Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 36
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
36
umheiminum á öðrum ársfjórðungi. Alls var hrein staða þjóðarbús-
ins neikvæð um sem nemur 119% áætlaðrar landsframleiðslu ársins.
Erlendar skuldir jukust alls um 646 ma.kr. fyrstu sex mánuði ársins.
Bein fjárfesting Íslendinga erlendis jókst um 75 ma.kr. á öðrum árs-
fjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra en bein fjárfesting útlendinga
á Íslandi jókst á sama tíma um 35 ma.kr.
Hreinar erlendar vaxta- og arðgreiðslur sem hlutfall af útflutn-
ingstekjum hafa aukist til muna milli ára. Á fyrri helmingi ársins 2005
námu þessar greiðslur um 9% af heildarútflutningstekjum Íslands en
16% á fyrri helmingi þessa árs. Hækkun erlendra vaxta mun að öllum
líkindum auka á þessa neikvæðu þróun á næstunni. Á móti vegur hins
vegar að búast má við auknum útflutningstekjum af álframleiðslu.
Ísland í sérflokki meðal OECD-ríkja
Að því er varðar viðskiptahallann sker Ísland sig verulega úr í sam-
anburði við önnur OECD-ríki (sjá mynd VII-4), þótt mörg ríki glími
við halla á utanríkisviðskiptum um þessar mundir. Árið 2005 nam við-
skiptahalli við útlönd um 16,2% af landsframleiðslu. Sé horft á þróun
viðskiptahalla OECD-ríkja frá árinu 1960 eru þau ríki sem komast hvað
næst okkur Portúgal, þar sem viðskiptahalli nam um 15% árið 1982,
Írland með tæplega 13% halla árið 1981 og Noregur með ríflega 12%
halla árið 1977.
Þrátt fyrir mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum hér á landi virðast
erlendir fjárfestar ekki hafa misst áhugann á að gefa út skuldabréf í
íslenskum krónum. Mjög dró úr útgáfunni í lok fyrsta ársfjórðungs og
var útgáfa nýrra bréfa mjög lítil framan af sumri. Um mitt ár glædd-
ist hún hins vegar að nýju og hefur aukist jöfnum skrefum síðan þá
þótt mánaðarlegar útgáfur hafi enn ekki náð sama umfangi og þegar
mest varð haustið 2005 og í byrjun þessa árs (sjá mynd VII-6). Hærri
skammtímavextir og aukin bjartsýni um stöðu íslenskra banka kann
að hafa ýtt undir þessi viðskipti. Skýringa er þó líklega ekki síður að
leita erlendis því að vaxtamunarviðskipti (e. carry trade) hafa einnig
aukist að nýju í öðrum „hávaxtalöndum“ eftir lægð á svipuðum tíma
og hér á landi.
Eins og fjallað er um í kafla III hefur vaxtamunur við útlönd auk-
ist verulega á síðustu mánuðum. Þrátt fyrir að stýrivextir hafi hækkað í
flestum OECD-ríkjum undanfarna mánuði hafa stýrivextir Seðlabanka
Íslands hækkað hlutfallslega meira. Frá júníbyrjun hefur Seðlabankinn
hækkað stýrivexti um 1,75 prósentur og skammtímavaxtamunur við
útlönd aukist um tæpar 1,3 prósentur (sjá mynd VII-7).
Erfitt er að ráða í hvað vaxtamunarviðskiptin fela í sér um lang-
tímastyrk krónunnar. Mikilvægur prófsteinn á stöðugleika hennar var
um miðjan september þegar kom að fyrstu lotu gjalddaga krónubréfa.
Krónan veiktist lítillega daginn sem um 30 ma.kr. komu á gjalddaga
en hafði hins vegar styrkst töluvert dagana þar á undan. Þá vikuna
styrktist krónan um 1½% og því vandséð að gjaldeyrisyfirfærslur
vegna uppgreiðslu á krónubréfum þennan dag hafi haft marktæk
áhrif á gengi krónunnar. Þetta kemur heim og saman við reynslu
Nýsjálendinga þar sem vaxtamunarviðskipti hafa verið stunduð um
árabil. Hitt er annað mál að margir fjárfestar kunna að hafa lokað
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd VII-3
Erlend staða og greiðslur
Ársfjórðungstölur 1. ársfj. 2000 - 2. ársfj. 2006
Ma.kr.
Hreinar vaxta- og arðgreiðslur, í hlutfalli við útflutnings-
tekjur (v. ás)
Erlend staða þjóðarbúsins (h. ás)
% af útflutningstekjum
-10
-5
0
5
10
15
20
25
30
0
-200
-400
-600
-800
-1.000
-1.200
-1.400
-1.600
2006200520042003200220012000
Mynd VII-4
Viðskiptajöfnuður OECD-ríkja 2005
% af VLF
Heimildir: OECD, Reuters EcoWin.
-20
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
N
or
eg
ur
Sv
is
s
Lú
xe
m
bo
rg
H
ol
la
nd
Sv
íþ
jó
ð
Þý
sk
al
an
d
Ja
pa
n
D
an
m
ör
k
Fi
nn
la
nd
K
an
ad
a
Su
ðu
r-
K
ór
ea
Be
lg
ía
A
us
tu
rr
ík
i
Ev
ru
sv
æ
ði
ð
M
ex
ík
ó
Pó
lla
nd
Ít
al
ía
Ír
la
nd
Fr
ak
kl
an
d
Té
kk
la
nd
Br
et
la
nd
Á
st
ra
lía
Ty
rk
la
nd
Ba
nd
ar
ík
in
U
ng
ve
rja
la
nd
Sp
án
n
G
rik
kl
an
d
N
ýj
a-
Sj
ál
an
d
Sl
óv
ak
ía
Po
rt
úg
al
Ís
la
nd
Mynd VII-5
Gengi gjaldmiðla nokkurra hávaxtalanda
gagnvart Bandaríkjadal
2. janúar 2006 - 10. október 2006
2 jan. 2006 = 100
Heimild: Reuters EcoWin.
75
80
85
90
95
100
105
110
okt.sept.ágústjúlíjúnímaíaprílmarsfeb.jan.
.
Suður-afríska randið
Ungverska forintan
Tyrkneska lýran
Íslenska krónan
Ný-sjálenski dalurinn