Peningamál - 01.09.2005, Side 85

Peningamál - 01.09.2005, Side 85
Inngangur 1. Á heildina litið hefur framvinda íslensks efnahagslífs verið mjög eftirtektarverð. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir að fylgja af festu stefnu sem lagt hefur grunninn að kröftugum hagvexti. Þessi stefna felur m.a. í sér skipulagsumbætur sem hafa aukið kraft og sveigjanleika efnahagslífsins, mikilvægar umbætur í eftirliti með fjár málastarfsemi, upptöku sveigjanlegs gengis og verðbólgumark- miðs og samfellt skeið traustrar ríkisfjármála stjórnar. 2. Annar mikilvægur þáttur efnahagsstjórnarinnar hefur verið að stuðla að uppbyggingu stóriðju sem nýtir hlutfallslega yfirburði Íslands á sviði hreinnar orku. Þessi uppbygging leiðir til aukinnar fjölbreytni í hagkerfinu og bætir verulega við útflutningsgetu og auð þjóðarinnar. Á sama tíma hefur umfang þessara fram- kvæmda í samanburði við stærð hagkerf isins aukið sveiflur í efna- hagslífinu. 3. Helsta viðfangsefni hagstjórnar á komandi tíð verður að jafna þessar sveiflur um leið og leitast er við að tryggja bæði kröftugan og stöðugan hagvöxt. Á núverandi stigi hag sveiflunnar þarf að beita viðeigandi hagstjórn til þess að misvægi sem endurspeglast í viðskiptahallanum, erlendum skuldum, innlendri eftirspurn og verðbólgu leiði ekki til óhóf legra sveiflna í efnahagslífi þegar að - lög un á sér stað eftir að stóriðjuframkvæmdum lýkur. Horfur 4. Spáð er miklum hagvexti, um 6% í ár og aðeins lítil lega minni 2006. Einkaneysla og fjárfesting í orkufrekum iðjuverum munu öðru fremur knýja áfram hagvöxt. Því er spáð að vöxtur inn- lendrar ef tirspurnar muni leiða til þess að viðskiptahall inn vaxi í yfir 12% af vergri landsframleiðslu 2005 og minnki aðeins lítillega 2006. Enda þótt aukinn sveigjanleiki sem tengist notkun erlends vinnuafls hafi valdið því að stóriðjuviðfangsefnin fela ekki í sér beinan þrýsting á innlendan vinnumarkað, er því nú spáð að eftir- spurnarþrýstingur í öðrum geirum þjóðarbúskap arins valdi því að verðbólga verði ofan við verðbólgumarkmið Seðlabankans næstu tvö árin. Þegar stóriðjuframkvæmdunum lýkur og framleiðsla hefst í nýjum verksmiðjum munu upptök hag vaxt ar færast yfir í útflutningsgeirann og viðskiptahallinn minnka hratt. Þessar horfur eru hins vegar háðar töluverðri óvissu. Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti sér íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífs dagana 2. júní - 13. júní sl. Á lokafundi nefndarinnar lagði formaður hennar fram álit og niðurstöður af viðræðum hennar og athugunum hér á landi. Hliðstæðar viðræður fara fram árlega við nánast öll aðildarríki sjóðsins, 184 að tölu. Niðurstöður sendinefndarinnar birtast hér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.