Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
25
Spá Seðlabankans um vöxt einkaneyslu á þessu ári endurspeglar
að verðmæti eigna heimilanna hefur aukist umfram hækkun skulda
og haft svokölluð auðsáhrif á neyslu heimilanna. Lækkun langtíma-
raunvaxta og greiðari aðgangur að lánsfé á síðasta ári hefur einnig
haft hvetjandi áhrif á einkaneyslu. Talið er að þessara áhrifa muni
gæta fram á næsta ár en þá taki að draga úr vexti einkaneyslu enda
kemur það í kjölfar fjögurra ára þar sem árlegur vöxtur einkaneyslu
hefur verið um og yfir 6%.
Heimilin mjög bjartsýn um efnahagshorfur
Þessar aðstæður endurspeglast í afar jákvæðu mati almennings á
efnahagsástandinu og töluverðri bjartsýni um horfurnar. Væntinga-
vísitala Gallup er með hæsta móti um þessar mundir og mat á núverandi
ástandi hefur aldrei verið jákvæðara. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs
var vísitalan 6% hærri en hún var að meðaltali í fyrra og í ágúst 13%
hærri. Gallup kannaði einnig fyrirhuguð stórkaup, þ.e. kaup á bílum,
húsnæði eða utanlandsferðum. Í júní sl. var vísitala stór kaupa hin
næsthæsta frá upphafi, en hafði lækkað um tæplega fimm stig frá
marsmánuði. Þessi bjartsýni heimilanna um atvinnu- og tekjuhorfur
og að þau geti auðveldlega staðið undir greiðslubyrði nýrra lána ýtir
undir fjármögnun einkaneyslu með lánsfé.
Samneysla
Horfur á nokkru meiri vexti samneyslu í ár og á næsta ári en spáð
var í júní
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar var vöxtur samneyslu minni
á síðasta ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá, 2,8% samanborið við
3,6%. Þar af var vöxturinn rúmlega 4% hjá heilbrigðisstofnunum,
Tafla IV-2 Vísbendingar um einkaneyslu 2004 og á fyrstu átta mánuðum 2005
Nýjasta tímabil
Breyting miðað við
Ársfjórðungslegar tölur sama tímabil uppsafnað frá
2004:2 2004:3 2004:4 2005:1 2005:2 Mánuður í fyrra3 ársbyrjun
Dagvöruvelta (raunbreyting) 3,4 4,3 3,5 7,2 10,5 ágúst 2005 10,4 9,3
Greiðslukortavelta (raunbreyting)1 9,7 4,9 11,3 11,2 14,4 ágúst 2005 11,2 12,4
þar af innanlands 8,6 4,0 9,8 9,8 12,8 ágúst 2005 13,5 10,3
þar af erlendis 29,1 18,4 34,0 35,6 33,7 ágúst 2005 42,4 35,9
Bifreiðaskráning (fjölgun skráninga) 28,4 19,5 44,3 61,4 64,4 ágúst 2005 60,5 62,6
Almennur innflutningur (magnbreyting)2 18,7 13,6 16,0 15,1 17,5 júlí 2005 . 19,5
Innflutningur neysluvöru (magnbreyting)2 15,3 14,5 15,7 22,1 26,9 júlí 2005 . 26,0
Bifreiðar til einkanota2 24,2 24,6 35,0 56,7 66,0 júlí 2005 . 61,3
Varanlegar neysluvörur, t.d. heimilistæki2 19,4 16,3 17,1 36,3 38,5 júlí 2005 . 38,7
Hálfvaranlegar neysluvörur, t.d. fatnaður2 9,9 8,8 7,5 16,9 17,4 júlí 2005 . 17,5
Mat- og drykkjarvörur2 11,8 10,5 10,2 6,8 9,0 júlí 2005 . 8,5
Innflutningur fjárfestingarvöru án
skipa og flugvéla (magnbreyting)2 38,3 23,8 19,3 36,9 26,6 júlí 2005 . 28,4
Væntingavísitala Gallup -11,7 5,5 -3,2 -1,7 9,4 ágúst 2005 8,4 5,6
Mat á núverandi ástandi 13,8 23,1 19,8 21,2 34,6 ágúst 2005 32,9 30,7
Væntingar til sex mánaða -22,3 -3,5 -14,7 -13,7 -5,9 ágúst 2005 -7,8 -9,0
1. Greiðslukortavelta heimila og fyrirtækja, meginhluta hennar má rekja til heimila. 2. Ársfjórðungstölur miðast við tölur sem eru uppsafnaðar frá ársbyrjun til loka hvers ársfjórðungs.
3. Miðað er við tímabilið júlí til ágúst.
Heimildir: Bílgreinasambandið, Fasteignamat ríkisins, Hagstofa Íslands, Íbúðalánasjóður, Samtök verslunar og þjónustu, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári í %
nema annað sé tekið fram