Peningamál - 01.09.2005, Síða 11

Peningamál - 01.09.2005, Síða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 11 II Ytri skilyrði Horfur á hagvexti í heiminum nokkuð góðar þrátt fyrir hækkandi olíuverð Svo virðist sem hagvöxtur hafi víðast hvar náð hámarki á árinu 2004 og því minni hagvaxtar að vænta í heiminum á þessu ári. Hátt verð á olíu hefur dregið úr hagvexti í stóru iðnríkjunum á öðrum fjórðungi ársins. Þó eru horfurnar að mörgu leyti betri en þær voru við vinnslu síðustu Peningamála. Hagvöxtur í Norður-Ameríku og Asíuríkjum, sem hefur að miklu leyti leitt heimshagvöxtinn til þessa, virðist enn vera töluverður. Eins og í flestum öðrum iðnríkjum hægði á hagvexti í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, en hann var þó yfir 3% langtímameðaltalinu níunda ársfjórðunginn í röð. Hagvöxtur í Kína var aftur á móti mun meiri á öðrum ársfjórðungi en gert var ráð fyrir og hafa spár um hagvöxt á árinu hækkað. Á sama tíma hafa hagvaxtarhorfur fyrir Japan glæðst. Þar að auki hefur hækkun hrávöruverðs eflt hagvöxt í ýmsum þróunarlöndum. Hagvaxtarhorfur á evrusvæðinu eru einnig betri en þær voru við útgáfu síðustu Peningamála. Þótt dregið hafi úr hagvexti á öðrum ársfjórðungi var hann meiri en búist var við. Spáð er ívið meiri hagvexti á evrusvæðinu á seinni hluta ársins og hafa ýmsir nýlegir hagvísar styrkt þá spá. Aftur á móti hefur útlitið í Bretlandi versnað til muna og var hagvöxtur annars ársfjórðungs hinn minnsti sem þar hefur verið á einum ársfjórðungi í tólf ár. Hækkun hráolíuverðs á seinni hluta þessa árs gæti þó veikt útkomuna verulega. Hráolíuverð hefur aldrei verið hærra að nafnvirði en það var í kjölfar fellibylsins Katrínar og þrátt fyrir að hafa lækkað eitthvað er það um 60% hærra en það var að meðaltali árið 2004. Ótryggt ástand í Mið-Austurlöndum og ótti um að ekki takist að auka framleiðslu sem nemur vexti eftirspurnar olli hækkunum á olíu- verði í ágúst. Sá ótti magnaðist eftir að fellibylurinn Katrín olli því að framleiðsla stöðvaðist við Mexíkóflóa. Þótt framleiðslan liggi aðeins niðri tímabundið munu áhrif þess á olíuverð væntanlega vara um nokkurt skeið. Verð hefur þó lækkað frá methæðum skömmu eftir að fellibylurinn gekk yfir þar sem ýmsar þjóðir hófu að ganga á birgðir sínar og juku þar með framboð. Eftirspurn mun líklega verða meiri á næsta ári en áður var spáð, þegar þau ríki sem nú hafa minnkað birgðir sínar fara að auka þær á ný. Því mun olíuverð líklega haldast hátt um nokkurt skeið. Framvirkir samningar gefa til kynna að olíuverð muni hækka örlítið frá núverandi verði út árið og halda áfram að hækka í byrjun næsta árs (sjá töflu II-1 hér á eftir). Bensínverð hefur fylgt hækkun olíuverðs eftir en ekki lækkað alveg jafn mikið nú í september. Það er um þessar mundir 65% hærra en að meðaltali á árinu 2004. Þýskaland er enn dragbítur á hagvöxt á evrusvæðinu Ástæður lítils hagvaxtar á evrusvæðinu á fyrri helmingi þessa árs eru af svipuðum toga og á seinni helmingi sl. árs: Hátt olíuverð, sterk staða evrunnar (jafnvel þótt hún hafi veikst eitthvað frá lokum árs 2004), minni hagvöxtur í heiminum í heild, auk þess sem eftirspurn er áfram veik í flestum evrulandanna. Hagvöxtur jókst á Ítalíu og -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Hagvöxtur í Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi og á evrusvæði 1. ársfj. 1999 - 2. ársfj. 2005 Mynd II-1 % Bandaríkin Evrusvæðið Japan Bretland Heimild: EcoWin. Magnbreyting VLF frá sama ársfjórðungi á fyrra ári 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Hrávöruverð á heimsmarkaði 2000-2005 Vikulegar tölur Mynd II-2 Öll hrávara án eldsneytis (í USD) Matvara (í USD) Iðnaðarvörur (í USD) Heimildir: Economist, EcoWin. 70 80 90 100 110 120 130 140 150 2000 = 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.