Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 77

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 77
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 77 að ýmsum þáttum, t.d. skorti á hagfræðilegum grunni, meðhöndlun væntinga, spágetu þeirra samanborið við einföld tímaraðalíkön, undir - liggjandi aðferðafræði og framsetningu efnahagslegs taps í tengslum við verðbólguhjöðnun. Svo að vitnað sé til orða Pesarans og Smiths (1995): „Líkönin gáfu ekki rétta mynd af gögnunum [, ...] gáfu ekki rétta mynd af fræðunum [... og] nýttust ekki sem skyldi við hagnýta spágerð og stefnumörkun“, (Pesaran og Smith, 1995: 65-66). Nýkeynesísk líkön eru nýjasta kynslóð líkana og hafa þau náð mikilli útbreiðslu á stuttum tíma, bæði innan fræðigreinarinnar og meðal seðlabanka. Miðlunarferli peningastefnunnar er í forgrunni í þessum líkönum og framsetning þeirra er í takt við það sjónarmið að meginhlutverk peningayfi rvalda sé að veita verðbólguvæntingum trúverðuga kjölfestu. Í næsta kafl a verður litið nánar á þessi líkön. Nýkeynesísk líkön Nýkeynesísk líkön eru meðfærilegur rammi til greiningar á bestu mögulegu peningastefnu. Sambland dýnamískra hámörkunaraðila, tregbreyt anlegra nafnstærða (e. nominal rigidities) og annarra mark- aðsbresta eykur skilning á miðlun ýmissa gerða áfalla og gefur kost á að fi nna bestu hugsanlegu peningastefnuna út frá velferð argreiningu. Nýkeynesísk líkön sameina lykilþætti frá (i) einföldum (kyrrstæð- um) líkönum, eins og t.d. IS-LM-líkaninu, (ii) keynesískum áherslum á mikilvægi ófullkominnar samkeppni, verðálags (e. mark ups) og kostn- aðarsamra verðbreytinga, og (iii) tímatengdum heildarjafnvægislíkön- um, sem eiga rætur í raunhagsveifl uskólanum. Lítið nýkeynesískt líkan fyrir lokað hagkerfi samanstendur í gróf- um dráttum af þremur þáttum: Í fyrsta lagi væntingabundnum IS-ferli, sem er í raun Euler-jafna fyrir hámörkunarvanda heimilanna.5 Ferill- inn lýsir eftirspurnarhlið hagkerfi sins og tengir raunumsvifi n í hagkerf- inu við væntanleg (og stundum liðin) raunumsvif og raunvexti. Í öðru lagi verðmyndunarjöfnu, þ.e. nýkeynesíska Phillipsferlinum, sem má leiða út frá ýmiss konar verðmyndunarhegðun fyrirtækja (sjá Roberts, 1995). Ferillinn lýsir framboðshlið hagkerfi sins og skýrir verðbólgu með væntanlegri (og stundum liðinni) verðbólgu og mælikvarða umfram- eftirspurnar. Loks er peningastefnuregla, sem annaðhvort er tilgreind beint eða leidd út frá lágmörkun á tapfalli seðlabanka. Stýrivextir eru því iðulega ákvarðaðir með viðbragðsfalli þar sem peningayfi rvöld bregðast við framleiðsluspennu (e. output gap) og verðbólgu, væntri eða liðinni.6 5. Euler-jafna er lausnarskilyrði fyrir hámörkunarvanda heimila og lýsir því hvernig neysla heimila verður að þróast í tíma til að hámarka nytjar heimila á líftíma þeirra miðað við útgjaldaskorður. Sem dæmi má nefna að ef heimili velja að draga örlítið úr núverandi neyslu og nýta sparnaðinn til að auka neyslu á síðari tímabilum, kveður Euler-jafnan svo á að jaðarkostnaður og jaðarábati þessarar ákvörðunar verði að vera jafn. Í einföldum litlum þriggja jafna nýkeynesískum líkönum er notast við línulega nálgun af þessari Euler-jöfnu (oftast að gefinni 0% verðbólgu í kyrrstæðu jafnvægi) og hún skrifuð á framleiðsluspennu- formi þar sem í þeim er hvorki fjárfesting né ríkisútgjöld og einkaneysla því jöfn framleiðsl- unni. 6. Mörgum stærri líkönum seðlabanka má einnig skipta niður í þrennt með þessum hætti þrátt fyrir að þau byggist á nákvæmari skiptingu heildareftirspurnar og flóknari verð- og launamyndun. Eftirspurnarhlið slíkra líkana samanstendur af jöfnum sem skýra einkaneyslu, fjárfestingu og nettóútflutning m.a. með þróun raunvaxta og raungengis. Framboðshliðin samanstendur af jöfnum fyrir verð- og launamyndun og tengslum gengisbreytinga og verðlags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.