Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 38 Fræðilega eiga viðskiptajöfnuður og fjármagnsjöfnuður að standast á, því að afgangi á viðskiptajöfnuði er varið til er l endr ar fjárfestingar og/eða skuldalækkunar en viðskiptahalli er fjár magn- aður með erlendri lántöku eða með því að ganga á eignir. Í reynd er þessu þó ekki þannig farið þar sem allir liðir greiðslujafnaðar eru mældir sjálfstætt óháð raunverulegum greiðslustraumum. Skekkj ur og vantalið er afgangsstærð, þ.e. nettóliður, og geta því skekkj- urn ar í einstökum liðum greiðslujafnaðar jafnast út ef þær hafa mis munandi formerki. Skekkjuliðurinn segir því ekki allt um gæði greiðslujafnaðaruppgjörs og lítill skekkjuliður þarf ekki að þýða betri gæði í útreikningi greiðslujafnaðar. Þrjár meginskýringar eru á ófullkominni mælingu greiðslu- jafnaðar. Í fyrsta lagi getur verið um tímaskekkju að ræða. Einstaka liðir eru ekki mældir á „réttum“ tíma miðað við raunverulegan greiðslu straum, t.d. skipakaup, lántaka, verðbréfakaup o.s.frv. Að öðru óbreyttu (verði og gengi) jafnast tímaskekkja út yfir fleiri upp gjörstímabil. Í öðru lagi getur verðskekkja átt sér stað. Verð á einstökum lið er ekki „rétt“ mælt, hvorki í erlendri mynt né íslenskum krónum. Hér á landi hafa stöðugar gengisbreytingar aukið þennan vanda og þá sérstaklega samfara tímaskekkju í mælingu. Í þriðja lagi getur röng mæling greiðslujafnaðar verið vegna magnskekkju. Einstaka liðir geta verið of- eða vantaldir vegna mistaka í skýrslugerð eða í áætlun um viðskipti eða fjármagnshreyfingar milli innlendra og erlendra aðila. Á mynd 1 sést að sem hlutfall af heildarflæði viðskipta- og fjár- magnshreyfinga hefur liðurinn skekkjur og vantalið vaxið samhliða mikilli aukningu heildarflæðisins. Þráláta neikvæða skekkju má að öll um líkindum rekja til vantalinnar fjárfestingar Íslendinga erlendis. Afnám gjaldeyriseftirlits og ný fjárfestingartækifæri ásamt hræringum stofnana á fjármálamarkaði hafa ekki auðveldað upplýsingaöflunina undanfarin ár og eru ein ástæða aukinnar skekkju. Á árunum 1995 til 2000 var skekkjuliðurinn ávallt neikvæður sem bendir til kerf is lægrar skekkju. Helsta skýring gæti verið áðurnefnt aukið frelsi til fjármagnsflutninga og þá helst vegna þess að ekki hafi nægi lega tímanlega verið hugað að breytingum í upplýsingaöflun vegna breytinga á gjaldeyrisreglum. Við afnám takmarkana á gjald eyrisviðskiptum féllu niður upplýsingar sem gjaldeyriseftirlit Seðla bankans aflaði áður, t.d. um gjaldeyrisskil vegna útflutnings (ógreidd ur útflutningur). Sveiflur í ársfjórðungsskekkjum hafa einn- ig aukist en þær jöfnuðust nokkuð út yfir hvert almanaksár fram til ársins 1996. Ársfjórðungsuppgjör greiðslujafnaðar eru í fyrstu bráða birgðatölur sem oftast þarf að leiðrétta vegna síðbúinna upp lýsinga. Í árslok eru ársfjórðungstölur lagaðar að upplýsingum sem fengnar eru með könnunum, s.s. um hugbúnaðarútflutning, beina fjárfestingu og erlendar lánahreyfingar einkageirans. Frá árinu 1997 hefur skekkjuliðurinn vaxið umtalsvert í krónum talið sam fara auknum viðskiptum og fjármagnshreyfingum við útlönd. Á mynd 3 sést ársfjórðungslegur skekkjuliður í ma.kr. og einnig sem uppsafnaður skekkjuliður yfir fjóra og sextán ársfjórðunga. Reynsla annarra Norðurlanda var einnig sú að skekkjur jukust við afnám gjaldeyriseftirlits og takmarkana á fjárfestingu milli landa. Hann er því oftast talinn eiga rætur í fjármagnsjöfnuði við útlönd. Þetta er ekki einhlít skoðun, því að Svíar fundu eftir mikla eftir- grennslan vantalda þjónustu í innbyrðis viðskiptum fjölþjóðlegra móður- og dótturfyrirtækja. Á mynd 4 er skekkjuliður greiðslujafnaðar nokkurra landa sýndur í hlutfalli við heildarviðskipti og fjármagnsflæði eins og hann var að meðaltali á árunum 2000-2004. Skekkjuliður Noregs er 0 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 0 1 2 3 4 5 6 7 Skekkjur og heildarflæði viðskipta- og fjármagnshreyfinga 1990-20051 Mynd 1 1. Gildi fyrir árið 2005 eiga einungis við fyrri helming ársins. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heildarflæði (vinstri ás) Skekkjur sem % af heildarflæði (hægri ás) 300 600 900 1.200 1.500 1.800 2.100 Ma.kr. % 0 2 4 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 Skekkjur og viðskiptajöfnuður sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1991-20051 Mynd 2 1. Gildi fyrir árið 2005 eiga einungis við fyrri helming ársins. Heimild: Seðlabanki Íslands. Skekkjur sem % af VLF Viðskiptajöfnuður sem % af VLF -12 -10 -8 -6 -4 -2 % af VLF 0 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 Skekkjur og vantalið 1. ársfj. 1991 - 2. ársfj. 2005 Mynd 3 Heimild: Seðlabanki Íslands. Skekkjur og vantalið yfir 4 ársfjórðunga, nettó Skekkjur og vantalið yfir 16 ársfjórðunga, nettó -180 -150 -120 -90 -60 -30 30 60 Ma.kr. Skekkjur og vantalið, nettó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.