Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 76
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR
OG STARFSEMI SEÐLABANKA
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
76
peningastefnunnar. White (2006) og Borio (2006) eru talsmenn víð-
ara sjónarhorns og benda á að verðlagsstöðugleiki sé engin trygging
fyrir þjóðhagslegum stöðugleika. Horfa þurfi til lengri tíma til að meta
áhrif mögulegs fjármálalegs óstöðugleika sem getur byggst upp vegna
aðgerða í peningamálum. Umræður um hvort seðlabankar eigi að
bregðast við bólum á eignamörkuðum eru angi af sama meiði.
Loks hefur Greenspan (2003, 2004, 2005) ítrekað fært rök fyrir
mikilvægi áhættustjórnunar (e. risk management) við ákvörðun pen-
ingastefnu. Blinder og Reis (2005) telja áhættu-stjórnunarnálgunina
frábrugðna hreinni hámörkunarnálgun (e. optimization approach) við
peningastjórnun. Greenspan notaði títt dæmið um vaxtalækkun Seðla-
banka Bandaríkjanna haustið 1998 sem árangursríka áhættustjórnun.
Þá völdu bandarísk peningayfi rvöld að tryggja sig fyrir hugsanlegum
afl eiðingum gengishruns rússnesku rúblunnar og gjaldþrots vogunar-
sjóðsins Long Term Capital Management þótt afar litlar líkur væru tald-
ar á að þessir atburðir hefðu áhrif á bandarískt efnahagslíf.
Rannsóknir
Þriðja mikilvæga atriðið sem hefur treyst grundvöll ákvörðunartöku í
peningamálum er að fi nna í viðfangsefnum og niðurstöðum rannsókna.
Fyrir u.þ.b. tuttugu árum sýndu rannsóknir fram á að Phillipsferillinn,
eitt mikilvægasta hagfræðisamband peningayfi rvalda á þeim tíma, var
„horfi nn“ því að bæði verðbólga og atvinnuleysi jukust á áttunda ára-
tugnum. Kastljós rannsókna beindist einnig að öðru en viðfangsefnum
peningayfi rvalda m.a. vegna uppgangs raunhagsveifl uskólans. Um-
skipti áttu sér hins vegar stað á nýjan leik á tíunda áratugnum þegar
hagsveifl urannsóknir og tímaraðagreining á eigin leikum verðbólgu og
miðlunarferli peningastefnunnar jukust. Hagsveifl urannsóknir jukust
til muna með uppgangi raun hagsveifl uskólans en gagnstætt spá hans
sýndu þær fram á að peningastefnan getur haft áhrif vegna tregbreyt-
anlegs verðs og launa. Þetta hvatti til frekari rannsókna á miðlunarferli
peningastefnunnar sem nutu góðs af aukinni notkun tímaraðagrein-
ingar og framförum á því sviði. Í kjölfar þessara rannsókna og tilkomu
peningastefnureglna fylgdu rannsóknir þar sem leitast er við að fi nna
bestu hugsanlegu peningastefnuregluna miðað við þá mynd sem rann-
sóknir hafa dregið upp af miðlunarferlinu og eiginleikum verðbólgu.
Líkön
Loks hefur algjör uppstokkun orðið í gerð hagfræðilíkana á síðustu
árum. Fyrir tuttugu árum var himinn og haf á milli stóru þjóðhagslík-
ananna, sem seðlabankar nýttu við spágerð, og smærri heildarjafn-
vægislíkana, sem voru allsráðandi innan raunhagsveifl uskólans. Líkön
peninga hagfræðinnar tilheyrðu hvorugum fl okknum en voru harðlega
gagnrýnd af bæði seðlabönkum og háskólafræðimönnum raunhag -
sveifl uskólans.
Bilið á milli fræðilegra þjóðhagslíkana og hagnýtra spálíkana
seðla banka hefur minnkað á undanförnum árum. Gerð þjóðhagslíkana
innan seðlabanka hefur hneigst frá hinum stóru líkönum, sem voru
vinsæl á áttunda áratugnum, í átt til meðfærilegri, smærri og miðl-
ungsstórra líkana, sem henta vel til greininga sem hjálpa til við mót-
un peningastefnu við óvissu. Gagnrýni á eldri og stærri líkönin sneri