Peningamál - 01.09.2005, Side 60

Peningamál - 01.09.2005, Side 60
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 60 verðbólgu innan þeirra marka. Í öðrum löndum, eins og hér á landi, skilgreina þolmörkin einungis stærð frávika sem telja má eðlileg miðað við undirliggjandi sveifl ur í verðbólgu og er þá verðbólga utan þol- marka talin kalla á sérstaka skýringu frá seðlabankanum. Í þessum löndum hefur þó yfi rleitt verið lögð áhersla á að þolmörkin hafi ekkert eiginlegt hlutverk við ákvarðanir í peningamálum, þar sem ávallt sé mið að við hið tölulega punktmarkmið við ákvarðanir og að eðlilegt geti verið að verðbólga fari stundum út fyrir þolmörkin. Þriðji dálkur töfl unnar sýnir hversu oft verðbólga hefur verið utan þolmarka á hverjum tíma í löndunum 21. Þar kemur t.d. í ljós að verðbólga hefur aldrei farið út fyrir þolmörkin í Bretlandi og Taílandi en hefur verið utan þeirra í rúmlega 80% tilvika á Filippseyjum, Ísrael og Tékklandi. Hér á landi hefur verðbólga verið utan þolmarka í þriðjungi tilvika, sem er í samræmi við reynslu annarra iðnríkja, en þó ber að hafa í huga að þolmörkin hér eru heldur víðari en almennt í iðnríkjum (3% hér en yfi rleitt 2% í öðrum iðnríkjum; sjá Þórarinn G. Pétursson, 2004). Miðað við staðalfrávik frávika og að því gefnu að frávikin séu normaldreifð hefði mátt búast við því að verðbólga hér á landi hefði verið utan þolmarka í 45% tilvika.4 Tíðni frávika hefur því verið heldur minni en gera hefði mátt ráð fyrir miðað við normaldreifð frávik. Eins og sjá má í fjórða dálki töfl unnar hefur tölugildi frávika frá þolmörkum verið stærst að meðaltali í Brasilíu og Suður-Afríku. Hér á landi hafa frávikin verið um 1,7% að meðaltali sem er töluvert hærra en í öðrum iðnríkjum, þrátt fyrir nokkru víðari þolmörk en almennt gerist og helgast það af mikilli verðbólgu á fyrsta ári verðbólgumark- miðsins, eins og fyrr var getið.5 Að lokum sýnir tafl an meðalfjölda ársfjórðunga sem verðbólgan hefur verið utan þolmarka. Lengst hefur verðbólgan verið utan þol- marka í Noregi, sl. tæplega þrjú ár. Að meðaltali hefur verðbólga verið utan þolmarka í þrjá ársfjórðunga hér á landi sem er heldur styttri tími en að meðaltali í öðrum iðnríkjum. Almennt séð virðast hins vegar frávik vera tiltölulega skammvinn miðað við tafi r í miðlun peningastefn- unnar, sem yfi rleitt eru taldar vera um tvö ár. Það bendir aftur til þess að seðlabankar bregðist við fyrirsjáanlegum rofum þolmarka nokkru áður en að þeim kemur. Niðurstaða Niðurstaða þessa samanburðar er sú að frávik frá verðbólgumarkmiði hafa verið stærri hér á landi en í öðrum iðnríkjum enda hagsveifl ur meiri. Stærstan hluta þessara frávika má hins vegar rekja til verðbólgu- tímabilsins í kjölfar þess að bankinn hvarf frá fastgengisstefnu árið 2001 og því líklegt að staðalfrávik frávika sé meira en gera má ráð fyrir í framtíðinni. Tíðni verðbólgu utan þolmarka er hins vegar í ágætu sam- ræmi við reynslu annarra iðnríkja og það sem búast mætti við miðað við undirliggjandi sveifl ur í verðbólgu á tímabilinu. Tímabil verðbólgu utan þolmarka hafa einnig verið tiltölulega stutt hér á landi. 4. Vídd þolmarkanna fer úr 5% árið 2001 í 3,5% árið 2002 og í núverandi 3% vídd frá árinu 2003. Miðað við 2,3% staðalfrávik frávika frá verðbólgumarkmiðinu ættu þolmörkin að meðaltali að innihalda um 55% líkindadreifingar verðbólgunnar á öllu tímabilinu, þ.e. í 45% tilvika ætti verðbólga að vera utan þeirra miðað við normaldreifð frávik. 5. Miðað við tímabilið frá árinu 2003 er tölugildi frávika frá þolmörkum 0,4%.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.