Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 22
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
22
ársbyrjun 2002. Síðastliðna tvo mánuði hefur væntingavísitalan hins
vegar hækkað um rúm 30 stig og hafa væntingar um framtíðina og
mat á efnahagslífinu hækkað hvað mest. Í ljósi þeirrar fylgni sem er
á milli væntingavísitölunnar og einkaneyslu gæti dregið hægar úr
einkaneyslu en aðrar vísbendingar gefa til kynna.
Samneysla
Í sumar spáði Seðlabankinn 2,9% vexti samneyslu á þessu ári, tæplega
4% vexti á næsta ári og 2,8% vexti árið 2008. Nú er spáð minni vexti
í ár og á næsta ári en horfur eru svipaðar fyrir árið 2008.
Samneysla jókst um 3,4% á fyrri helmingi ársins og þarf aukn-
ingin á seinni hluta ársins því að vera mjög lítil til að spá bankans um
2,2% vöxt á árinu gangi eftir. Þróun ríkisútgjalda á fyrstu átta mán-
uðum ársins bendir þó til þess að verulega hafi hægt á vexti samneyslu
eftir því sem liðið hefur á árið. Ekki er hins vegar hægt að útiloka að
vöxturinn verði meiri og gerir fjármálaráðuneytið t.d. ráð fyrir 2,7%
vexti. Í júlíspá bankans var gert ráð fyrir miklum vexti samneyslu á
næsta ári m.a. vegna yfirtöku ríkisins á verkefnum á varnarsvæðinu.
Samkvæmt yfirlýsingum í haustskýrslu fjármálaráðuneytisins er stefnt
að því að gæta meira aðhalds en áður var áformað til að vöxtur sam-
neyslu verði nær langtímamarkmiði um 2% árlegan vöxt. Nú er því
gert ráð fyrir minni vexti á næsta ári en síðast eða 3%. Þetta er nokkru
meiri vöxtur en áætlanir fjármálaráðuneytisins sýna en verður að skoð-
ast í ljósi þess að um kosningaár er að ræða.
Fjármunamyndun
Mikill vöxtur fjárfestingar hefur verið ein meginstoð kröftugs hagvaxt-
ar undangengin ár. Fjármunamyndun jókst um 37½% á síðasta ári eftir
tæplega 27½% og 13½% vöxt síðustu tvö ár á undan. Þetta er mesti
meðalvöxtur fjármunamyndunar yfir þriggja ára tímabil frá stríðslok-
um. Eins og kom fram hér að framan hefur vöxtur fjármunamyndunar
dregist hægar saman en spár bankans gerðu ráð fyrir. Grunnspáin
endurspeglar þetta því í henni er gert ráð fyrir um 9% vexti fjárfest-
ingar á árinu en aðeins tæplega 5% vexti í júlíspánni. Samkvæmt þjóð-
hagsreikningum Hagstofunnar var ársvöxtur fjárfestingar um 36½% á
fyrsta fjórðungi ársins og 6½% á öðrum fjórðungi.
Samdráttur fjárfestingar á næsta ári er meiri í grunnspánni eða rúm-
lega 28% í stað tæplega 20% samdráttar í síðustu spá bankans. Horfur
fyrir árið 2008 eru nokkuð breyttar, enda er stýrivaxtaferill sem liggur til
grundvallar spánni mun lægri en í júlíspánni. Fjármagnskostnaður er því
lægri og eðlilegt að spáð sé meiri fjárfestingu en áður. Því er nú spáð
tæplega 5% samdrætti árið 2008 í stað 11% í sumar.
Meiri vöxtur atvinnuvegafjárfestingar í ár og meiri samdráttur á
næsta ári en spáð var í sumar
Vöxtur atvinnuvegafjárfestingar náði hámarki í fyrra í um 60%. Þessi
mikli vöxtur fylgdi í kjölfarið á um 33% vexti árið áður. Í sumar spáði
bankinn um 3% vexti atvinnuvegafjármunamyndunar í ár, um 32%
samdrætti á næsta ári og 22% samdrætti árið 2008. Nú er spáð tölu-
vert meiri vexti í ár, meiri samdrætti á næsta ári og minni samdrætti
árið 2008.
1. Grunnspá Seðlabankans 2006-2008.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-7
Vöxtur fjármunamyndunar 1950-20081
-30
-20
-10
0
10
20
30
40
50
200019901980197019601950
1. Grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-8
Vöxtur fjármunamyndunar og helstu
undirflokka hennar 1998-20081
Fjármunamyndun alls
Atvinnuvegir
Íbúðarhúsnæði
Hið opinbera
-50
-40
-30
-20
-10
0
10
20
30
40
50
60
70
‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
-20
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
25
30
200620052004200320022001200019991998
Innflutningur neysluvöru
Einkaneysla
1. Fyrir árið 2006 er sýndur vöxtur innflutnings neysluvara fyrstu átta
mánuði ársins og vöxt einkaneyslu fyrstu þrjá ársfjórðunga skv. grunnspá.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-6
Vöxtur einkaneyslu og innflutnings neysluvöru
1998-2005 og 1. - 3. ársfj. 20061