Peningamál - 01.09.2005, Page 43

Peningamál - 01.09.2005, Page 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 43 Ramma grein 3 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum Meðfylgjandi tafla sýnir efnahagsspár sérfræðinga á fjármála mark- aði sem gerðar voru í byrjun september sl. Sem endranær voru þátt- takendur í könnuninni greiningardeildir Íslandsbanka hf., KB banka hf. og Landsbanka Íslands hf. og Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. Sérfræðingarnir skyggnast nú lengra en áður eða allt til ársins 2007. Eins og nærri má geta verður innbyrðis ágreiningur meiri eftir því sem lengra er horft. Þannig greinir aðila verulega á um framvind- una árið 2007. Mat á verðbólgu yfir árin 2005 og 2006 hefur vart breyst frá spá sömu aðila í maí sl. Spámennirnir telja að verðbólga yfir árið nái hámarki árið 2006 í rúmlega 5% en hjaðni á ný árið 2007 og verði rúmlega 3½%. Hins vegar álíta þeir að verðbólga milli ársmeðaltala fari hækkandi fram til ársins 2007 er hún verði tæplega 4½%. Verðbólga verður því töluvert hærri en 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á tímabilinu og ýmist hærri en eða við 4% efri þolmörk markmiðsins. Í grunnspá sinni gerir Seðlabankinn ráð fyrir meiri verðbólgu yfir árið í ár en sérfræðingar á fjármálamarkaði en að nokkuð dragi úr henni strax á næsta ári. Að því er varðar verð- bólgu milli ársmeðaltala munar litlu á grunnspá Seðlabankans og sérfræðinga nú í ár en bankinn spáir síðan minni verðbólgu næstu tvö árin. Rétt er að hafa í huga að í spá Seðlabankans er reiknað með óbreyttum stýrivöxtum og gengisvísitölu á spátímabilinu. Þannig er spá Seðlabankans með breytilegum vöxtum og gengi mjög áþekk spá greiningaraðila en samkvæmt henni er verðbólga um 4½% að meðaltali á næsta ári og um rétt tæplega 5% árið 2007. Hagvaxtarspá sérfræðinga á fjármálamarkaði hefur heldur lækkað frá því í maí og munur á hæsta og lægsta gildi er meiri en þá. Að meðaltali búast þeir við 6% hagvexti í ár og 4,8% á næsta ári sem síðan lækki nið ur í 1,2% árið 2007. Grunnspá Seðlabankans er nokkuð frábrugðin og í heild mun bjartari: 5,5% hagvöxtur á árinu sem er að líða, á næsta ári hækki hann í 6,7% og fari niður í 4,8% árið 2007. Eins og gefur að skilja munar mestu á spá sérfræðinganna og Seðlabankans síðasttalda árið. Svarendur hafa svipaðar skoðanir á þróun gengisvísitölu og í maí og raunar hefur spá þeirra um gengið sáralítið breyst allt frá því í febrúar. Álíta þeir að gengisvísitalan verði nálægt 120 stigum 2005 2006 2007 Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Verðbólga (yfir árið) 3,7 3,4 4,2 5,3 3,8 7,1 3,7 2,0 5,5 Verðbólga (milli ársmeðaltala) 3,8 3,6 4,2 4,4 3,7 4,9 4,9 3,5 6,8 Hagvöxtur 6,0 5,5 6,5 4,8 4,2 5,5 1,2 -1,0 2,5 Eitt ár fram í tímann Tvö ár fram í tímann Gengisvísitala erlendra gjaldmiðla 118,8 115,0 123,0 130,5 127,0 135,0 Stýrivextir Seðlabankans 9,3 8,5 10,0 7,4 6,0 9,3 Langtímanafnvextir2 7,4 6,7 7,8 6,6 6,0 7,2 Langtímaraunvextir3 3,6 3,5 3,8 3,4 3,0 3,6 Breyting úrvalsvísitölu aðallista 5,3 -10,0 16,0 13,4 -14,5 30,0 Breyting fasteignaverðs 8,8 5,0 15,0 11,9 7,0 20,8 1. Taflan sýnir breytingu milli tímabila í % nema að því er varðar gengi og vexti. Sýnd eru þau gildi sem spáð er fyrir vexti (%) og gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla (stig). Þátttakendur í könnuninni eru greiningardeildir Íslandsbanka hf., KB banka hf. og Landsbanka Íslands hf. og Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. 2. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í ríkisbréf (RIKB 13 0517). 3. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í íbúðabréf (HFF 15 0644). Heimild: Seðlabanki Íslands. Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.