Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 12 í Hollandi á öðrum ársfjórðungi, eftir samdrátt á þeim fyrsta, en stöðnun í þýska þjóðarbúskapnum vó upp á móti auknum vexti þar. Vöxtur eftirspurnar í Þýskalandi var lítill. Einkaneysla dróst saman, fjárfesting jókst aðeins lítillega og á sama tíma var hreinn útflutningur ekki nægur til að halda uppi hagvexti. Hagvöxtur í Frakklandi var einnig minni á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta. Á Spáni hélt vöxtur fjármunamyndunar og einkaneyslu, sem að nokkru leyti er drifin áfram af háu fasteignaverði, uppi töluverðum hagvexti á fyrri hluta þessa árs. Minni hagvöxt í Bretlandi á öðrum ársfjórðungi má rekja til hærra olíuverðs, en einnig minni þenslu á fasteignamarkaði og aukins atvinnuleysis sem hefur haft áhrif á einkaneyslu. Í kjölfarið hafa hagvaxtarspár fyrir Bretland verið lækkaðar. Þrátt fyrir lítinn hagvöxt á evrusvæðinu á fyrri hluta árs benda ýmsir hagvísar til þess að hann muni glæðast á seinni helmingi ársins. Evran hefur veikst gagnvart Bandaríkjadal og hagvöxtur í heiminum ekki minnkað jafnmikið og áður var talið. Smásala hefur aukist og atvinnuleysi minnkað. Væntingar atvinnulífsins á evrusvæðinu hafa glæðst verulega og pantanir aukist. Iðnaður virðist því vera að taka við sér. Lægra gengi evru ætti að örva útflutning. Hagvöxtur á evrusvæðinu á þó enn erfitt uppdráttar. Enn er því spáð fremur dræm um hagvexti á þessu ári og hann gæti orðið minni ef olíuverð helst hátt. Hvort hagvöxtur í Þýskalandi tekur almennilega við sér veltur að miklu leyti á innlendri eftirspurn. Hagvísar benda til þess að þýska hagkerfið muni halda áfram að berjast í bökkunum á næstu mán- uðum. Aukinn kostnaður heimilanna sökum hærra olíuverðs og mikið atvinnuleysi munu halda aftur af vexti eftirspurnar. Horfur enn góðar í Bandaríkjunum og batnandi í Japan Efnahagshorfur í Bandaríkjunum eru að mörgu leyti góðar, en hátt olíuverð mun halda aftur af hagvexti í ár og fram á það næsta. Fjárfesting fyrirtækja er enn í nokkuð örum vexti og einkaneysla er sem fyrr driffjöður hagvaxtar, þótt eitthvað hafi hægt á vexti hennar. Væntingar neytenda hafa ekki dvínað, sem að hluta til skýrist af sterkum vinnumarkaði. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið minna í fjögur ár. Afleiðingar fellibylsins Katrínar munu þó væntan lega segja til sín á næstu mánuðum. Einkaneysla mun að öllum líkindum halda áfram að hægja á sér meðal annars sökum hærri vaxta og olíuverðs. Spáð er að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði minni á árinu 2006 þar sem draga muni úr vexti einkaneyslu og hús- næðismarkaðurinn dala. Eftir samdráttarskeið á síðasta ári virðist hagvöxtur í Japan vera farinn að taka við sér á ný. Á fyrri helmingi þessa árs hefur landsframleiðsla aukist, einkum sökum vaxtar einkaneyslu og að einhverju leyti aukinnar fjármunamyndunar. Vöxturinn stafar af hagstæðri þróun grunnþátta: Stöðugum vexti tekna, minna atvinnuleysi og góðri arðsemi fyrirtækja. Útlit er fyrir áframhaldandi vöxt einkaneyslu það sem eftir lifir árs. Á sama tíma eykst fjárfesting fyrirtækja og því ætti hagvöxtur að halda áfram á seinni hluta þessa árs. Ekki er gert ráð fyrir miklum vexti á árinu 2005, en hagvaxtarspár fyrir árið hafa þó verið hækkaðar. Hagvaxtarspár fyrir Bandaríkin, Bretland, evrusvæðið og Japan sept. 2004 - sept. 2005 Mynd II-3 Bandaríkin 2005 Evrusvæðið 2005 Bandaríkin 2006 Heimild: Consensus Forecasts. 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 sept. 04 des. 04 mars 05 júní 05 sept. 05 % Tímaás sýnir mánuðinn sem spáin er gerð í Evrusvæðið 2006 Bretland 2005 Japan 2005 Bretland 2006 Japan 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.