Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
25
Miklum samdrætti innflutnings spáð á næsta ári
Á næsta ári er reiknað með að innflutningur dragist saman um 10%.
Það er töluvert meiri samdráttur en spáð var síðastliðið sumar, sem
einkum stafar af meiri samdrætti fjárfestingar en spáð var í júlí. Í frá-
viksspánum tveimur verður samdrátturinn heldur meiri, enda dregst
fjárfesting örlitlu meira saman og einkaneysla dregst saman í stað þess
að aukast lítillega.
Á árinu 2008 er gert ráð fyrir lítils háttar vexti innflutnings í
stað samdráttar í júlíspánni. Einnig hér skýrist breytingin af minna
peninga legu aðhaldi. Hröð lækkun stýrivaxta stuðlar að minni sam-
drætti einkaneyslu og fjárfestingar á árinu 2008 en áður var spáð sem
leiðir til aukins innflutnings. Í fráviksspám heldur innflutningur hins
vegar áfram að drag ast saman árið 2008, en það skýrist af meira pen-
ingalegu aðhaldi. Viðskiptahallinn hverfur því hraðar í þeim dæmum.
Hagvöxtur og framleiðsluspenna
Mikil óvissa umlykur mat á landsframleiðslu, bæði að því er varðar
að ferðir við sjálft matið og gögnin sem það byggist á. Verulegar
breyt ingar hafa orðið á áætlunum og bráðabirgðatölum um hagvöxt
undanfarin ár. Fyrsta áætlun um hagvöxt ársins 2004 hljóðaði t.d.
upp á 5,2%. Í upphafi þessa árs var hagvöxturinn talinn 8,2%, en
7,7% nú. Sagan endurtók sig að því er varðar hagvöxtinn í fyrra. Í
fyrstu áætlun var gert ráð fyrir 5,5% vexti en nýjar bráðabirgðatölur
sýna 7,5% hag vöxt.2 Óvissa af þessu tagi, sem bætist við aðra óvissu
tengda spágerðinni, gerir mat á hagvaxtar- og verðbólguhorfum erf-
itt viðfangs og eykur óvissu í framkvæmd peningastefnunnar. Mat á
framleiðsluspennu hefur breyst verulega vegna þessa endurmats á
hagvexti.
Heldur minni hagvöxtur til skamms tíma ...
Í sumar spáði Seðlabankinn 4,8% hagvexti í ár, tæplega 2% vexti á
næsta ári og ½% samdrætti landsframleiðslu árið 2008. Nú er spáð
nokkru minni hagvexti í ár og á næsta ári en í júlíspánni. Á árinu 2008
er hins vegar spáð tæplega 3% hagvexti. Fráviksspárnar eru nær
grunnspánni í júlí, enda stýrivextir í þeim hærri.
Þótt vöxtur þjóðarútgjalda í ár sé talinn verða meiri en spáð var
í sumar verður hagvöxtur minni. Ástæða þess er óhagstæð þróun
utanríkisviðskipta. Spáð er samdrætti útflutnings á árinu samanborið
við lítils háttar vöxt í júlíspánni og meiri vexti innflutnings. Í ár vegur
því óhagstætt framlag utanríkisviðskipta þyngra á metunum en meiri
vöxtur þjóðarútgjalda en í fyrri spá. Þetta snýst við á næsta ári en þá
gerir grunnspáin ráð fyrir 1½% hagvexti. Gert er ráð fyrir meiri útflutn-
ingsvexti en í síðustu spá og meiri samdrætti innflutnings en áhrif meiri
samdráttar innlendrar eftirspurnar en í júlí spánni eru sterkari.
2. Áætlanir og bráðabirgðatölur um landsframleiðslu árin 2002 og 2003 hafa einnig
breyst. Fyrsta áætlun fyrir árið 2002 sýndi ½% samdrátt. Í ársbyrjun í fyrra var talið að
samdrátturinn hafi verið 2,1%. Í endurskoðun Hagstofunnar á hagvexti árin 1990-2003
sem birtist síðast liðið haust var samdrátturinn talinn 1½%, en aðeins 0,3% nú í haust, sem
er mjög nærri fyrstu áætlun. Áætlanir um hagvöxt árið 2003 voru upphafl ega 4%, en eru
nú 2,7%.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-13
Vöxtur innflutnings 2006-2008
Grunnspá
Fráviksspá með óbreyttum vöxtum
Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum
-14
-12
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
200820072006
Heimild: Hagstofa Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-14
Endurskoðun á hagvexti
Þjóðhagsreikningar í september 2005
Þjóðhagsreikningar í mars 2006
Þjóðhagsreikningar í september 2006
-2
-1
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
200520042003200220012000
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-15
Hagvöxtur 2006-2008
Grunnspá
Fráviksspá með óbreyttum vöxtum
Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
5
200820072006