Peningamál - 01.11.2006, Síða 73

Peningamál - 01.11.2006, Síða 73
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 73 vegar heildarjafnvægisnálgun í anda raunhagsveifl uskólans og hins vegar skýrt hlutverk markaðsbresta í anda Keynes og Phelps. Heildar - jafnvægisnálgunin felur í sér að jafnvægissambönd eru leidd út frá hámörkunarvanda framsýnna heimila, fyrirtækja og stjórnvalda í pen- inga- og ríkisfjármálum við skilyrði óvissu. Þetta treystir hagfræðileg- an grunn nýkeynesískra líkana samanborið við forvera þeirra og veitir þeim nokkra vörn gegn gagnrýni Lúkasar (e. the Lucas critique).2 Til- vist markaðsbresta af ýmsu tagi, t.d. ófullkomin samkeppni, tregbreyt- anlegt verð, misleitni (e. heterogeneity) á vinnumarkaði og upplýs- ingavandi á mörkuðum, felur í sér að peningastefna gegnir mikilvægu hagstjórnarhlutverki. Umræða líðandi stundar um viðeigandi framsetningu nýkeynes- ískra líkana, sem endurspeglast að nokkru í þessari grein, gefur þó til kynna að enn séu ýmis álitamál til staðar. Ólíkar aðferðir standa enn andspænis hvorar öðrum og gefa tilefni til ólíkra stefnuráðlegginga. Krugman (2000) og Mankiw (2006) tala báðir um að vopnahlé ríki en ekki sátt um þessa nálgun. Saga þjóðhagfræðinnar einkennist af tíðum byltingum og gagnbyltingum og því er of snemmt að spá fyrir um líf- tíma nýkeynesísku nálgunarinnar. Framfarir hagfræðikenninga eru ekki bundnar við þjóðhagfræð- ina. Fyrir tuttugu árum var peningahagfræðin á undanhaldi og á skjön við bæði nýjustu strauma innan þjóðhagfræðinnar og þá mynd sem seðlabankar höfðu af mikilvægi og virkni peningastefnu. Walsh (2006) bendir á að líkön peningahagfræðinnar á þessum tíma hafi verið kyrr- stæð (e. static) líkön án vel skilgreinds hagfræðilegs grunns og sam- kvæmt þeim var stjórntæki seðlabanka enn peningamagn í umferð þótt fl estir seðlabankar beittu vaxtastýringu fremur en stýringu á fram- boði peninga. Helsti vaxtarbroddur peningahagfræðinnar á þessum tíma fólst í greiningu á getu peningayfi rvalda til að standa við skuldbindingar sínar um að tryggja verðlagsstöðugleika miðað við þær hvatir sem seðla- bankastjórar standa frammi fyrir í starfi sínu (sjá Kydland og Prescott, 1977, og Barro og Gordon, 1983). Þessi vaxtarbroddur fylgdi í kjölfar áherslna á framsýnar væntingar og uppgangs stofnanahagfræðinnar. Meginhugsunin í þessum greinaskrifum var að þó að æskilegt sé að seðlabankar haldi verðbólgu lágri, geti þeir ekki skuldbundið sig til að tryggja verðlagsstöðugleika á trúverðugan hátt. Búist almenningur við lágri verðbólgu í takt við yfi rlýsingar peningayfi rvalda sé of freistandi fyrir seðlabanka að reyna að draga úr atvinnuleysi og stuðla að auknum hagvexti með því að leyfa verðbólgunni að vera aðeins hærri en stefnt 2. Lucas (1976) lagði áherslu á mikilvægi væntinga í hagfræðilíkönum og möguleg áhrif stefnubreytinga stjórnvalda í peninga- og ríkisfjármálum á þessar væntingar. Hann benti á að óráðlegt sé að treysta um of á tölfræðilegt samband á milli hagstærða og reyna að nýta það í hagstjórnarlegum tilgangi. Væntingar taki mið af breyttri stefnu, sem geti leitt til þess að tölfræðilegt samband á milli hagstærða breytist. Líkön, sem eiga að greina áhrif hags- tjórnaraðgerða, þurfi að taka mið af því að aðgerðirnar breyti hegðun fólks. Þessi gagnrýni Lúkasar beindist einkum að Phillipsferli þess tíma, sem virtist benda til þess að peningayfir- völd gætu valið á milli þess að lágmarka atvinnuleysi eða verðbólgu. Gagnrýnin hefur hins vegar almennari skírskotun. Heildarjafnvægislíkön, sem ganga út frá hámörkunarvanda heimila og fyrirtækja við skilyrði óvissu, eru ekki jafn viðkvæm fyrir þessari gagnrýni þar sem hegðun markaðsaðila tekur mið af stefnumörkun stjórnvalda í peninga- og ríkisfjár- málum. Stuðlagildi í jafnvægisskilyrðum DSGE-líkana eru því vel skilgreind föll af undirliggj- andi kerfislægum stuðlagildum framleiðslu- og nytjafalla auk verðaðlögunarferilsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.