Peningamál - 01.02.2003, Side 93

Peningamál - 01.02.2003, Side 93
92 PENINGAMÁL 2003/1 í 9% til hvorrar áttar í febrúar árið 2000. Breytingin kom þó of seint og tók gengi krónunnar að veikjast skömmu síðar. Í öðru lagi voru ákvarðanir í pen- ingamálum byggðar á upplýsingum og spám sem síðar kom í ljós að vanmátu styrk uppsveiflunnar. Það sem eftir á að hyggja virðist nokkuð augljóst var því ekki jafn víst á þeim tíma þegar ákvarðanir voru teknar. Rökin fyrir því að auka hefði þurft sveigjanleika gengisstefnunnar fyrr (eða jafnvel afnema vikmörk stefnunnar með öllu) eru t.d. þessi: Meiri sveigjan- leiki hefði gert Seðlabankanum kleift að hækka vexti fyrr og hraðar. Það hefði leitt til hærra gengis, dregið úr arðsemi og fjárfestingu í atvinnurekstri og haft neikvæð áhrif á verðbólguna. Jafnframt hefði hærra og breytilegra gengi leitt til meiri gengisóvissu og þannig hamlað gegn stórfelldri sókn í erlent lánsfé. Aðlögun innlendrar eftirspurnar hefði því sennilega hafist fyrr og samdráttur e.t.v. ekki orðið eins mikill og nýjustu áætlanir gefa til kynna. Þó er alls ekki víst að ferli aðlögunarinnar hefði orðið í grundvallarat- riðum frábrugðið því sem varð. Stefnan í ríkisfjármálum hefði einnig getað verið aðhaldssamari Staða ríkissjóðs var með miklum blóma á ofþenslu- tímanum. Sterk staða ríkissjóðs var þó að verulegu leyti ávöxtur ofþenslunnar. Að teknu tilliti til hennar var stefnan í ríkisfjármálum líklega nálægt því að vera hlutlaus. Eigi að síður hélt hlutdeild hins opin- bera í landsframleiðslu áfram að vaxa árin 1998- 2000. Hækkun launa umfram verðlag á þar hlut að máli, en hækkun hlutfalls opinberrar fjárfestingar af ört vaxandi landsframleiðslu (sbr. mynd 8) bendir til að fjármálum hins opinbera hefði mátt beita á virkari hátt, t.d. með því að fresta opinberum framkvæm- dum. Með tilliti til hagsveiflunnar hefðu verið sterk rök fyrir því að hækka fremur en lækka tekju- skattshlutfall, eins og gert var. Rétt er þó að hafa í huga að vegna þess að skattleysismörk fylgdu launa- þróun ekki eftir, var tekjumissir ríkissjóðs ekki mikill. Þá átti framkvæmd einkavæðingar, þ.e.a.s. sala á FBA með afar rúmri eiginfjárstöðu, þátt í því að kynda undir framboð lánsfjár. Aðlögun með samdrætti eftirspurnar eða gengis- lækkun – áttu stjórnvöld val? Stjórnvöld geta við vissar aðstæður haft um það nokkurt val hvort aðlögun í lok ofþensluskeiðs verður í formi samdráttar í eftirspurn eða gengis- lækkunar. Undir árslok árið 2000 mátti hins vegar vera ljóst að staða stjórnvalda í þessum efnum hafði þrengst verulega. Þá þegar höfðu markaðsöflin tekið völdin af stjórnvöldum að nokkru leyti, eins og oft gerist þegar ójafnvægi í þjóðarbúskapnum verður mjög mikið. Nánast óhjákvæmilegt var að gengi krónunnar myndi lækka meira en æskilegt væri frá sjónarhóli verðlagsstöðugleika. Þessa gengislækkun gat Seðlabankinn tæpast komið í veg fyrir nema með gríðarlega háum vöxtum og stórfelldum inngripum á gjaldeyrismarkaði, en hvort tveggja hefði haft enn meiri samdrátt í för með sér en raun varð á. Jafnvel slíkt dugir stundum ekki til, ef marka má reynslu fjöl- margra ríkja á undanförnum árum, ef traust á gjald- miðli og efnahag viðkomandi lands bregst illilega. Ógerlegt er að fullyrða hvað gerst hefði ef peninga- stefnan hefði verið umtalsvert aðhaldssamari eða slakari en raun varð á – án þess þó að fara út í neinar öfgar. Hófleg lækkun gengis getur haft örvandi heild- aráhrif á þjóðarbúskapinn. Stórfelld gengislækkun getur hins vegar valdið samdrætti í sjálfu sér, vegna þess að neyslu- og fjárfestingarvara (ekki bara inn- flutt) verður dýrari og traust á framtíðarhagvöxt minnkar. Mikil gengislækkun getur ennfremur kippt rekstrargrundvelli undan skuldugum fyrirtækjum og heimilum, í versta falli fjármálakerfisins, sem getur ekki síður leitt til mikils samdráttar en háir vextir. Ef samdráttur innlendrar eftirspurnar verður hvort eð er ekki umflúinn, eru það sterk rök fyrir að beita hagstjórnartækjum á þann veg að ekki ýti undir frek- ari gengislækkun. VI Niðurlag Eins og höfundur fjallaði um í grein á sama vettvangi fyrir tveimur árum gaf samanburður við fyrri tímabil mikils viðskiptahalla hérlendis og erlendis til kynna að búast mætti við töluvert harkalegri aðlögun í kjöl- far tímabils eins mikils viðskiptahalla og varð árin 1998-2000.29 Þetta gekk eftir, þótt ekki séu öll kurl 29. Sjá Arnór Sighvatsson, „Viðskiptahallinn í alþjóðlegum og sögu- legum samanburði“, Peningamál 2001/1.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.