Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 21

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 21 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Horfur á að framleiðsluspenna verði nokkru meiri en áður var talið Horfur eru á heldur minni hagvexti á þessu ári en gert var ráð fyrir í júní, en meiri næstu tvö árin á eftir. Hins vegar virðist hagvöxtur í fyrra hafa verið töluvert meiri en áður var talið. Meginástæða þess að nú er talið að hagvöxtur verði ekki eins mikill í ár og gert var ráð fyrir í júní er að áætlanir um fjármunamyndun hafa verið lækkaðar og spáð er meiri aukningu innflutnings. Vega þessir þættir þyngra en töluvert meiri vöxtur einkaneyslu en spáð var í júní. Að samanlögðu eru horfur á meiri framleiðsluspennu á næsta ári en gert var ráð fyrir í júní. Hagvöxtur í fyrra meiri en áður var talið en minni árið 2003 Breytingar á metinni framleiðsluspennu næstu árin ráðast ekki aðeins af breytingum á spám um hagvöxt heldur getur endurskoðun á gögnum fyrri ára einnig haft töluverð áhrif. Hagstofa Íslands birti í september bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2004 sem sýnir töluvert meiri hagvöxt en fyrri áætlanir. Stærsta breytingin er að fjármunamyndun er talin hafa vaxið um 21% á milli áranna 2003 og 2004 í stað 12,8% áður. Hins vegar er nú talið að bæði einkaneysla og samneysla hafi vaxið minna en áður var talið. Þessar breytingar leiða til þess að hagvöxtur á árinu 2004 er talinn um einni prósentu meiri en áður eða 6,2%. Hagstofan birti endurskoðaðar tölur um þjóðhagsstærðir fyrir árin 1990-2004. Nokkur breyting hefur orðið á aðferðum hennar í samræmi við alþjóðlega þróun í gerð þjóðhagsreikninga. Við áætlun magn- og verðbreytinga er nú notuð svokölluð keðjutenging, þ.e.a.s. miðað er við verðhlutföll næsta árs á undan við áætlun magn breytinga á milli tveggja ára. Með því að miða við nýleg verðhlutföll ættu áætlanir um magnbreytingar að verða betri en áður. Þessi endurskoðun leiddi til nokkurrar breytingar á mælingu þjóð- hagsstærðanna. Þannig telst vöxtur einkaneyslu árið 2003 nú 5,8% en ekki 6,6% og hagvöxtur 3,6% í stað 4,2%. Hagvöxtur árin 2001 og 2002 telst hins vegar hafa verið 0,7 og 0,8 prósentum meiri en áður var talið (sjá nánari umfjöllun í rammagrein 1). Ramma grein 1 Þjóðhagsstærðir – keðjutenging og endurskoðun fyrir árin 1990-2003 Hagstofan birti nýjar tölur um helstu þjóðhagsstærðir 13. september sl. Tölur fyrir tímabilið 1990-2003 hafa verið endurskoðaðar og tekin upp árleg keðjutenging. Verð- og magnbreytingar milli tveggja ára eru nú áætlaðar út frá verðhlutföllum fyrra árs. Þessar breytingar eru síðan tengdar saman til að reikna út magnvísitölur og tímaraðir sem sýna þróun einstakra stærða á föstu verðlagi. Áður notaði Hagstofan verðhlutföll tiltekins árs í nokkur ár. Slík viðmiðunarár eru nefnd grunnár. Hagstofan notaði árið 1990 sem grunnár fyrir magnbreytingar þjóðhagstalna fyrir tímabilið 1990 til 1997 og árið 1997 fyrir tímabilið eftir 1997. Nú er í raun fyrra árið af hverju tveimur samliggjandi árum grunnár. Í allri hagfræði er mjög mikilvægt að skilja á milli verð- og magnbreytinga. Að keypt hafi verið mjólk fyrir 360 milljónir tiltekið ár og fyrir 480 milljónir árið eftir gefur takmarkaðar upplýsingar. Ef vitað er að mjólkin kostaði 36 kr. lítrinn fyrra árið en 60 kr. síðara 1997 1999 2001 2003 2005 2007 Mynd IV-1 Vöxtur einkaneyslu 1997-20071 1. Spá Seðlabankans 2005-2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 -2 -4 Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.