Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 76

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 76
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 76 peningastefnunnar. White (2006) og Borio (2006) eru talsmenn víð- ara sjónarhorns og benda á að verðlagsstöðugleiki sé engin trygging fyrir þjóðhagslegum stöðugleika. Horfa þurfi til lengri tíma til að meta áhrif mögulegs fjármálalegs óstöðugleika sem getur byggst upp vegna aðgerða í peningamálum. Umræður um hvort seðlabankar eigi að bregðast við bólum á eignamörkuðum eru angi af sama meiði. Loks hefur Greenspan (2003, 2004, 2005) ítrekað fært rök fyrir mikilvægi áhættustjórnunar (e. risk management) við ákvörðun pen- ingastefnu. Blinder og Reis (2005) telja áhættu-stjórnunarnálgunina frábrugðna hreinni hámörkunarnálgun (e. optimization approach) við peningastjórnun. Greenspan notaði títt dæmið um vaxtalækkun Seðla- banka Bandaríkjanna haustið 1998 sem árangursríka áhættustjórnun. Þá völdu bandarísk peningayfi rvöld að tryggja sig fyrir hugsanlegum afl eiðingum gengishruns rússnesku rúblunnar og gjaldþrots vogunar- sjóðsins Long Term Capital Management þótt afar litlar líkur væru tald- ar á að þessir atburðir hefðu áhrif á bandarískt efnahagslíf. Rannsóknir Þriðja mikilvæga atriðið sem hefur treyst grundvöll ákvörðunartöku í peningamálum er að fi nna í viðfangsefnum og niðurstöðum rannsókna. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum sýndu rannsóknir fram á að Phillipsferillinn, eitt mikilvægasta hagfræðisamband peningayfi rvalda á þeim tíma, var „horfi nn“ því að bæði verðbólga og atvinnuleysi jukust á áttunda ára- tugnum. Kastljós rannsókna beindist einnig að öðru en viðfangsefnum peningayfi rvalda m.a. vegna uppgangs raunhagsveifl uskólans. Um- skipti áttu sér hins vegar stað á nýjan leik á tíunda áratugnum þegar hagsveifl urannsóknir og tímaraðagreining á eigin leikum verðbólgu og miðlunarferli peningastefnunnar jukust. Hagsveifl urannsóknir jukust til muna með uppgangi raun hagsveifl uskólans en gagnstætt spá hans sýndu þær fram á að peningastefnan getur haft áhrif vegna tregbreyt- anlegs verðs og launa. Þetta hvatti til frekari rannsókna á miðlunarferli peningastefnunnar sem nutu góðs af aukinni notkun tímaraðagrein- ingar og framförum á því sviði. Í kjölfar þessara rannsókna og tilkomu peningastefnureglna fylgdu rannsóknir þar sem leitast er við að fi nna bestu hugsanlegu peningastefnuregluna miðað við þá mynd sem rann- sóknir hafa dregið upp af miðlunarferlinu og eiginleikum verðbólgu. Líkön Loks hefur algjör uppstokkun orðið í gerð hagfræðilíkana á síðustu árum. Fyrir tuttugu árum var himinn og haf á milli stóru þjóðhagslík- ananna, sem seðlabankar nýttu við spágerð, og smærri heildarjafn- vægislíkana, sem voru allsráðandi innan raunhagsveifl uskólans. Líkön peninga hagfræðinnar tilheyrðu hvorugum fl okknum en voru harðlega gagnrýnd af bæði seðlabönkum og háskólafræðimönnum raunhag - sveifl uskólans. Bilið á milli fræðilegra þjóðhagslíkana og hagnýtra spálíkana seðla banka hefur minnkað á undanförnum árum. Gerð þjóðhagslíkana innan seðlabanka hefur hneigst frá hinum stóru líkönum, sem voru vinsæl á áttunda áratugnum, í átt til meðfærilegri, smærri og miðl- ungsstórra líkana, sem henta vel til greininga sem hjálpa til við mót- un peningastefnu við óvissu. Gagnrýni á eldri og stærri líkönin sneri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.