Peningamál - 01.09.2005, Síða 32
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
32
taka á sig mynd. Þó liggur fyrir að eignarskattur verður afnuminn og
hlutfall tekjuskatts lækkað um 1 prósentu í 23,75% og hátekjuskattur
lækkar úr 4% í 2%. Þessar aðgerðir kosta ríkissjóð um 9-10 ma.kr. á
ári. Samkvæmt spá Seðlabankans vex kaupmáttur ráðstöfunartekna
um nær 7%. Því veldur einkum þrennt: Launahækkanir, aukin um svif
í efnahagslífinu og skattalækkanir. Samkvæmt því má búast við
aukinni eftirspurn og verulegum viðbótartekjum af sköttum á vöru og
þjónustu á næsta ári sem vega á móti tekjutapi vegna skatta lækkana.
Útgjaldaáform árið 2006 eru óljósari. Í spá Seðlabankans er
gert ráð fyrir 5% samdrætti fjárfestingar ríkisins og um 3% aukningu
sam neyslu. Í langtímaáætlun ríkisins er gert ráð fyrir 3,5% raunvexti
til færslna, meðal annars vegna þess að barnabætur hækka um rúman
millj arð króna á árinu. Miðað við þessi áform yrði útgjaldavöxtur
til tölu lega hóflegur miðað við aðstæður og áfram mikill afgangur á
ríkissjóði.
Á árinu 2007 tekur síðasti áfangi tekjuskattslækkana gildi og
skatthlutfallið lækkar um 2 prósentur og skattleysismörk hækka um
8%. Kostnaður ríkisins af lækkuninni nemur líklega u.þ.b. 11-12
ma.kr. miðað við stefnu undanfarinna ára, þ.e.a.s. að skattleysismörk
fylgi samn ingsbundnum launum.
Áform um útgjöld á árinu 2007 eru á huldu og verða um hríð, þótt
væntanlega verði ný langtímaáætlun birt með nýju fjárlagafrumvarpi.
Samkvæmt langtímaáætlun ríkissjóðs frá árinu 2004 er gert ráð fyrir
2-2½% raunvexti almennra útgjalda, en miklum vexti fjárfestingar,
sem verður meira en 50% ef fjárfesting fjármögnuð með söluandvirði
Símans bætist við fyrri áform.
Í langtímaáætluninni frá árinu 2004 var gert ráð fyrir halla
á ríkisrekstri 2007 sem næmi um 1% af vergri landsframleiðslu
vegna skattalækkana, samdráttar og aukinnar fjárfestingar. Spá
Seðlabankans nú sýnir talsvert meiri umsvif og hagvöxt árið 2007 en
gert var ráð fyrir í langtímaáætluninni, auk þess sem vaxtatekjur af
geymdu söluandvirði Símans verða drjúgar á árinu og vaxtakostnaður
ríkissjóðs minni en ætlað var. Því er líklegt að enn verði ágætur
afgangur á ríkissjóði árið 2007 þrátt fyrir mikla fjárfestingu.
Fjárhagur sveitarfélaga batnar í ár eftir slaka afkomu árið 2004
Afkoma sveitarfélaga árið 2004 varð mun verri en áætlað hafði verið
og halli u.þ.b. 10 ma.kr. samkvæmt nýjum tölum Hag stofunnar,
samanborið við 3-5 ma.kr. halla árin 2001-2003. Munar þar mest
um aukna fjárfestingu, að vísu frá afar lágu stigi árið 2003. Á þessu
ári sýna áætlanir Sambands íslenskra sveitarfélaga nokkurn bata í
afkomu. Skatttekjur eiga að hækka um 8% umfram neysluverðlag en
rekstrargjöld um 1,5% og fjármagnshreyfingar að dragast saman um
6,5%. Til samanburðar spáir Seðlabankinn nú um 5½% hagvexti. Ef
þessar áætlanir ganga eftir dregur úr hallanum á þessu ári. Erfitt kann
þó að reynast að standa við útgjaldaáætlanir ársins, meðal annars
vegna sveitarstjórnarkosninga á næsta ári og ástands á vinnu markaði.
Lítið liggur fyrir um áform sveitarfélaganna fyrir árin 2006-
2007 annað en langtímaáætlanir síðasta árs. Miðað við þær gerði
fjár málaráðuneytið ráð fyrir því á síðasta vori að tekjur og gjöld
sveitarfélaga yxu í hlutfalli við landsframleiðslu og að halli á rekstri
1997 1999 2001 2003 2005 2007
Mynd V-1
Jöfnuður ríkissjóðs og sveitarfélaga
1997-20071
% af vergri landsframleiðslu
Ríkissjóður
Sveitarfélög
Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands.
1. Áætlun Seðlabanka Íslands 2005-2007.
-2
-1
0
1
2
3
4