Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 33
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
33
þeirra yrði lítill og minnkandi. Líklegt virðist að hátt fasteignaverð
verði sveitarfélögunum áfram drjúgt á næsta ári og líkur eru á tæplega
1 ma.kr. aukaframlagi ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Með því
dregur enn úr hallanum og árið 2007 gæti jafnvel orðið afgangur
á rekstri sveitarfélaganna á mælikvarða þjóðhagsreikninga. Á móti
kemur að nokkur áhætta er enn vegna kosninga á árinu 2006. Árið
2007 verða hins vegar kosningar afstaðnar og betra færi á aðhaldi.
Afgangur á opinberum rekstri að mestu vegna hagsveiflunnar
Eins og áður hefur komið fram gerir Seðlabankinn ráð fyrir að vöxtur
samneyslu í heild verði um 3% á næsta ári og rúmlega 2½% árið
2007, sem í báðum tilvikum er undir hagvexti. Gert er ráð fyrir að
fjárfesting hins opinbera dragist saman á næsta ári um rúmlega 9%
en aukist verulega árið 2007 í takt við yfirlýst áform. Vegna mikils
hagvaxtar og eftirspurnar voru færð rök að því í greiningu bankans
í júní að afgangur á opinberum búskap á þessu ári gæti orðið um
1½% af landsframleiðslu og ríflega 2% á næsta ári. Hins vegar yrði
sveifluleiðréttur afgangur rétt yfir núlli bæði árin.
Síðan hefur tvennt gerst sem hefur áhrif á greininguna. Í fyrsta
lagi hefur mæld afkoma hins opinbera árið 2004 versnað um ríflega
½ prósentu af landsframleiðslu, en mat á framleiðsluspennu ársins
hefur hækkað lítillega. Meiri mældur halli fer óbreyttur inn í leiðrétta
afkomu, svo að nú er talinn hafa verið um ½% grunnhalli á rekstri
hins opinbera árið 2004 í stað jöfnuðar í júní. Þar sem tekju- og
gjaldaspár annarra ára eru byggðar á árinu 2004, reiknast einnig
tæplega ½% undirliggjandi halli árið 2005, þótt gert sé ráð fyrir að
eiginlegur jöfnuður verði jákvæður um 1½% af landsframleiðslu.
Afgangur á rekstri hins opinbera á þessu ári verður samkvæmt því
eingöngu vegna uppsveiflunnar og ríflega þó.
Í öðru lagi er nú spáð meiri hagvexti árið 2006 en gert var í
júní, en metin framleiðsluspenna hækkar tiltölulega lítið. Meiri vöxtur
hækkar tekjur frá því sem áætlað var í maí, en hér er ekki vikið
frá áætlunum ríkissjóðs frá síðasta ári um hóflegan útgjaldaauka,
enda liggur fjárlagafrumvarp fyrir árið 2006 ekki fyrir þegar þetta
er ritað. Með lítið breyttri framleiðsluspennu á næsta ári bætist
tekjuaukinn bæði við reiknaðan jöfnuð, sem gæti orðið rúmlega
3% af landsframleiðslu, og við grunnjöfnuð, sem virðist stefna í um
1% afgang. Það felur í sér að tvo þriðju hluta af líklegum afgangi
hins opinbera árið 2006 virðist mega rekja til hagsveiflunnar. Á
árinu 2007 er spáð minnkandi hagvexti. Einnig er gert ráð fyrir að
fjárfesting hins opinbera aukist verulega og sé að hluta til fjármögnuð
með söluandvirði Símans. Þá er gert ráð fyrir að mældur afgangur á
rekstri hins opinbera minnki, en verði þó áfram nálægt 2½% af vergri
landsframleiðslu þrátt fyrir miklar skattalækkanir, en grunnjöfnuður
verði áfram jákvæður, rétt yfir 1%.
Taka verður fram að þessir framreikningar eru byggðir á mjög
hóflegum forsendum um samneyslu og tilfærsluútgjöld ríkis og sveitar-
félaga. Eins og undanfarin misseri er ekki ástæða til að efast almennt um
stöðu opinbera geirans og þá sérstaklega ríkissjóðs. Hins vegar stend ur
sú spurning eftir hvort 1% grunnafgangur, um 10 ma.kr., sé tilhlýðilegt
framlag hins opinbera til að sporna gegn þenslu í þjóðarbú skap.
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007
Mynd V-2
Jöfnuður í opinberum búskap 2001-20071
% af VLF
Áætlun í september 2005
Áætlun í júní 2005 (til ársins 2006)
Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands.
1. Áætlun Seðlabanka Íslands 2005-2007.
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007
Mynd V-3
Grunnjöfnuður á opinberum búskap
2001-20071
% af VLF
Áætlun í júní 2005 (til ársins 2006)
Áætlun í september 2005
Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands.
1. Áætlun Seðlabanka Íslands 2005-2007.
-1,5
-1,0
-0,5
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5