Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 81

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 81
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 81 result) liggja strangar forsendur um að lögmálið um eitt verð haldi og að áhrif gengisbreytinga skili sér að fullu inn í verðlag innlendra neysluvara. Lögmálið um eitt verð tiltekur að hlutfallslegt verð eins vara eigi að vera hið sama óháð því hvar varan er seld þegar viðskipti á milli landa eru frjáls og kostnaðarlaus. Þessar forsendur eru á skjön við niðurstöður umfangsmikilla rannsókna og sígild viðhorf um virkni peningastefnu (sjá t.d. Engel 1993, 1999, 2002, Campa og Goldberg 2002, og Marazzi o.fl ., 2005). Nýlegar rannsóknir staðfesta þetta og sýna að innleiðing op- inna hagkerfi sþátta hefur mikilvægar afl eiðingar í för með sér fyrir líkanagerð, verðbólguþróun og framkvæmd peningastefnu. Svensson (2000) telur helstu afl eiðingarnar vera að (i) nýir farvegir myndast í miðlunarferli peningastefnunnar, (ii) frekari áhersla verði á framsýna hegðun og hlutverk væntinga, og (iii) taka þurfi tillit til miðlunar er- lendra áfalla á innlent efnahagslíf.8 Verðmyndun fyrirtækja hefur hlotið mun meiri athygli í greina- skrifum hinnar nýju þjóðhagfræði opinna hagkerfa en áður. Forsendur um verðmyndun fyrirtækja skipta sköpum í hvaða DSGE-heildarjafn- vægislíkani sem er, bæði fyrir opið og lokað hagkerfi . Framsetning á verðmyndun er mun fl óknari í líkönum fyrir opið en lokað hagkerfi . Í fyrsta lagi þarf hún að taka tillit til valkosta fyrirtækja varðandi þann gjaldmiðil sem þau verðleggja vörur sínar í. Í öðru lagi þarf að gera ráð fyrir mögulegum áhrifum erlendrar samkeppni á verðmyndun innanlands. Loks þurfa líkönin að lýsa hver áhrif gengisbreytinga á verðmyndun eru og að hve miklu leyti gengissveifl ur skila sér inn í verðlag. Ólíkar forsendur um verðmyndun virðast kannski skipta litlu máli við fyrstu sýn. Niðurstöður rannsókna benda hins vegar til að gjörólíkar niðurstöður um heppilegasta gengisfyrirkomulagið líta dagsins ljós eft- ir því hvernig verðmyndun er gengið út frá. Forsendur um verðmynd- un skipta sömuleiðis sköpum þegar kemur að útleiðslu nýkeynesíska Phillipsferilsins fyrir opið hagkerfi sem er í aðalhlutverki í litlum DSGE- heildarjafnvægislíkönum að því er varðar að skilja og spá fyrir um verð- bólguþróun. Donald L. Kohn, varaformaður bankastjórnar bandaríska seðlabankans vék nýverið að mikilvægi verðmyndunar í ræðu: „Ég er með langan lista af verðbólguráðgátum. Svör við þeim myndu gera mig að betri hagstjórnaraðila en að mestu leyti velta svör við þessum gátum á betri skilningi á því hvernig launþegar og fyrirtæki ákvarða laun og verð.” (Kohn, 2005). Verðbólguspár í litlu opnu hagkerfi og nýkeynesíski Phillipsferillinn Framsetning á verðmyndun í DSGE-heildarjafnvægislíkönum fyrir opið hagkerfi hefur veruleg áhrif á útleiðslu nýkeynesíska Phillipsferilsins, eins og áður segir. Aðlögun hans að opnu hagkerfi hefur reynst afar vandasöm enda er þar glímt við mun meiri vanda en í lokuðu hag- kerfi . Míkróhagfræðilegur grunnur hans er veikari þar sem framsetning 8. Svensson ræðir ekki áhrif þess að gengisbreytingar skili sér ekki að fullu inn í innlent verðlag (e. incomplete exchange rate pass-through).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.