Peningamál - 01.11.2006, Side 17

Peningamál - 01.11.2006, Side 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 17 Skammtímavaxtamunur í sögulegu hámarki Vaxtamunur þriggja mánaða millibankavaxta við útlönd hefur aukist mjög frá því um mitt árið 2003. Í lok októbermánaðar var mun urinn rúmlega 10 prósentur og hefur ekki verið meiri frá því að Seðlabankinn hóf daglega skráningu þriggja mánaða millibankavaxta árið 1998. Vaxtamunur ríkisbréfa til u.þ.b. fimm ára jókst á fyrri hluta þessa árs, en hefur minnkað aftur. Er munurinn nú um 5 prósent. Þetta má að mestu skýra með því að langtímavextir hérlendis hækkuðu talsvert framan af árinu, eða allt til júlíbyrjunar, en hafa síðan lækkað nokk- uð hratt og eru nú svipaðir og í aprílbyrjun. Eins og fjallað var um í kafla II, hafa stýrivextir helstu viðskiptalanda Íslands haldið áfram að hækka. Evrópski seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti tvisvar sinn- um, eða samtals um 0,5 prósentur frá útgáfu síðustu Peningamála, Englandsbanki hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í byrjun ágúst og Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í lok júní um 0,25 pró- sentur en hefur haldið þeim óbreyttum síðan. Seðlabanki Japans end- aði formlega svokallaða núllvaxtastefnu sína í júlí þegar hann hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur. Samt sem áður er gert ráð fyrir hægari hækkun stýrivaxta á mörkuðum en vænst var sl. sumar. Huga þarf vel að þróun vaxta í Japan vegna óbeinna áhrifa á útgáfu skuldabréfa í hávaxtagjaldmiðlum líkt og á Íslandi. Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik Gengi krónunnar hefur styrkst frá júnílokum. Í októbermánuði var gengisvísitalan að meðaltali 8,8% lægri en í júní. Fyrstu erlendu skuldabréfin gefin út í íslenskum krónum voru á gjalddaga hinn 15. september eða alls 40 ma.kr. og svo virðist sem það hafi haft lítil áhrif á gengi krónunnar. Það skýrist líklega af því að útgáfan hefur aukist á ný og einhverjir samningar verið framlengdir, auk þess sem sumir fjárfestar hafa varið stöður sínar fyrr á árinu. Lækkun gengis krónunnar á fyrri hluta þessa árs gerði lántöku í erlendum gjaldmiðlum hagstæðari á ný, en jók um leið greiðslubyrði eldri lána. Hlutfall gengisbundinna útlána af heildarútlánum til fyrir- tækja virðist þó ekki sveiflast mikið með gengi krónunnar. Mörg fyrirtæki hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum og eiga hægara um vik en heimilin að verja sig fyrir gengisáhættu með skiptasamningum. Kostnaður við slíka samninga hefur lækkað mjög samhliða erlendu útgáfunni. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja Gengisbundin útlán til heimilanna hafa aukist töluvert undanfarna mánuði, jafnvel þegar tekið hefur verið tillit til gengisáhrifa. Hagstæðari skilyrði til erlendrar lántöku á fyrri hluta þessa árs skýra það að hluta, þótt ekki hafi dregið úr aukningunni eftir að krónan fór að styrkjast á nýjan leik. Hlutfall gengisbundinna lána var um 4½% í ágúst sl. saman- borið við um 2% í janúarmánuði. Útlán lánakerfisins til heimilanna jukust um 29% á öðrum fjórð- ungi þessa árs samanborið við sama fjórðung árið áður. Er það fimmti ársfjórðungurinn í röð þar sem útlánavöxtur lánakerfisins til heimila eykst. Útlánavöxtur innlánsstofnana til heimilanna hefur hins vegar minnkað frá því í febrúar á þessu ári, enda verulega farið að draga úr % Mynd III-6 Ávöxtun íbúðabréfa Vikulegar tölur 8. júlí 2004 - 31. október 2006 Heimild: Seðlabanki Íslands. 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 200620052004 HFF 150224 HFF 150914 HFF 150434 HFF 150644 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-7 Vaxtamunur við útlönd Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 31. október 2006 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 200620052004200320022001200019991998 Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. 3 mánaða millibankavexti) Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. 3 mánaða ríkisvíxla) Langtímavaxtamunur (m.v. ríkisbréf til u.þ.b. 5 ára) Heimild: Seðlabanki Íslands. 31. des. 1991=100 Mynd III-8 Vísitala gengisskráningar Meðaltal mánaðar janúar 1998 - október 2006 100 110 120 130 140 150 160 200620052004200320022001200019991998
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.