Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 63
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
63
lega hlýtur hið síðarnefnda að vera mikilvægt eftir að verðbólgumark-
mið varð kjölfesta peningastefnunnar. Í reynd kann að vera gagnlegt
að reikna mismunandi vísitölur til að þjóna mismunandi markmiðum
greiningar, eins og reyndar hefur verið gert. Hin opinbera gengisvísi-
tala Seðlabankans byggist á blandaðri aðferðafræði. Markmið þessarar
aðferðafræði eru fremur óskýr. Til greina kemur að hætta birtingu
þess arar vísitölu, en taka upp í hennar stað, eða a.m.k. birta samhliða,
fl eiri vísitölur sem byggjast á skýrari markmiðum.
Eitt af því sem orkar tvímælis í núverandi gengisvísitölu er með
hvaða hætti tekið er tillit til þjónustuviðskipta landsins. Þar ráða allt ön-
nur sjónarmið en hvað áhrærir vöruviðskiptin. Í vöruviðskiptavoginni
er vægi gjaldmiðla reiknað út frá hlutdeild landa sem útfl utningurinn
fer til og upprunalanda innfl utnings. Vogir þjónustuviðskipta ráðast
hins vegar að miklu leyti af gjaldmiðli viðskipta, sem getur verið ann-
ar en uppruna- eða útfl utningsland viðskiptanna. Þetta hefur aukið
vægi gjaldmiðla stóru landanna í gjaldmiðlakörfunni sem oft eru not-
aðir sem viðskiptagjaldmiðlar í innbyrðis viðskiptum smærri landa. Að
þeir séu notaðir í slíkum viðskiptum hefur ekki endilega áhrif á sam-
keppnisstöðu lands til lengri tíma litið. Almennt leikur verulegur vafi
á áreiðanleika upplýsinga um landaskiptingu þjónustuviðskipta við
út lönd. Því hafa ýmis lönd ekki tekið tillit til þeirra og önnur aðeins
að hluta. Þau lönd sem taka tillit til þjónustuviðskipta nota aðrar að-
ferðir til að ákveða vægi einstakra landa en hér er gert, þ.e.a.s. beinar
kannanir á landaskiptingu þjónustuviðskipta (eftir útfl utnings- og upp-
runalöndum) en ekki upplýsingar úr gjaldeyrisviðskiptakerfum.
Áður en ákvörðun er tekin um aðferðir við að meta vægi gjald-
miðla í gjaldmiðlakörfum sem notaðar eru við útreikning á nýjum
vísi tölum fyrir krónuna er rétt að setja þeim skýr markmið. Tilgangur
hinna nýju vísitalna yrði þríþættur:
1. Að vera mælikvarði á breytingar á samkeppnisstöðu til skamms
tíma litið (og til lengri tíma þegar þær eru notaðar til að meta
raungengi).
2. Að vera mælikvarði á verðlagsáhrif gengisbreytinga.
3. Að vera mælikvarði á stöðu krónunnar miðað við körfu sterkra
gjaldmiðla heims.
Til að þjóna fyrstu tveimur markmiðunum er heppilegt að vísi töl-
urnar séu sem víðastar. Ástæðan er sú að land með tiltölulega litla
markaðshlutdeild getur haft umtalsverð áhrif á samkeppnisstöðu ef
gengissveifl urnar eru stórar. Þannig gæti t.d. umtalsverð hækkun á
gengi kínverska júansins (renminbi) haft veruleg áhrif á innlent verð-
lag (ýmsir telja að jafnvægisgengi hans sé 20-30% hærra en það
hef ur verið nýlega), þótt vægi hans í utanríkisviðskiptum Íslands sé
ekki mjög mikið. Þar sem ekki þarf að taka tillit til þess að innra virði
við kom andi gjaldmiðils sé stöðugt er eðlilegast að hafa fasta reglu
um það hversu mikil viðskiptin við land þurfa að vera til þess að það
sé tekið inn í vísitölurnar. Nauðsynlegt skilyrði er auðvitað að gengi
viðkomandi gjaldmiðils sé skráð með reglubundnum hætti og að ekki
sé um fjölgengiskerfi að ræða.