Peningamál - 01.09.2005, Side 24

Peningamál - 01.09.2005, Side 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 24 Einkaneysla Seðlabankinn spáir nú meiri vexti einkaneyslu á þessu ári en hann gerði í júní, eða rúmlega 10% í stað 8%. Útlit er fyrir að vöxtur einka- neyslu á næsta ári verði einnig kröftugur en að draga muni úr honum þegar kemur fram á árið 2007. Útlit fyrir meiri vöxt einkaneyslu á þessu ári en áður var talið Eins og áður hefur komið fram var vöxtur einkaneyslu á fyrri hluta þessa árs meiri en spáð var á árinu öllu í júní sl. Helstu vísbendingar um einkaneyslu benda til að ekki hafi hægt á vextinum á þriðja fjórðungi ársins nema síður sé. Greiðslukortavelta jókst um tæplega 12,4% að raungildi á fyrstu átta mánuðum ársins en innanlandsvelta greiðslukorta um 10,7% og dagvöruveltu um 9,4%. Innflutningur neysluvöru jókst á sama tíma um 26% að raungildi (þar af jókst inn- flutningur bifreiða til einkanota um 61% og innflutningur varan legrar neysluvöru um 39%). Hátt gengi krónunnar hefur greinilega ýtt undir eftirspurn eftir innfluttum vörum og þjónustu, einkum bifreiðum til einkanota og annarri varanlegri neysluvöru. Kröftugur vöxtur hreins auðs stendur undir vexti einkaneyslu Ef spá Seðlabankans gengur eftir verður vöxtur einkaneyslu í ár tölu vert meiri en áætlaður vöxtur kaupmáttar ráðstöfunartekna á þessu ári, sem er um 3,5%. Þetta felur í sér að sparnaður heimilanna minnkar. Seðlabankinn áætlar að skuldir heimilanna hafi hækkað um 153 ma.kr. eða um 15% að raungildi frá lokum júní 2004 til jafnlengdar á þessu ári. Á sama tíma hefur verðmæti eigna heimilanna eins og íbúða og hlutabréfa aukist enn meira. Samkvæmt verðvísitölu Fasteignamats ríkisins var raungildi íbúðaverðs, miðað við vísitölu neysluverðs, 35% hærra í júní í ár en á sama tíma í fyrra. Á sama tíma hækkaði raungildi hlutabréfaverðs um 41%. Því er ljóst að eignir heimilanna hafa vaxið töluvert meira en skuldirnar. Samkvæmt skattframtölum hækkaði verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga um 192 ma.kr. á síðasta ári og var í lok ársins 1.364 ma.kr. Á sama tíma hækkaði eignarskattstofn einstaklinga um 143 ma.kr. eða að raungildi um 12,5% en framtaldar skuldir einstaklinga hækkuðu um 100 ma.kr. eða rétt undir 11% að raungildi og námu 757 ma.kr. í lok ársins. Þessi tala er heldur lægri en áætlun Seðlabankans sem gerir ráð fyrir að skuldir heimilanna hafi numið 877 ma.kr. í lok ársins 2004. Tafla IV-1 Þjóðhagsstærðir á fyrri og seinni árshelmingi 2005 Fyrri hluti árs 2005 Seinni hluti árs 2005 miðað við spá Seðla- bankans í júní 2005 Einkaneysla 11,6 4,5 Samneysla 3,7 1,3 Fjármunamyndun 21,9 47,7 Þjóðarútgjöld 11,2 13,6 Útflutningur 4,7 3,3 Innflutningur 21,1 15,9 Verg landsframleiðsla 4,9 8,3 2001 2002 2003 2004 2005 Mynd IV-3 Væntingavísitala Gallup (vinstri ás) Vöxtur einkaneyslu (hægri ás) Einkaneysla og væntingavísitala Gallup1 1. ársfj. 2001 - 2. ársfj. 2005 1. Væntingavísitala í lok ársfjórðungs. Heimildir: Hagstofa Íslands og IMG Gallup. 60 75 90 105 120 135 -10 -5 0 5 10 15 Vísitala Magnbreyting frá fyrra ári (%) 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Mynd IV-2 Vöxtur einkaneyslu og innflutnings neysluvöru á fyrri árshelmingi 1998-2005 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 Einkaneysla Innflutningur neysluvöru Heimild: Hagstofa Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.