eftirlits og prófana.
33.30 Framleiðsla og viðhald á stjórnbúnaði fyrir
iðnframleiðslu
Þjónusta
Heildsala
51.43 Heildverslun með heimilistæki, útvarps- og
sjónvarpstæki, lampa, rafmagnstæki o.þ.h.
51.64 Heildverslun með tölvur, skrifstofuvélar og
búnað
51.65 Heildverslun með annan búnað og vélar til
nota í iðnaði, verslun, siglingum og flugi
Síma- og fjarskiptaþjónusta
64.20 Síma- og fjarskiptaþjónusta
Hugbúnaðargerð og ráðgjöf
71.33 Leiga á skrifstofuvélum og tölvum
72.10 Ráðgjöf varðandi tölvuvélbúnað
72.20 Hugbúnaðargerð; ráðgjöf varðandi hug-
búnað
72.30 Gagnavinnsla
72.40 Rekstur gagnabanka
72.50 Viðhald og viðgerðir á skrifstofu- og
bókhaldsvélum og tölvum
72.60 Önnur starfsemi tengd tölvum og gagna-
vinnslu
Upplýsingatækniiðnaður
Í alþjóðlegum samanburði og upplýsingaöflun er upplýsingatækniiðnaðinum skipt í tvennt: framleiðslu og
þjónustu. Þjónustuhlutanum er síðan skipt í þrennt: heildsölu, síma- og fjarskiptaþjónustu og hugbúnaðargerð
og ráðgjöf.1
1. Atvinnugreinanúmer skv. atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands,
ÍSAT 95.
Heimild: Hagstofur Norðurlanda, The ICT Sector in the Nordic
Countries. Kaupmannahöfn 2000.