Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 25

Peningamál - 01.11.2006, Qupperneq 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 25 Miklum samdrætti innflutnings spáð á næsta ári Á næsta ári er reiknað með að innflutningur dragist saman um 10%. Það er töluvert meiri samdráttur en spáð var síðastliðið sumar, sem einkum stafar af meiri samdrætti fjárfestingar en spáð var í júlí. Í frá- viksspánum tveimur verður samdrátturinn heldur meiri, enda dregst fjárfesting örlitlu meira saman og einkaneysla dregst saman í stað þess að aukast lítillega. Á árinu 2008 er gert ráð fyrir lítils háttar vexti innflutnings í stað samdráttar í júlíspánni. Einnig hér skýrist breytingin af minna peninga legu aðhaldi. Hröð lækkun stýrivaxta stuðlar að minni sam- drætti einkaneyslu og fjárfestingar á árinu 2008 en áður var spáð sem leiðir til aukins innflutnings. Í fráviksspám heldur innflutningur hins vegar áfram að drag ast saman árið 2008, en það skýrist af meira pen- ingalegu aðhaldi. Viðskiptahallinn hverfur því hraðar í þeim dæmum. Hagvöxtur og framleiðsluspenna Mikil óvissa umlykur mat á landsframleiðslu, bæði að því er varðar að ferðir við sjálft matið og gögnin sem það byggist á. Verulegar breyt ingar hafa orðið á áætlunum og bráðabirgðatölum um hagvöxt undanfarin ár. Fyrsta áætlun um hagvöxt ársins 2004 hljóðaði t.d. upp á 5,2%. Í upphafi þessa árs var hagvöxturinn talinn 8,2%, en 7,7% nú. Sagan endurtók sig að því er varðar hagvöxtinn í fyrra. Í fyrstu áætlun var gert ráð fyrir 5,5% vexti en nýjar bráðabirgðatölur sýna 7,5% hag vöxt.2 Óvissa af þessu tagi, sem bætist við aðra óvissu tengda spágerðinni, gerir mat á hagvaxtar- og verðbólguhorfum erf- itt viðfangs og eykur óvissu í framkvæmd peningastefnunnar. Mat á framleiðsluspennu hefur breyst verulega vegna þessa endurmats á hagvexti. Heldur minni hagvöxtur til skamms tíma ... Í sumar spáði Seðlabankinn 4,8% hagvexti í ár, tæplega 2% vexti á næsta ári og ½% samdrætti landsframleiðslu árið 2008. Nú er spáð nokkru minni hagvexti í ár og á næsta ári en í júlíspánni. Á árinu 2008 er hins vegar spáð tæplega 3% hagvexti. Fráviksspárnar eru nær grunnspánni í júlí, enda stýrivextir í þeim hærri. Þótt vöxtur þjóðarútgjalda í ár sé talinn verða meiri en spáð var í sumar verður hagvöxtur minni. Ástæða þess er óhagstæð þróun utanríkisviðskipta. Spáð er samdrætti útflutnings á árinu samanborið við lítils háttar vöxt í júlíspánni og meiri vexti innflutnings. Í ár vegur því óhagstætt framlag utanríkisviðskipta þyngra á metunum en meiri vöxtur þjóðarútgjalda en í fyrri spá. Þetta snýst við á næsta ári en þá gerir grunnspáin ráð fyrir 1½% hagvexti. Gert er ráð fyrir meiri útflutn- ingsvexti en í síðustu spá og meiri samdrætti innflutnings en áhrif meiri samdráttar innlendrar eftirspurnar en í júlí spánni eru sterkari. 2. Áætlanir og bráðabirgðatölur um landsframleiðslu árin 2002 og 2003 hafa einnig breyst. Fyrsta áætlun fyrir árið 2002 sýndi ½% samdrátt. Í ársbyrjun í fyrra var talið að samdrátturinn hafi verið 2,1%. Í endurskoðun Hagstofunnar á hagvexti árin 1990-2003 sem birtist síðast liðið haust var samdrátturinn talinn 1½%, en aðeins 0,3% nú í haust, sem er mjög nærri fyrstu áætlun. Áætlanir um hagvöxt árið 2003 voru upphafl ega 4%, en eru nú 2,7%. Heimild: Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-13 Vöxtur innflutnings 2006-2008 Grunnspá Fráviksspá með óbreyttum vöxtum Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 200820072006 Heimild: Hagstofa Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-14 Endurskoðun á hagvexti Þjóðhagsreikningar í september 2005 Þjóðhagsreikningar í mars 2006 Þjóðhagsreikningar í september 2006 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 200520042003200220012000 Heimild: Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-15 Hagvöxtur 2006-2008 Grunnspá Fráviksspá með óbreyttum vöxtum Fráviksspá með peningastefnuviðbrögðum -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 200820072006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.