Peningamál - 01.09.2005, Side 63

Peningamál - 01.09.2005, Side 63
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 63 lega hlýtur hið síðarnefnda að vera mikilvægt eftir að verðbólgumark- mið varð kjölfesta peningastefnunnar. Í reynd kann að vera gagnlegt að reikna mismunandi vísitölur til að þjóna mismunandi markmiðum greiningar, eins og reyndar hefur verið gert. Hin opinbera gengisvísi- tala Seðlabankans byggist á blandaðri aðferðafræði. Markmið þessarar aðferðafræði eru fremur óskýr. Til greina kemur að hætta birtingu þess arar vísitölu, en taka upp í hennar stað, eða a.m.k. birta samhliða, fl eiri vísitölur sem byggjast á skýrari markmiðum. Eitt af því sem orkar tvímælis í núverandi gengisvísitölu er með hvaða hætti tekið er tillit til þjónustuviðskipta landsins. Þar ráða allt ön- nur sjónarmið en hvað áhrærir vöruviðskiptin. Í vöruviðskiptavoginni er vægi gjaldmiðla reiknað út frá hlutdeild landa sem útfl utningurinn fer til og upprunalanda innfl utnings. Vogir þjónustuviðskipta ráðast hins vegar að miklu leyti af gjaldmiðli viðskipta, sem getur verið ann- ar en uppruna- eða útfl utningsland viðskiptanna. Þetta hefur aukið vægi gjaldmiðla stóru landanna í gjaldmiðlakörfunni sem oft eru not- aðir sem viðskiptagjaldmiðlar í innbyrðis viðskiptum smærri landa. Að þeir séu notaðir í slíkum viðskiptum hefur ekki endilega áhrif á sam- keppnisstöðu lands til lengri tíma litið. Almennt leikur verulegur vafi á áreiðanleika upplýsinga um landaskiptingu þjónustuviðskipta við út lönd. Því hafa ýmis lönd ekki tekið tillit til þeirra og önnur aðeins að hluta. Þau lönd sem taka tillit til þjónustuviðskipta nota aðrar að- ferðir til að ákveða vægi einstakra landa en hér er gert, þ.e.a.s. beinar kannanir á landaskiptingu þjónustuviðskipta (eftir útfl utnings- og upp- runalöndum) en ekki upplýsingar úr gjaldeyrisviðskiptakerfum. Áður en ákvörðun er tekin um aðferðir við að meta vægi gjald- miðla í gjaldmiðlakörfum sem notaðar eru við útreikning á nýjum vísi tölum fyrir krónuna er rétt að setja þeim skýr markmið. Tilgangur hinna nýju vísitalna yrði þríþættur: 1. Að vera mælikvarði á breytingar á samkeppnisstöðu til skamms tíma litið (og til lengri tíma þegar þær eru notaðar til að meta raungengi). 2. Að vera mælikvarði á verðlagsáhrif gengisbreytinga. 3. Að vera mælikvarði á stöðu krónunnar miðað við körfu sterkra gjaldmiðla heims. Til að þjóna fyrstu tveimur markmiðunum er heppilegt að vísi töl- urnar séu sem víðastar. Ástæðan er sú að land með tiltölulega litla markaðshlutdeild getur haft umtalsverð áhrif á samkeppnisstöðu ef gengissveifl urnar eru stórar. Þannig gæti t.d. umtalsverð hækkun á gengi kínverska júansins (renminbi) haft veruleg áhrif á innlent verð- lag (ýmsir telja að jafnvægisgengi hans sé 20-30% hærra en það hef ur verið nýlega), þótt vægi hans í utanríkisviðskiptum Íslands sé ekki mjög mikið. Þar sem ekki þarf að taka tillit til þess að innra virði við kom andi gjaldmiðils sé stöðugt er eðlilegast að hafa fasta reglu um það hversu mikil viðskiptin við land þurfa að vera til þess að það sé tekið inn í vísitölurnar. Nauðsynlegt skilyrði er auðvitað að gengi viðkomandi gjaldmiðils sé skráð með reglubundnum hætti og að ekki sé um fjölgengiskerfi að ræða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.