Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 30
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
3
30
en spáð var í júní, eða 5½%. Hins vegar er spáð meiri hagvexti á næsta
ári, eða rúmlega 6½%. Seðlabankinn birtir í fyrsta skipti spá fyrir árið
2007 og gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði áfram nokkuð kröftugur
eða tæplega 5%. Rétt er að undirstrika að grunnspá bankans gengur
út frá óbreyttu gengi krónunnar og stýrivöxtum út spátímabilið.
Framleiðsluspenna í sögulegum hæðum
Mat á framleiðsluspennu er mikilvægt tæki til að greina ástand og
horfur í efnahagsmálum.4 Í fyrsta lagi er framleiðsluspenna mæli-
kvarði á spennu eða slaka í þjóðarbúskapnum og því um leið mæli-
kvarði á undirliggjandi verðbólguþrýsting. Í öðru lagi gefur mæling á
framleiðsluspennu til kynna hvort rætur hagvaxtar sé að finna í aukinni
framleiðslugetu eða ofþenslu á mörkuðum. Þetta er mikilvægt, því að
ástæðulaust er að bregðast við aukinni framleiðslugetu, en brýnt að
hamla gegn ofþenslu. Vand inn er hins vegar sá að framleiðsluspennu
er ekki hægt að mæla með beinum hætti, heldur verður að nota
upplýsingar frá öðrum hag stærðum til að meta hana.
Það mat á framleiðsluspennu sem hér birtist bendir til mikillar
ofþenslu í íslenskum þjóðarbúskap. Framleiðsluspenna árin 2004-2006
er nú metin meiri en gert var í júní og nær hún hámarki á næsta ári
og mun þá nema tæplega 5% af framleiðslugetu, en nokkuð dregur
úr henni árið 2007. Endurmat á hagvexti síðustu ára og vaxtarhorfum
næstu tveggja ára skýrir að mestu leyti þá breytingu sem orðið hefur
á matinu. Gangi spáin eftir yrði þetta mesta framleiðsluspenna frá
lokum níunda áratugarins. Leita þarf aftur til ársins 1980 til að finna
álíka spennu og spáð er á næsta ári. Sögulegur samanburður er þó
háður þó nokkrum takmörkunum vegna þeirra kerfisbreytinga sem
hafa átt sér stað í efnahagslífinu undanfarna tvo áratugi. Enn er rétt
að minna á að spáin er byggð á þeirri forsendu að gengi krónunnar
og stýrivextir haldist óbreyttir á spátímanum.
Í stuttu máli hefur hagvexti vaxið ásmegin frá því að efnahagslífið
reis upp úr öldudalnum árið 2002 og útlit er fyrir að framleiðsluspenna
nái hámarki á næsta ári. Án frekara aðhalds peningastefnunnar eru
því horfur á vaxandi verðbólgu.
4. Í viðauka 2 í Peningamálum 2005/1, bls. 55-58, var gerð grein fyrir aðferðafræði Seðla-
bank ans við mat á framleiðsluspennu.
1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006
Mynd IV-14
Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki
1992-20071
1. Spá Seðlabanka Íslands fyrir árin 2005-2007.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
-5
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
5
% af framleiðslugetu