Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 26

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 26
lega meira atvinnuleysi en til lengdar samrýmist efnahagslegum stöðugleika og lítilli og stöðugri verðbólgu. Á árinu í heild er hvorki reiknað með framleiðsluspennu né slaka, en að teknu tilliti til atvinnuleysis og óvissu um framleiðsluspennuna eru miklar líkur á að framleiðsluslaki verði til staðar á fyrri hluta ársins. Á næsta ári er reiknað með að hagvöxtur verði mjög nálægt vexti framleiðslugetu en að atvinnuleysi verði enn um 3%. Líklegt verður þó að teljast að atvinnuleysi muni minnka þegar líður á árið. Á þessum forsendum er reiknað með að verð- bólga verði rétt um 2% á spátímabilinu til fyrsta árs- fjórðungs 2005, eða rétt fyrir neðan verðbólgumark- mið bankans. Spáin skapar forsendur til frekari lækkunar Seðlabankavaxta. Umfang og tímasetningar hennar ráðast hins vegar eins og ávallt af mati á framvindu og horfum hverju sinni. Raunstýrivextir Seðlabank- ans undir lok janúar voru rúmlega 3%, eins og kom fram í kaflanum um aðhaldsstig peningastefnunnar hér að framan. Frekari lækkun Seðlabankavaxta felur í sér að raunvextir bankans verða lægri en líklegir jafnvægisvextir og veita því þjóðarbúskapnum tölu- verða örvun. Hversu mikil hún verður í bráð ræðst hins vegar af því hvernig aðrir vextir bregðast við, einkum útlánsvextir bankanna, sem skipta meiru fyrir vaxtabyrði heimila og fyrirtækja en Seðlabanka- vextir. Hversu langt verður gengið í frekari slökun í peningamálum mun sem fyrr segir ráðast af fram- vindu og horfum. Þar togast á mismunandi tilhneig- ingar sem óvíst er hversu sterkar eru og munu breyt- ast í rás tímans. Í fyrsta lagi er óvissa um hversu mikill slaki er til staðar í þjóðarbúskapnum um þess- ar mundir. Í öðru lagi er óvíst hvaða áhrif frekari tilslökun í peningamálum hefur á þjóðarbúskapinn, sérstaklega þegar Seðlabankavextir verða augljós- lega orðnir lægri en jafnvægisvextir. Í þriðja lagi er óvíst hvenær og í hve miklum mæli stóriðju- framkvæmdir, uppsveifla í alþjóðlegum efnahags- málum og bjartsýni sem líkleg er til að fylgja hvoru tveggja færir innlenda eftirspurn yfir á ofþenslustig. Í umræðum að undanförnu hefur verið nefnt að þörf sé á mikilli og tafarlausri slökun í peningamál- um, annars vegar til að vinda ofan af styrkingu gengisins og hins vegar til að hindra verðhjöðnun. Ef veruleg hætta væri á verðhjöðnun hér á landi væri fullt tilefni til kröftugrar slökunar í peningamálum. Eins og kemur fram í kaflanum um verðbólguspá bankans og fjallað er nánar um í rammagrein 3 á bls. 26 eru líkurnar á henni hverfandi. Verðbólguspár og væntingar eru yfirleitt um eða yfir 2%, sem er tölu- vert frá hættusvæði verðhjöðnunar. Launahækkanir eru enn töluverðar og sama má segja um vöxt breiðs peningamagns (M3). Framundan eru síðan einhverjar mestu framkvæmdir Íslandssögunnar. Að því er gengið varðar er rétt að undirstrika að stöðugt gengi er ekki lengur markmið peningastefn- unnar. Í samræmi við ákvæði laga ber bankanum að stuðla að stöðugu verðlagi sem er nánar skilgreint í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og bank- ans frá mars 2001. Vextir Seðlabankans eru ákveðnir á grundvelli verðbólguhorfa til allt að tveggja ára en meginreglan er að gengið ákvarðist á markaði.17 Seðlabankinn getur gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn ef hann telur það nauðsynlegt til að stuðla að verð- bólgumarkmiðinu eða ef hann telur að gengissveiflur geti ógnað fjármálalegum stöðugleika. Ekkert slíkt er uppi á teningnum nú. Seðlabankinn hefur hins vegar keypt gjaldeyri reglulega í lágum fjárhæðum síðan í byrjun september sl. sumars í því skyni að bæta gjaldeyrisstöðu sína sem hafði veikst mikið vegna gjaldeyrisinngripa til varnar krónunni á árunum 2000 og 2001. Þótt markmiðið með þessum reglulegu gjaldeyriskaupum sé ekki að hafa áhrif á gengið er vel mögulegt að það verði til skamms tíma einhverju lægra en ella sakir þeirra. Ef vextir yrðu lækkaðir með það eitt að markmiði að stuðla að lækkun á gengi krónunnar, sem að hluta má líklega rekja til hækkunar jafnvægisgengis, er næsta víst að það krefðist töluvert lægri vaxta en samrýmist verðbólgu- markmiði bankans. Þá er hætt við að safnað yrði í bálköst næsta ofþenslu- og óstöðugleikatímabils í íslenskum efnahagsmálum. Bankinn mun því áfram ákvarða vexti með hliðsjón af verðbólgumarkmiðinu eins og hann er skuldbundinn til. PENINGAMÁL 2003/1 25 17. Á sama hátt og gengið verður sem meginregla að fá að ákvarðast á markaði á grundvelli þeirra vaxta sem Seðlabankinn ákvarðar út frá verðbólguhorfum, ræðst vaxtamunur gagnvart útlöndum af mark- aðsaðstæðum á hverjum tíma. Það er því t.d. misskilningur að einhver neðri mörk séu á jákvæðum vaxtamun gagnvart útlöndum. Hvorki hagfræði né reynsla annarra þjóða styðja slíka fullyrðingu. Ef t.d. búist er við gengishækkun framundan, vextir eru lágir þar sem hagkerfið hefur verið í lægð en háir erlendis þar sem hagsveiflan er önnur, getur vaxtamunur hæglega verið neikvæður án þess að það sé í mótsögn við verðbólgumarkmið. Vaxtamunur Svíþjóðar gagnvart Þýskalandi hefur t.d. verið neikvæður eftir að sænska krónan fór á flot.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.