Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 73
Samkvæmt lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands er meginmark-
mið bankans að stuðla að stöðugu verðlagi. Í yfi rlýsingu ríkisstjórn-
arinnar og Seðlabankans frá 27. mars 2001 var bankanum sett verð-
bólgumarkmið, þ.e.a.s. að hann skuli stefna að því að árleg verðbólga,
reikn uð sem hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að
jafn aði sem næst 2½%. Í yfi rlýsingunni er Seðlabankanum veitt fullt
svigrúm til að beita stjórntækjum sínum til þess að ná verð bólgu-
markmiðinu. Þá er í yfi rlýsingunni einnig kveðið á um með hvaða
hætti Seðlabankanum er ætlað að standa ríkisstjórninni og almenningi
reikningsskil gerða sinna. Það er meðal annars gert með því að
skil greina svokölluð þolmörk sem nú eru 1½% til hvorrar áttar frá
verðbólgumarkmiðinu. Verði þolmörkin rofi n ber bankanum að senda
greinargerð til ríkisstjórnar. Í henni skal koma fram mat bankans á
ástæðum fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve lang-
an tíma hann telur að það muni taka að ná verðbólgumarkmiðinu
að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega. Þolmörkin fela ekki í
sér aðra formlega kvöð um viðbrögð af hálfu Seðlabankans. Rétt er
að árétta að markmið peningastefnunnar er að halda verðbólgu sem
næst 2½% að jafnaði en ekki aðeins innan þolmarka.
Nú í september mældist tólf mánaða hækkun vísitölu neyslu-
verðs 4,8%. Þolmörk verðbólgumarkmiðsins voru því rofi n í annað
sinn á árinu og er það tilefni þessarar greinargerðar. Eftir að verðbólga
fór yfi r þolmörkin í febrúar sl. gerði Seðlabankinn ríkisstjórninni grein
fyrir þróun og horfum í verðlagsmálum í greinargerð dags. 18. febrúar.
Þá var fjallað um verðlagsþróunina og horfur í mars- og júníheftum
Pen ingamála. Hinn 29. september nk. birtir bankinn næsta hefti Pen-
ingamála og þar með nýja verðbólguspá. Vegna þess hve stutt er í þá
útgáfu telur bankinn ekki þörf á viðamikilli greinargerð að þessu sinni.
Í Peningamálum verður m.a. ýtarleg greining á verðlagsþróun undan-
farinna mánaða og ástæðum þess að verðbólga fór yfi r þolmörk nú.
Í greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar í febrúar sl. var
fjall að um helstu orsakir verðbólgu umfram markmið og öran vöxt
inn lendrar eftirspurnar, sem rekja mátti til fjárfestingar í áliðnaði og
orkuöfl un annars vegar og umbreytinga á lánamarkaði hins vegar sem
komu fl estum í opna skjöldu.2 Þessar skýringar eiga enn við. Útlán til
Greinargerð til ríkisstjórnar
um verðbólgu umfram þolmörk1
Seðlabanki Íslands vinnur nú að gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa sem birtar verða í Peningamálum síðar í mánuði-
num. Þegar þær liggja fyrir mun bankastjórn meta þörfi na fyrir frekara aðhald í peningamálum. Eins og lögin um
bankann og yfi rlýsingin um verðbólgumarkmið áskilja munu ákvarðanir í þeim efnum miða að því að tryggja
framgang verðbólgumarkmiðsins næstu tvö árin. Þegar er ljóst að frekari aðgerða er þörf til þess að svo verði. Í
þeirri viðleitni skiptir aðhald í opinberum fjármálum mjög miklu auk þess sem æskilegt er að framtíðarhlutverk
Íbúðalánasjóðs skýrist sem fyrst.
1. Send ríkisstjórn Íslands 19. september 2005 og birt á heimasíðu Seðlabankans sama dag.
2. Greinargerðin var m.a. birt í Peningamálum 2005/1 sem gefi n voru út í mars sl.