Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 83

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 83
GJALDEYRISFORÐI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 83 gjaldeyrisreikningum bankanna í Seðlabankanum var lokað á árinu 1997. Þegar gjaldeyrisforði fór niður fyrir það lágmark sem sett var fram í bankastjórnarsamþykkt um gjaldeyrisforða voru á árum áður tekin lán til að brúa bilið. Mismunurinn á hreinum gjaldeyrisforða og vergum skýrist aðallega af þessum lántökum. Ef horft er aftur til ársins 1997, en það ár var innlendur gjaldeyris- markaður að verða til í þeirri mynd sem hann er í dag, sést að lægst fór hreinn gjaldeyrisforði í 6,2 ma.kr. í júlí 2001. Í nóvember það ár tók ríkissjóður lán til að styrkja erlenda stöðu Seðlabankans en frá ársbyrjun 2000 hafði gengið mjög á forðann vegna endurtekinna inngripa bankans á gjaldeyrismarkaði. Í september 2002 var svo ákveðið að hefja regluleg gjaldeyriskaup á markaði til að greiða upp erlendar skammtímaskuldir bankans og þar með að styrkja hreinan gjaldeyrisforða hans. Var þeim kaupum fram haldið til ársloka 2004. Frá ársbyrjun 2005 miðuðust regluleg gjaldeyriskaup Seðlabankans á markaði að því að mæta þörf ríkissjóðs vegna greiðslu vaxta og afborgana af erlendum lánum. Í maí sl. var tilkynnt að keyptar yrðu 100 milljónir Bandaríkjadala aukalega vegna aukinna uppgreiðslna ríkis sjóðs á erlendum lánum. Í byrjun september var tilkynnt að regluleg gjaldeyriskaup Seðlabankans yrðu aukin töluvert vegna áforma ríkissjóðs um endurgreiðslur erlendra lána umfram það sem áður hafði verið ráðgert. Án þessara kaupa hefði Seðlabankinn aðeins getað selt ríkissjóði gjaldeyri umfram það sem áður var ráðgert með því að ganga á gjaldeyrisforðann. Þau viðmið sem Seðlabankinn notar við ákvörðun á lágmarksstærð forða byggjast á sögulegum forsendum. Þau eru til hliðsjónar og að hluta sett fram í ljósi þess sem bankinn telur eðlilegt til að skapa trúverðugleika um peningastefnu bankans og til að mæta öryggis- sjónarmiðum þ.m.t. sjónarmiðum er varða fjármálastöðugleika og lánshæfi. Í samanburði við gjaldeyrisforða annarra þjóða var stærð gjald eyrisforða Seðlabankans í árslok 2004 viðunandi sem hlutfall af landsframleiðslu, peningamagni (M3), og endingartíma í vikum vöruinnflutnings. Sem hlutfall af heildarskuldum þjóðarbúsins var forðinn hins vegar fremur lítill og dygði tiltölulega skammt ef aðgangur að erlendu lánsfé lokaðist. Auk þess hefur gjaldeyrisforði Seðlabankans sem hlutfall af landsframleiðslu dregist saman frá lokum árs 2004. Óráðlegt er að draga eindregnar ályktanir af samanburðinum enda hagkerfi viðmiðunarlandanna ólík auk þess sem ekki þarf alltaf að vera fullt samræmi í þeim gögnum sem lögð eru til grundvallar. Bent hefur verið á að mikilvægar atvinnugreinar á Íslandi hafa stóran hluta tekna sinna í erlendum myntum og má þar nefna sjávarútveg, álvinnslu og ferðamannaiðnað. Löndin sem valin eru til samanburðar eiga það sameiginlegt að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil, flotgengisstefnu og verðbólgumarkmið við stjórn peningamála. Þessi lönd eru Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Svíþjóð. Eins og áður hefur komið fram er ekkert einhlítt viðmið um stærð gjaldeyrisforða. Þegar þetta viðmið var síðast ákvarðað var litið til flestra þeirra þátta sem nefndir eru hér að framan og gátu niðurstöður samkvæmt þeim verið á mjög breiðu bili. Sú ákvörðun 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1990 2000 2004 Gjaldeyrisforði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu Mynd 4 Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF). % Ástralía Ísland Kanada Nýja-Sjáland Svíþjóð Meðaltal Gjaldeyrisforði sem hlutfall af vöru- og þjónustuinnflutningi Mynd 5 Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF). Ástralía Ísland Kanada Nýja-Sjáland Svíþjóð Meðaltal 0 5 10 15 20 25 30 35 40 1990 2000 2004 % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 1990 2000 2004 Gjaldeyrisforði sem hlutfall af erlendum skuldum þjóðarbúsins Mynd 6 Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF). Ástralía Ísland Kanada Nýja-Sjáland Svíþjóð Meðaltal %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.