Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 5
INNGANGUR P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 5 stýrivextir Seðlabankans hæstir 11,4% og raunstýrivextir ríflega 7%. Nokkuð vantar enn á að aðhald peningastefnunnar sé orðið álíka mikið og það varð mest á þessu tímabili. Jafnframt er ljóst að ofþenslan á þessu ári mun verða enn meiri en þá. Vert er að huga vel að þessu því að eftir á að hyggja virðist aðhald peningastefnunnar á árunum 1999 til 2001 ekki hafa verið nægilegt. Ef verðbólguvæntingar hefðu haldist í samræmi við verðbólgumarkmiðið mætti hugsanlega ná sambærilegu aðhaldi með lægri stýrivöxtum. Annað er hins vegar uppi á teningnum. Verð- bólguvæntingar umfram markmið virðast hafa grafið um sig, jafnvel til lengri tíma litið. Greiningardeildir og aðrir sem móta viðhorf virðast gera ráð fyrir því að Seðlabankinn muni leyfa verðbólgu að aukast langt upp fyrir verðbólgumarkmið bankans og haldast þar án þess að aðhafast nokkuð. Fyrir vikið gæti hann þurft að hækka stýrivexti sína meira en áður hefur þótt sennilegt til að ná verðbólguvæntingum niður í átt að markmiðinu. Jafnframt er líklegt að lengur þurfi að beita ströngu aðhaldi en áður hefur verið talið. Væntingar markaðsaðila um að stutt sé í að stýrivextir nái hámarki og muni fljótlega lækka á ný eru óraunsæjar og tefja fyrir miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið. Í september var verðbólga í annað skipti á þessu ári meira en 1½% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Greinargerð til ríkisstjórnarinnar sem birt var hinn 19. þessa mánaðar af því tilefni er að finna í ritinu. Samkvæmt grunnspánni sem kynnt er í þessu hefti Peningamála verður verðbólgumarkmiðinu ekki náð fyrr en á árinu 2008 verði stýrivextir ekki hækkaðir frekar. Það er lengri tími en hægt er að sætta sig við, sérstaklega í ljósi þess að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar haldist mjög sterkt í þeirri spá. Seðlabankinn mun því ótrauður vinna áfram að því að verðbólgumarkmiðinu verði náð á ný á spátímabilinu. Til þess hefur bankinn nægilega öflug tæki þótt sviptivindar á gjaldeyrismörkuðum kynnu að bera verðbólgu tímabundið af réttri leið. Spá sem byggist á markaðsvæntingum um vexti og breytilegu gengi undirstrikar óvissuna sem tengist gengis- þróuninni. Verðbólguspár eru hins vegar aðeins tæki til greiningar – ekki endanlegur sannleikur. Óvissan um líklega langtímaaðlögun gengis krónunnar, eignaverðs, ytri jafnaðar og erlendra vaxta veldur því að spár til tveggja ára kunna að gefa ranga mynd af því sem þá verður uppi á teningnum. Nýlegir hagvísar og verðbólguhorfur benda þó ótvírætt til þess að þörf sé á að auka aðhald enn frekar. Bankinn hefur því ákveðið að hækka stýrivexti sína um 0,75 prósentur. Með því að taka svo stórt skref að þessu sinni tekst vonandi að sannfæra einstaklinga, fyrirtæki og fjármálamarkaðinn um að Seðlabankanum sé full alvara með að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiði bankans á næstu tveimur árum og til lengri tíma þótt það kunni um tíma að koma hart niður á ýmsum atvinnugreinum. Dýrkeyptara verður að láta reka á reiðanum og leyfa verðbólgunni að festa sig í sessi því að þá verður enn kostnaðarsamara að ná henni niður síðar. Draga má úr hliðaráhrifum strangs peningalegs aðhalds með aðhaldi í atvinnulífi og hjá hinu opinbera og síðast en ekki síst með varfærni í útlánum lánastofnana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.