Peningamál - 01.02.2003, Page 91

Peningamál - 01.02.2003, Page 91
90 PENINGAMÁL 2003/1 skiptahallinn á síðasta fjórðungi ársins 2000, en gengislækkun krónunnar varð einna hröðust tveimur ársfjórðungum síðar. Ekki er augljós skýring á því hvers vegna þessarar tilhneigingar gætir. Til greina koma tvær skýringar: Í fyrsta lagi að gengi krónunn- ar hafi byrjað að lækka þegar tók að draga úr inn- lendri fjárfestingu og innstreymi fjármagns sem henni fylgdi. Það hafi í raun verið gangur hags- veiflunnar sem réð styrkleika og veikleika gengisins. Í öðru lagi að væntingar um styrk krónunnar hafi orðið neikvæðar þegar hallinn var kominn á háskalegt stig undir lok árs 2000, sem hafi haft neikvæð áhrif á lánsfjáröflun erlendis og ýtt undir erlend verðbréfakaup. Líklega hefur hvort tveggja komið við sögu, en eins og getið var um að framan, sýndu fjárfestar í raun ótrúlegt æðruleysi gagnvart viðskiptahallanum. Fjárútstreymi á öðrum fjórðungi ársins 2001, þegar króna lækkaði sem hraðast, stafaði að þremur fimmtu hlutum af beinni erlendri fjár- festingu, sem tæpast hefur verið gerð á grundvelli spákaupmennskusjónarmiða, þótt framvindan í gengismálum kunni að hafa haft einhver áhrif á tímasetningar. Draga má saman niðurstöður þessa hluta greinar- innar þannig: • Sjaldgæft er að umskipti í viðskiptajöfnuði verði eins snögg og árin 2001-2002. Hjöðnun við- skiptahallans á tveimur árum var hin þriðja hrað- asta meðal OECD ríkja um áratuga skeið, en nokkur dæmi eru um álíka hraða hjöðnun viðskiptahalla í íslenskri hagsögu. • Hagstæð ytri skilyrði á aðlögunartímanum, bæði hvað áhrærir viðskiptakjör og vexti, áttu veru- legan þátt í því að hjöðnun viðskiptahallans gekk eins hratt fyrir sig og raun ber vitni. Í löndum þar sem hjöðnunin tengdist ytri áföllum urðu afleið- ingarnar mun alvarlegri. • Þótt samdráttur í innflutningi fjárfestingar- og varanlegrar neysluvöru, að lokinni uppsveiflu, hafi átt umtalsverðan þátt í hjöðnun viðskipta- hallans virðist stór hluti hjöðnunarinnar hafa orðið af öðrum ástæðum. • Vaxandi greiðslubyrði í kjölfar skuldasöfnunar hlaut að kalla fram aðlögun innlendrar eftir- spurnar og hjöðnun viðskiptahalla burtséð frá gengislækkun. • Stórfelld gengislækkun krónunnar magnaði hins vegar samdrátt innlendrar eftirspurnar sem þegar var yfirvofandi. Hins vegar er ekki augljóst að lægra gengi hafi örvað útflutning verulega, enda aðrar skýringar á tiltölulega góðum vexti útflutn- ings. • Óhjákvæmileg tregða í lántöku eftir gríðarlegt lánsfjárinnstreymi árið 2000 virðist hafa knúið fram gengislækkun árið 2001 fremur en spákaup- mennska gegn krónunni. Gengisdýfan var því ekki hreint yfirskot í þeim skilningi að það hafi byggt á misskilningi markaðsaðila á efnahags- legum forsendum gengisins, eins og stundum hefur verið látið að liggja. Hins vegar var um að ræða yfirskot í þeim skilningi að meiri aðlögunar- hraði fjármálamarkaða en markaða fyrir vöru- og þjónustu þvingaði fram umtalsvert meiri lækkun gengis en samrýmdist þjóðhagslegu jafnvægi til lengri tíma litið. V Viðskiptahallinn og verkefni hagstjórnar Viðskiptahallinn er mikilvæg vísbending fyrir hag- stjórn en ætti ekki beinlínis að vera markmið hennar Viðskiptahallinn árin 1998-2000 var vísbending um alvarlegt ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, sem leiddi til verðbólgu og að lokum töluverðs afturkipps í þjóðarbúskapnum.26 Áleitin spurning er hvort að- gerðir stjórnvalda hafi að einhverju leyti kynt undir ofþenslunni eða a.m.k. hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir hana með markvissari aðgerðum. Að setja markmið um viðskiptahalla, líkt og lagt er til í nýlegu riti Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands,27 er hins vegar ekki raunhæft. Það væri að ráðast að sjúkdómseinkenni fremur en sjúkdómnum sjálfum. Aðgerðir í peningamálum sem beinast að rótum óhóflegs viðskiptahalla geta til dæmis aukið á hall- ann til skamms tíma litið. Að auki geta ástæður viðskiptahalla verið mismunandi, eins og fyrr hefur verið nefnt, og því erfitt að ákveða einhver algild mörk í þeim efnum. Viðskiptahalli sem nemur 1/10 af landsframleiðslu felur þó að öllu jöfnu í sér skýr skilaboð um að nauðsynlegt sé að grípa til einhverra 26. Óhóflegur vöxtur útlána, verðbólga og launabreytingar bentu til hins sama. 27. Sjá Gústaf Sigurðsson, Gylfi Zoega, Marta G. Skúladóttir og Tryggvi Þór Herbertsson (2000).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.