Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 44

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 44 Verðbólguspá Seðlabankans Verðbólguspáin sem Seðlabankinn birtir í þessu hefti Peningamála sýnir enn einu sinni meiri verðbólgu til næstu tveggja ára en samrýmist verðbólgumarkmiði bankans. Reyndar hafa verðbólguhorfur versnað á heildina litið, einkum á næsta ári. Eftir að Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá voru stýrivextir bankans hækkaðir um 0,5 prósentur í 9,5%. Á sama tíma hefur gengi krónunnar styrkst um 7½%. Í grunnspánni sem greint er frá hér á eftir er gengið út frá því að gengisvísitala erlendra gjaldmiðla haldist óbreytt í grennd við 108 stig á spátímabilinu og að stýrivextir verði óbreyttir út tímabilið. Þrátt fyrir þessar aðhaldssömu forsendur eru verðbólguhorfurnar lakari en í júní. Spá sem byggist á breytilegum vöxtum og gengi er einnig birt hér á eftir. Fylgi vextir nokkurn veginn væntingum markaðsaðila mun það samkvæmt þessari spá leiða til lækkunar á gengi krónunnar og fljótlega meiri verðbólgu en í grunnspánni. Forsendur hvorugrar spárinnar eru fyllilega raunhæfar, en þær undirstrika að ósennilegt er að verðbólgumarkmiðið náist nema töluvert meira aðhalds verði gætt á næstu mánuðum en felst í væntingum markaðarins. Vaxandi innlendur verðbólguþrýstingur... Eins og í fyrri verðbólguspám Seðlabankans á þessu ári er helsta orsök aukinnar verðbólgu á næstu tveimur árum veruleg og vaxandi spenna á innlendum vörumarkaði sem rekja má til kröftugs vaxtar innlendrar eftirspurnar sem er mun meiri en þjóðarbúskapurinn getur með góðu móti annað. Slakinn í þjóðarbúskapnum árið 2002 virðist nú hafa verið heldur minni en áður var talið og vannýtt framleiðslugeta með öllu horfin þegar líða tók á árið 2003. Útlit er því fyrir heldur meiri framleiðsluspennu á spátímabilinu en í síðustu spá og er nú gert ráð fyrir að hún geti orðið allt að 5% á næsta ári að óbreyttu aðhaldsstigi peningastefnunnar og gengi krónunnar. Þetta er heldur meiri spenna í hátoppi hagsveiflunnar á næsta ári en spáð var í sumar og mun meiri en í hátoppi síðustu uppsveiflu árið 2000. Reyndar þarf að fara aftur til ársins 1980 til að finna viðlíka ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. eftir tólf mánuði og að eftir tvö ár hafi krónan veikst enn frekar og vísitalan verði þá um 130. Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir um 0,5 prósentur þann 7. júní sl., í 9,5%. Sérfræðingarnir virðast reikna með að það hilli undir lok vaxtahækkana því að þeir spá 9,3 stýrivöxtum að ári og 7,4% eftir tvö ár. Hvort tveggja er lægra en sömu aðilar spáðu í maí. Athygli vekur hvað greiningaraðilar eru bjartsýnir um tímasetningar upphafs vaxtalækkunarferlis Seðlabankans miðað við þær verðbólguhorfur sem þeir telja framundan. Virðast þeir telja að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferlið tiltölulega snemma þrátt fyrir að verðbólga sé vaxandi og langt yfir verðbólgumarkmiði bank ans. Töluverður munur er á spám um verðþróun hlutabréfa en svo hefur verið allt frá ársbyrjun. Einn aðili spáir lækk un næsta árið en aðrir að verð muni stíga enn frekar. Loks telja allir að lát verði á hækkun húsnæðisverðs eftir miklar verðhækkanir síðustu misseri. Sérfræðingarnir búast þó alls ekki við verðfalli á fasteignum næstu tvö árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.