Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 16

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 16 III Fjármálaleg skilyrði Fjármálaleg skilyrði hafa orðið lítið eitt aðhaldssamari frá vor- mánuðum. Innlendir skammtímavextir hafa hækkað nokkuð og vextir á óverðtryggðum útlánum bankanna hafa hækkað umfram stýrivaxtahækkun Seðlabankans í byrjun júní. Ætla má að hátt gengi krónunnar að undanförnu geri erlenda lántöku ívið minna fýsilega en í vor, enda auknar líkur á að gengið haldi ekki þessum styrkleika út líftíma lána til nokkurra ára. Á móti vegur að hærra gengi lækkar greiðslubyrði erlendra lána sem þegar hefur verið stofnað til. Aðhald sem felst í sterku gengi krónunnar bitnar fyrst og fremst á fyrirtækjum landsins, sem jafnan hafa leitað á erlenda lánamarkaði í töluverðum mæli, en síður á einstaklingum. Einstaklingar hafa þó á þessu ári tekið gengistryggð lán í auknum mæli. Ekki er víst að þeir hafi gert sér fyllilega grein fyrir áhættu sem í slíkri lántöku er fólgin. Skilyrði erlendrar lántöku hafa versnað frá vormánuðum vegna hærra gengis krónunnar en heldur hagstæðari erlendir vextir vega á móti Erlend fjármálaleg skilyrði eru enn með hagstæðasta móti. Á evru svæðinu hafa þau jafnvel orðið ívið aðhaldsminni frá því að Peningamál voru gefin út sl. vor. Skammtímavextir hafa lítið breyst, enda hefur Seðlabanki Evrópu ekki breytt vöxtum í 2½ ár. Lang- tímavextir hafa undanfarið verið ívið lægri en sl. vor og eru töluvert lægri en í ársbyrjun. Burtséð frá gjaldmiðlaáhættu eru skilyrði til langtímalántöku í evrum því áfram mjög góð. Langtímavextir í Banda- ríkjunum hafa lítið breyst frá vormánuðum og eru enn lágir þrátt fyrir hækkun skammtímavaxta um u.þ.b. ½ prósentu frá því í maí. Gengi krónunnar sem miðað er við í spám bankans í þessu hefti er 7½% sterkara en í uppfærðum þjóðhags- og verðbólguspám Seðlabankans sem voru birtar í byrjun júní. Það felur í sér að skilyrði til nýrrar lántöku hafa versnað að því gefnu að gengið leiti jafnvægis á ný. Raunstýrivextir Seðlabankans hafa hækkað Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í byrjun júní um 0,5 prósentur í 9,5%. Til þess að meta aðhaldsstig aðgerða Seðlabankans hefur meðal annars verið lagt mat á raunstýrivexti miðað við verð bólgu- væntingar (sjá umfjöllun um verðbólguvæntingar í kafla VIII). Sá mælikvarði á verðbólguvæntingar sem Seðlabankinn hefur lagt einna mesta áherslu á er mismunur ávöxtunarkröfu verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa svipaðrar tímalengdar. Þótt ekki sé fyrir hendi verðtryggður ríkisskuldabréfaflokkur til tiltölulega skamms tíma sem hægt er að nota til að meta verðbólguvæntingar til næstu 2-5 ára eru til u.þ.b. tíu ára sambærileg bréf sem gefa vísbendingu um verð bólguvæntingar til tiltölulega langs tíma. Út frá þeim tölum má ætla að raunstýrivextir séu um 5½%. Sambærileg niðurstaða fæst ef miðað er við verðbólguvæntingar almennings, sem kannaðar voru um mánaðamót ágúst og september. Við útgáfu síðustu Peningamála voru raunstýrivextir um 5% og því má ætla að raunstýrivextir hafi hækkað síðan þá um sem nemur nafnhækkun stýrivaxta í júní byrjun. 2002 2003 2004 2005 2002 2003 2004 2005 Mynd III-1 Heimild: EcoWin. Erlend vaxtaþróun 1. janúar 2002 - 19. september 2005 (daglegar tölur) % % Bandaríkin Evrusvæði (a) Ávöxtun ríkisskuldabréfa til 10 ára (b) Ávöxtun ríkisvíxla til 3 mánaða 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 2003 2004 2005 % Raunstýrivextir Seðlabankans Mynd III-2 Vikulegar tölur 17. september 2002 - 19. september 2005 1 2 3 4 5 6 Verðbólguálag ríkisbréfa til tveggja ára Verðbólguálag ríkisbréfa til átta ára Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguspár sérfræðinga á markaði Heimild: Seðlabanki Íslands. Raunstýrivextir miðað við: Verðbólguvæntingar almennings miðast við verðbólgu næstu tólf mánuði og verðbólguspár sérfræðinga við tólf mánuði til ársloka 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.