Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 52

Peningamál - 01.09.2005, Qupperneq 52
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 52 slíkar verðbólgutölur lítið tilefni til aðhaldssamrar peningastefnu. Við ákvarðanir í peningamálum er hins vegar leitast við að horfa til fram tíðar, hversu óviss sem hún kann að vera. Hækkun íbúðaverðs sem verið hefur helsta uppspretta verðbólgu á undanförnum tólf mánuðum er jafnframt einn helsti drifkraftur aukinnar einkaneyslu og einnig birtingarmynd mikillar umframeftirspurnar í þjóðarbúskapnum. Hátt eignaverð nú felur í sér umtalsverða örvun eftirspurnar og eykur framleiðsluspennu og þar með verðbólguþrýsting á næstu árum. Að auki felur hið háa gengi nú í sér auknar líkur á veikingu síðar, sem peningastefnan verður einnig að taka tillit til. Þegar horft er fram á veginn skiptir því ekki meginmáli hvernig verðbólgan er samansett nú, heldur hvað framvinda efnahagsmála í heild sinni felur í sér um verðbólguhorfur til næstu tveggja ára eða lengur. Að undanförnu hefur Seðlabankinn ekki talið þær nægilega góðar. Það er ástæða þess að bankinn hefur hækkað stýrivexti um ríflega 4 prósentur frá vori 2004, en ekki liðin verðbólga, þótt hún hafi reyndar allan þann tíma verið yfir verðbólgumarkmiðinu. Hátt gengi og eignaverð skapa aukna óvissu við hagsveifluskil14 Er fram líða stundir kann að skipta nokkru máli að verðbólgan nú skuli að miklu leyti drifin áfram af hækkun eignaverðs. Íbúðaverð kynni á einhverjum tímapunkti að lækka. Þau tímamót er erfitt að sjá fyrir, en þegar það gerist gætu áhrif þess á eftirspurn orðið veruleg. Reyndar kann það eitt að verðið hætti að hækka að hafa umtalsverð áhrif ef vöxtur einkaneyslu hefur að verulegu leyti verið fjármagnaður með því að heimilin hafa gengið á eigið fé sem myndast hefur við að íbúðir þeirra hækkuðu í verði. Þá kann að koma upp sú staða að aðhald í peningamálum sem til þessa hefur lítið bitnað á einstaklingum geri það svo að um munar. Hagsveifluskil eða umskipti á eignamörkuðum eru hins vegar sjaldnast fyrirsjáanleg. Hið sama á við um gengisþróun. Útgáfa er lendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum, sem nánar er greint frá á bls. 68, eykur enn á óvissuna og gæti hugsanlega aukið sveiflurnar. Í ljósi þess að frávik fasteignaverðs, gengis, eftirspurnar og ytri jafnaðar frá langtímajafnvægi er um þessar mundir meira en áður hefur þekkst má fullyrða með meiri vissu en oft áður að slík aðlögun mun eiga sér stað, en tímasetning hennar og umfang er samt sem áður óvíst. Þótt flestir telji líklegt að hagsveifluskil muni tengjast endalokum þess framkvæmdaskeiðs sem stendur yfir í ár og á næsta ári er nákvæm tímasetning og hraði breytinga háður of mörgum óvissum breytum, t.d. viðskiptakjörum, afla, erlendum vöxtum, gengi, eignaverði og aðgerðum hins opinbera, til þess að hægt sé að gera sér fulla grein fyrir eðli og umfangi aðlögunar. Jafnframt verður það aðlögunarskeið sem gæti hafist innan fárra ára hið fyrsta við núverandi skipan peningamála. 14. Hagsveifluskil eru skilin milli uppsveiflu og niðursveiflu sbr. á ensku turning point.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.