Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 7
Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Verðbólguhorfur enn óviðunandi Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum hefur aukist verulega frá því að Seðlabankinn gaf út þjóðhags- og verðbólguspá í byrjun júní. Vöxtur þjóðarútgjalda, einkum einkaneyslu, hefur aukist, eignaverð og gengi krónunnar hækkað enn meira yfir langtímajafnvægi og viðskiptahalli stefnir í að verða meiri en áður hefur þekkst frá því að gerð þjóðhagsreikninga hófst. Verulegrar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans undanfarið ár hefur lítið gætt utan styttri enda óverðtryggða vaxtarófsins og í gengi krónunnar. Verðbólga hefur aukist undanfarna mánuði og líklegt er að það muni hafa neikvæð áhrif á verðbólguvæntingar sem gæti, ef ekkert er að gert, grafið undan aðhaldsstigi peningastefnunnar. Eins og greint er frá hér á eftir hafa verðbólguhorfur að óbreyttum stýrivöxtum versnað frá því í júní. Meiri húsnæðisverðbólga, sem halda mun uppi verðbólgu næstu mánuði, og aukin framleiðsluspenna munu vega þyngra en áhrif hærra gengis krónunnar. Ef tekið er mið af væntingum markaðsaðila um þróun stýrivaxta virðast horfurnar jafnvel enn lakari til lengri tíma litið. Því virðist ósennilegt að verðbólgumarkmiðinu verði náð nema stýrivextir bankans hækki meira og haldist lengur háir en markaðsaðilar hafa reiknað með til þessa. I Yfirlit þjóðhags- og verðbólguspár Forsendur nýrrar spár Eins og endranær byggist grunnspá Seðlabankans á því að stýrivextir haldist óbreyttir (9,5%) út spátímabilið og gengisvísitala krónunnar óbreytt frá spádegi, 12. september, þ.e. nálægt vísitölugildinu 108. Gengið sem miðað er við í spánni er 7½% hærra en í síðustu spá, en nálægt því gengi sem miðað var við í spánni sem birtist í mars sl. Einnig er birt spá sem byggist á stýrivaxtaferli sem lesa má út úr framvirkum vöxtum og gengisferli sem tekur mið af framvirkum vaxtamun.2 Verðbólguspá nær nú til þriðja ársfjórðungs 2007 og þjóðhagsspá fyrir árið 2007 er nú birt í fyrsta sinn. Horfur á enn meiri vexti innlendrar eftirspurnar en áður var spáð Samkvæmt endurskoðuðum tölum frá Hagstofu Íslands var hagvöxtur á síðasta ári töluvert meiri en áður var talið og munar þar mestu um meiri vöxt fjármunamyndunar. Spáð er áframhaldandi kröftugum hagvexti á næstu þremur árum, þótt heldur dragi úr vextinum á árinu 2007. Á yfirstandandi ári er reyndar gert ráð fyrir heldur minni hagvexti en í síðustu spá bankans, þrátt fyrir nánast sama vöxt innlendrar eftirspurnar. Gætir þar áhrifa hærra gengis krónunnar sem eykur inn- flutning og ýtir þar með eftirspurninni út úr þjóðarbúskapnum. Gert er ráð fyrir verulegum vexti innlendrar eftirspurnar á þessu og næsta ári, sem drifinn er áfram af miklum vexti einkaneyslu bæði árin og fjármunamyndunar í ár. Á næsta ári eru hins vegar horfur á 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem fyrir lágu 21. september 2005, en spár byggjast á upplýsingum til 12. september. 2. Framvirku vextirnir gefa vísbendingu um væntingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta á næstu árum. Með sambærilegum framvirkum erlendum vöxtum fæst væntur vaxtamunur við útlönd sem gefur væntan gengisferil út frá óvörðu vaxtajafnvægi (e. uncovered interest rate parity). Nánari skýringu á þessum ferlum er að finna í kafla VIII.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.