Peningamál - 01.09.2005, Side 29

Peningamál - 01.09.2005, Side 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 29 Í júní spáði Seðlabankinn að fjárfesting í íbúðarhúsnæði ykist um tæplega 22% á þessu ári. Vísbendingar um þróun fjárfestingar í íbúðarhúsnæði benda ekki allar í eina átt. Til dæmis má áætla út frá fjölda útgefinna byggingarleyfa að magnaukningin hafi verið um 16% á síðasta ári og um 21% á þessu ári. Mikil hækkun íbúðaverðs að undanförnu bendir einnig til þess að arðsemi í greininni sé góð, en á móti er skortur á sérhæfðu starfsfólki. Í ljósi alls þessa spáir Seðla- bankinn nú 12% vexti íbúðafjárfestingar á þessu ári og 10% á því næsta sem er töluvert minni vöxtur fyrir þetta ár en var í júníspánni en óbreytt fyrir næsta ár. Spáin gerir hins vegar ráð fyrir að verulega dragi úr vexti íbúðafjárfestingar á árinu 2007 og að hún verði óbreytt frá árinu áður. Innflutningur Útlit er fyrir meiri vöxt innflutnings í ár en spáð var í júní Horfur eru á að innflutningur á þessu ári verði meiri en spáð var í júní, þótt spáð sé nær sama vexti þjóðarútgjalda. Spáð er að innflutningur aukist um 23%, eða 4,5 prósentum meira en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Á næsta ári dregur hins vegar verulega úr vexti innflutnings á ný, þegar hægir á vexti þjóðarútgjalda, einkum fjárfestingar. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur vöruinnflutningur aukist um 27,5% á föstu gengi. Mest jókst innflutningur flutningatækja, bæði fólksbíla og flutningatækja til atvinnurekstrar. Hátt raungengi og mikill vöxtur einkaneyslu hefur einnig leitt til þess að innflutningur varanlegrar neysluvöru hefur aldrei aukist jafn hratt og það sem af er ári. Spáð er áframhaldandi hröðum vexti innflutnings út árið, enda mun innflutningur fjárfestingarvöru líklega verða meiri á síðari helmingi ársins. Á næstu tveimur árum dregur verulega úr vexti innflutnings Gert er ráð fyrir nánast óbreyttum innflutningi á næsta ári, en í júní var spáð 1% samdrætti. Skýrist það af heldur meiri vexti þjóðarútgjalda og sterkara gengi krónunnar. Spáð er að innflutningur dragist saman um 1% á árinu 2007, enda munu þjóðarútgjöld í heild dragast saman. Innflutningur fjár- festingarvöru mun dragast töluvert saman og innflutningur varan- legrar neysluvöru og fólksbíla vaxa hægar, í takt við minni vöxt einka- neyslu en árin á undan. Á móti vegur að álframleiðsla mun aukast verulega á árinu sem kallar á aukinn innflutning súráls. Hagvöxtur og framleiðsluspenna3 Bráðabirgðauppgjör þjóðhagsreikninga fyrir árið 2004 sýnir, sem fyrr segir, meiri hagvöxt á síðasta ári en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir, eða 6,2% í stað 5,2%. Hagvöxtur hefur aukist eftir því sem liðið hefur á þetta ár, úr 3% á fyrsta ársfjórðungi í 6,8% á öðrum ársfjórðungi. Hagvöxtur á fyrri helmingi þessa árs var því tæplega 5%, en í júní spáði Seðlabankinn rúmlega 6½% vexti á árinu öllu. Í ljósi niðurstöðu fyrri árshelmings virðist stefna í að hagvöxtur í ár verði nokkru minni 3. Framleiðsluspenna er frávik frá landsframleiðslugetu, mælt sem hlutfall af framleiðslu- getu. 2001 2002 2003 2004 2005 Mynd IV-11 Velta nýrra kaupsamninga (vinstri ás) Fjöldi nýrra kaupsamninga (hægri ás) 1. Sex mánaða hreyfanleg meðaltöl. Heimild: Fasteignamat ríkisins. Velta og fjöldi kaupsamninga með nýtt húsnæði1 júní 2001 - júlí 2005 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 0 45 90 135 180 225 270 Ma.kr. Fjöldi 1997 1999 2001 2003 2005 2007 Mynd IV-12 Vöxtur innflutnings 1997-20071 1. Spá Seðlabankans 2005-2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 5 10 15 20 25 -5 -10 Magnbreyting frá fyrra ári (%) 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Mynd IV-13 Vöruinnflutningur fyrstu sjö mánuði ársins 1997-2005 Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrra ári á föstu gengi (%) -10 0 10 20 30 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.