Peningamál - 01.02.2003, Side 56

Peningamál - 01.02.2003, Side 56
enga ástæðu til að þessi aðgerð færi hátt.12 Fjórða ástæðan gæti verið sú að seðlabankinn veit að það gengisstig sem hann er að reyna að ná með inngrip- unum getur ekki samrýmst undirliggjandi efnahags- aðstæðum til lengri tíma og því vilji hann fram- kvæma inngripin í leynd til að draga úr skaða þeirra fyrir trúverðugleika sinn. Þrátt fyrir þessi rök hefur gagnsæi inngripa seðla- banka smám saman verið að aukast. Áður hefur verið minnst á að helstu seðlabankar heimsins hófu snemma á tíunda áratug síðustu aldar að birta upp- lýsingar um inngrip sín eftir á, en áður höfðu slíkar upplýsingar ekki einu sinni verið gerðar opinberar. Aðrir seðlabankar hafa jafnvel gengið enn lengra og má þar t.d. nefna þann svissneska og sænska (sjá Neely, 2001, og Heikensten og Borg, 2002). Sænski seðlabankinn hefur þróað með sér starfsreglur um ákvarðanir og framkvæmd inngripa sem gerðar hafa PENINGAMÁL 2003/1 55 Í grein Heikenstens og Borgs (2002) kemur fram af- staða sænska seðlabankans til inngripa á gjaldeyris- markaði og vinnureglur bankans í tengslum við fram- kvæmd þeirra. Þessar vinnureglur eru þær ítarlegustu sem seðlabankar hafa látið fara frá sér opinberlega. Þrátt fyrir að reglurnar séu skýrar gerir sænski bankinn ráð fyrir að víkja megi frá þeim kalli aðstæður á slíkt. Það er reynsla seðlabanka að ferli ákvarðana má ekki vera of flókið til þess að hægt sé að bregðast við mis- munandi aðstæðum á gjaldeyrismarkaði. Þótt bankinn hafi útbúið skýrar reglur um inngrip mun hann nota þau áfram af mikilli varkárni enda er gengi sænsku krónunnar fljótandi og afskipti af gjaldeyrismarkaði eingöngu ákvörðuð með hliðsjón af aðalmarkmiði sænska seðlabankans sem er verðstöðugleiki. Því skuli gilda almennar reglur um inngrip á sama hátt og um vaxtaákvarðanir. Ákvarðanir um inngrip á gjaldeyrismarkaði skulu að jafnaði vera teknar af peningamálanefnd (e. execu- tive board) sænska seðlabankans. Bankastjóri seðla- bankans hefur þó leyfi til að ákveða einhliða inngrip á gjaldeyrismarkaði þurfi að taka slíka ákvörðun mjög snögglega og því ekki tími til að ráðfæra sig við aðra meðlimi nefndarinnar. Nefndin skal þó upplýst um slíkar ákvarðanir eins fljótt og hægt er. Peningamála- nefndin getur einnig falið bankanum heimild til inn- gripa. Slík heimild skal þó einungis gilda til næsta fundar nefndarinnar og skal hún þá endurskoðuð og endurnýjuð ef þurfa þykir. Inngrip skulu að jafnaði undirbúin á sama hátt og vaxtabreytingar. Það tryggir að tengsl eru á milli ákvarðana um inngrip og upplýsinga sem um þau eru gefin og annarra ákvarðana og því minni líkur á mis- tökum. Áður en ákvörðun um inngrip er rædd á fundi peningamálanefndar hefur undirbúningsnefnd stefnu- mótunar í peninga- og gjaldeyrismálum (e. drafting committee for monetary and foreign exchange policy) undirbúið málið. Peningamálanefndin þarf að taka tvær aðskildar ákvarðanir um inngrip á gjaldeyrismarkaði og skal þessi skipting einnig koma fram í fundargerð. Í fyrsta lagi þarf nefndin að ákveða að gripið skuli inn í gjald- eyrismarkað og gefa fyrirmæli um slíkt. Hversu ná- kvæm fyrirmælin eru fer eftir aðstæðum hverju sinni en þau ættu alla jafna að kveða á um tímabil inngripa og umfang þeirra. Í öðru lagi þarf nefndin að setja fram niðurstöður um tilgang inngripanna skriflega og eru meginatriðin sett fram í fréttatilkynningu. Eftir hvern fund peningamálanefndar er gefin út fundargerð. Vegna umræðna um inngrip og tilgang þeirra skal gefa út sérstaka fundargerð með sama formi og fundargerðir er varða önnur málefni er lúta að stjórn peningamála. Fundargerð er venjulega birt a.m.k. ein- um mánuði eftir að fundur er haldinn og aldrei síðar en ári. Fundargerð vegna inngripa þarf ekki að birta á sama tíma og almenna fundargerð nefndarinnar sé talið að eitthvað í innihaldi hennar gæti komið í veg fyrir að tilætlaður árangur náist af inngripum á gjaldeyrismark- aði. Sænski seðlabankinn getur falið öðrum seðlabönk- um inngrip fyrir sína hönd og getur það leitt til þess að bankinn þurfi að víkja frá þessum reglum. Rammagrein 2 Vinnureglur sænska seðlabankans um inngrip á gjaldeyrismarkaði 12. Í könnun Neelys (2001) kemur fram að enginn seðlabankanna 22 taldi lagfæringu á samsetningu gjaldeyrisforða mikilvæga ástæðu fyrir leynd inngripa sinna. Rúmlega 75% þeirra nefndu að ástæðan væri ávallt eða stundum sú að reyna að hámarka áhrif inngripanna. Hins vegar nefndu rúmlega 57% þeirra að ástæðan væri stundum sú að lág- marka áhrif inngripa. Þessar misvísandi niðurstöður gætu endur- speglað þau tilvik þar sem seðlabankar taka ekki einir ákvarðanir um inngrip.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.