Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 3
Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum hefur aukist frá því að Peningamál komu síðast út 3. júní sl. og er það meira um þessar mundir en um langt skeið. Aðstæður í þjóðarbúskapnum nú eru að ýmsu leyti áþekkar þeim sem ríktu á árunum 1999 og 2000. Töluverðar sviptingar fylgdu í kjölfarið þegar efnahagslífið leitaði jafnvægis á ný á árunum 2001 og 2002. Ójafnvægið er jafnvel meira nú: viðskiptahalli meiri, raungengi hærra, íbúðaverð lengra yfir langtímajafnvægi og skuldsetning heimila, fyrirtækja og þjóðarbúskaparins í heild töluvert meiri. Ýmislegt er frábrugðið. Mikill vöxtur einkaneyslu sl. tvö ár hefur fremur verið knúinn áfram af skuldasöfnun heimilanna en vexti ráðstöfunartekna, sem jukust töluvert hraðar árin 1998 til 2000 en nú. Áhrif aukins launakostnaðar á verðbólguna eru ekki jafn mikil, en þáttur hækkunar húsnæðisverðs er áhrifameiri. Ytri skilyrði þjóðarbúsins eru einnig töluvert ólík. Á árunum 1999 og 2000 lagðist aukið aðhald í helstu viðskiptalöndunum á sveif með auknu aðhaldi Seðlabankans, en nú eiga óvenju lágir vextir í Evrópu og víðar snaran þátt í að kynda undir innlendri útlánaþenslu. Þeir hafa tafið miðlun peningastefnunnar og beint henni að stórum hluta um gengisfarveginn. Vandamálin sem við er að glíma nú eru því jafnvel meiri en um aldamótin. Á móti kemur að gjörbreytt umgjörð peningastefnunnar frá fyrra tímabilinu felur í sér aukið svigrúm hennar til þess að takast á við verðbólgu. Á næstu árum verða aðstæður í þjóðarbúskapnum óvenju erfið- ar frá sjónarhóli peningastefnunnar. Hvernig tekst að beita henni til þess að koma í veg fyrir að verðbólga umfram markmið festi rætur verður nokkur prófsteinn á hve vel núverandi umgjörð hennar hentar litlu, opnu hagkerfi. Seðlabankinn telur brýnt að peningastefnan standist þessa prófraun og að verðbólga víki ekki nema skamma hríð umtalsvert frá verðbólgumarkmiði hans. Að öðrum kosti er hætt við að trúverðugleiki bankans og peningastefnunnar bíði skaða sem erfitt getur reynst að bæta úr. Það eru því nokkur vonbrigði að þrátt fyrir verulega hækkun stýrivaxta bankans allt frá því í maí á sl. ári eru verðbólguhorfur til næstu tveggja ára enn óviðunandi, einkum þegar einnig er tekið tillit til þeirrar verðbólguhættu sem fólgin er í mögulegri lækkun gengis krónunnar. Verðbólguhorfur til næsta árs hafa beinlínis versnað frá því fyrr á árinu þrátt fyrir að sterk króna hafi haldið aftur af hækkun vöruverðs. Leggst þar allt á eitt: mikil húsnæðisverðbólga sem byggð er inn í vísitöluna næstu mánuði, áhrif hratt vaxandi eftirspurnar, aukin framleiðsluspenna og meiri hækkun launakostnaðar á framleidda einingu en áður var talið. Þessir þættir vega þyngra en styrkur krón- unnar. Krafturinn í vexti innlendrar eftirspurnar hefur hvað eftir annað komið á óvart. Einkum hefur vöxtur einkaneyslu verið hraður Inngangur Strangt peningalegt aðhald lengur en væntingar standa til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.