Peningamál - 01.11.2006, Page 22

Peningamál - 01.11.2006, Page 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 22 ársbyrjun 2002. Síðastliðna tvo mánuði hefur væntingavísitalan hins vegar hækkað um rúm 30 stig og hafa væntingar um framtíðina og mat á efnahagslífinu hækkað hvað mest. Í ljósi þeirrar fylgni sem er á milli væntingavísitölunnar og einkaneyslu gæti dregið hægar úr einkaneyslu en aðrar vísbendingar gefa til kynna. Samneysla Í sumar spáði Seðlabankinn 2,9% vexti samneyslu á þessu ári, tæplega 4% vexti á næsta ári og 2,8% vexti árið 2008. Nú er spáð minni vexti í ár og á næsta ári en horfur eru svipaðar fyrir árið 2008. Samneysla jókst um 3,4% á fyrri helmingi ársins og þarf aukn- ingin á seinni hluta ársins því að vera mjög lítil til að spá bankans um 2,2% vöxt á árinu gangi eftir. Þróun ríkisútgjalda á fyrstu átta mán- uðum ársins bendir þó til þess að verulega hafi hægt á vexti samneyslu eftir því sem liðið hefur á árið. Ekki er hins vegar hægt að útiloka að vöxturinn verði meiri og gerir fjármálaráðuneytið t.d. ráð fyrir 2,7% vexti. Í júlíspá bankans var gert ráð fyrir miklum vexti samneyslu á næsta ári m.a. vegna yfirtöku ríkisins á verkefnum á varnarsvæðinu. Samkvæmt yfirlýsingum í haustskýrslu fjármálaráðuneytisins er stefnt að því að gæta meira aðhalds en áður var áformað til að vöxtur sam- neyslu verði nær langtímamarkmiði um 2% árlegan vöxt. Nú er því gert ráð fyrir minni vexti á næsta ári en síðast eða 3%. Þetta er nokkru meiri vöxtur en áætlanir fjármálaráðuneytisins sýna en verður að skoð- ast í ljósi þess að um kosningaár er að ræða. Fjármunamyndun Mikill vöxtur fjárfestingar hefur verið ein meginstoð kröftugs hagvaxt- ar undangengin ár. Fjármunamyndun jókst um 37½% á síðasta ári eftir tæplega 27½% og 13½% vöxt síðustu tvö ár á undan. Þetta er mesti meðalvöxtur fjármunamyndunar yfir þriggja ára tímabil frá stríðslok- um. Eins og kom fram hér að framan hefur vöxtur fjármunamyndunar dregist hægar saman en spár bankans gerðu ráð fyrir. Grunnspáin endurspeglar þetta því í henni er gert ráð fyrir um 9% vexti fjárfest- ingar á árinu en aðeins tæplega 5% vexti í júlíspánni. Samkvæmt þjóð- hagsreikningum Hagstofunnar var ársvöxtur fjárfestingar um 36½% á fyrsta fjórðungi ársins og 6½% á öðrum fjórðungi. Samdráttur fjárfestingar á næsta ári er meiri í grunnspánni eða rúm- lega 28% í stað tæplega 20% samdráttar í síðustu spá bankans. Horfur fyrir árið 2008 eru nokkuð breyttar, enda er stýrivaxtaferill sem liggur til grundvallar spánni mun lægri en í júlíspánni. Fjármagnskostnaður er því lægri og eðlilegt að spáð sé meiri fjárfestingu en áður. Því er nú spáð tæplega 5% samdrætti árið 2008 í stað 11% í sumar. Meiri vöxtur atvinnuvegafjárfestingar í ár og meiri samdráttur á næsta ári en spáð var í sumar Vöxtur atvinnuvegafjárfestingar náði hámarki í fyrra í um 60%. Þessi mikli vöxtur fylgdi í kjölfarið á um 33% vexti árið áður. Í sumar spáði bankinn um 3% vexti atvinnuvegafjármunamyndunar í ár, um 32% samdrætti á næsta ári og 22% samdrætti árið 2008. Nú er spáð tölu- vert meiri vexti í ár, meiri samdrætti á næsta ári og minni samdrætti árið 2008. 1. Grunnspá Seðlabankans 2006-2008. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-7 Vöxtur fjármunamyndunar 1950-20081 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 200019901980197019601950 1. Grunnspá Seðlabanka Íslands 2006-2008. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-8 Vöxtur fjármunamyndunar og helstu undirflokka hennar 1998-20081 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 200620052004200320022001200019991998 Innflutningur neysluvöru Einkaneysla 1. Fyrir árið 2006 er sýndur vöxtur innflutnings neysluvara fyrstu átta mánuði ársins og vöxt einkaneyslu fyrstu þrjá ársfjórðunga skv. grunnspá. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-6 Vöxtur einkaneyslu og innflutnings neysluvöru 1998-2005 og 1. - 3. ársfj. 20061
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.