Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 44
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
44
í kjölfarið og náði árshækkun þjónustuverðlags hámarki ári seinna, á
fyrsta fjórðungi ársins 2002. Verðlag þjónustu einkaaðila er ekki heldur
ónæmt fyrir breytingum á gengi krónunnar. Á undanförnum árum
hefur verið fylgni milli þjónustuverðbólgu, launahækkana og geng-
islækkunar krónunnar. Í ljósi sögulegrar reynslu og miðað við þróun
innlendra kostnaðartilefna að undanförnu og er fram líða stundir gæti
átt eftir að bæta verulega í þjónustuverðbólguna á næstu mánuðum.
Verðlag opinberrar þjónustu hefur hækkað um aðeins 1½% á
síðustu tólf mánuðum. Mest áhrif á þróun verðlags opinberrar þjón-
ustu að undanförnu höfðu lækkun leikskólagjalda um tæplega 8½%
í september og hækkun afnotagjalda um 8% í október. Hins vegar er
líklegt að lítið verði um opinberar verðhækkanir í vetur í aðdraganda
alþingiskosninga.
Verðbólguvæntingar hafa minnkað
Verðbólguvæntingar hafa dregist saman að undanförnu hvort held ur
horft er til verðbólguálags skuldabréfa eða væntinga fyrirtækja, sér-
fræðinga á fjármálamarkaði og almennings. Minni verðbólguvænt-
ingar endurspegla líklega minni verðbólgu í september og október,
tilkynningu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á næsta ári í þeim tilgangi að
lækka matvælaverð og aukið aðhald peningastefnunnar.
Samkvæmt könnun Gallup sem gerð var 5. til 18. október væntu
einstaklingar að meðaltali tæplega 6% verðbólgu næstu tólf mánuði
en væntu 7,3% verðbólgu í ágúst. Verðbólguvæntingar forsvarsmanna
fyrirtækja til næsta árs hafa einnig lækkað nokkuð frá því snemma á
árinu. Í könnun sem gerð var á viðhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi
á tímabilinu 5. til 27. september gerðu stjórnendur þeirra að meðaltali
ráð fyrir að verðbólga yrði 3½% næstu tólf mánuði og samtals 5½%
á næstu tveimur árum. Það felur í sér að verðbólga verði við verðbólg-
umarkmið Seðlabankans seinna árið. Í könnun sem gerð var í febrúar sl.
væntu þeir að meðaltali rúmlega 4% verðbólgu næstu tólf mánuði.
Samkvæmt könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði sem
gerð var í október (sjá rammagrein VIII-1) væntu þeir minni verðbólgu
á þessu og næsta ári en í könnun sem var gerð í júní, fyrir síðustu
útgáfu Peningamála. Þeir spá nú að meðaltali tæplega 7% verðbólgu
milli ársmeðaltala 2005 og 2006 en spáðu í júní eilitlu meiri verðbólgu
á þessu ári. Sérfræðingarnir spá því að verðbólga verði rúm 3% árið
2007, en í júní spáðu þeir tæplega 6% verðbólgu. Þessa lækkun
verð bólguvæntinga má að stærstum hluta rekja til áhrifa aðgerða rík-
isstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs sem leiða mun til tímabund-
innar lækkunar mældrar verðbólgu eins og rakið er hér á eftir.
Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað ef miðað er við verð-
bólguálag skuldabréfa til fimm ára. Markaðsaðilar væntu að meðaltali
rúmlega 3% verðbólgu á líftíma bréfanna á tímabilinu 4. júlí til 31.
október en við útgáfu síðustu Peningamála voru verðbólguvæntingar
mældar á þennan hátt tæplega 4½%.
Verðbólguhorfur
Frá því að Seðlabankinn birti mat sitt á verðbólguhorfum til næstu
tveggja ára í Peningamálum í júlí sl. hafa stýrivextir verið hækkað-
ir þrisvar sinnum um samtals 1,75 prósentur, og eru nú 14%. Á
Mynd VIII-9
Launavísitala fyrir almennan vinnumarkað
og almenn þjónusta
2. ársfj. 1998 - 3. ársfj. 2006
Almenn þjónusta
Launavísitala fyrir almennan vinnumarkað
%-breyting frá sama fjórðungi fyrra árs
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
200620052004200320022001200019991998
Heimild: Hagstofa Íslands.
%
Mynd VIII-10
Verðbólguvæntingar
Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 31. október 2006
Verðbólguvæntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði
miðast við verðbólgu eitt ár fram í tímann.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 8 ára
Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja
Verðbólguspár sérfræðinga á fjármálamarkaði
Verðbólguvæntingar almennings
.
1
2
3
4
5
6
7
8
2006200520042003
Verðbólguálag ríkisbréfa til u.þ.b. 5 ára
%
Mynd VIII-11
Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði
um verðbólgu milli ársmeðaltala1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
20062005200420032002
*
*
*
*
2002
2003
2004
1. Punktar sýna raunverulega verðbólgu hvers árs.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
2005
2006
2007