Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 5
I Yfirlit þjóðhags- og verðbólguspár
Eins og í síðasta hefti Peningamála eru birtir þrír spáferlar sem eru
byggðir á mismunandi þróun stýrivaxta á spátímanum. Í grunnspánni
er notaður vaxtaferill sem endurspeglar væntingar markaðsaðila um
þróun stýrivaxta. Við mat á þeim er stuðst við framvirka vexti annars
vegar og spár greiningaraðila um þróun stýrivaxta næstu tvö árin hins
vegar. Í annarri af tveimur fráviksspám er gert ráð fyrir óbreyttum
stýrivöxtum út tímabilið, en í hinni er reiknað með að peningastefnan
bregðist við þannig að verðbólgumarkmiði bankans verði náð á spá-
tímabilinu.
Fjallað er um efnahagshorfur í ljósi ferlanna þriggja og í sumum
tilvikum brugðið upp fleiri fráviksdæmum til að varpa ljósi á líkleg frá-
vik frá framvindunni í grunnspánni. Með því að birta mismunandi ferla
er dregið úr áherslu á einstaka spáferla og undirstrikuð sú óvissa sem
ríkir um efnahagsframvinduna, sérstaklega við núverandi aðstæður.
Verðbólguspáin í þessu hefti Peningamála nær til fjórða ársfjórð-
ungs 2008 og þjóðhagsspá til alls ársins 2008. Yfirlit helstu hagstærða
í grunnspánni og fráviksspánni með peningastefnuviðbrögðum er að
finna í töflum 1a og b í töfluviðauka.
Aðlögun efnahagslífsins hægari en reiknað var með
Vöxtur efnahagslífsins hefur ítrekað komið á óvart. Einnig virðist draga
hægar úr vexti innlendrar eftirspurnar í ár en reiknað var með í spám
Seðlabankans sl. sumar. Meginskýring þess er mikill vöxtur fjárfesting-
ar. Einkaneysla hefur hins vegar þróast í takt við fyrri spár bankans.
Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1
Verðbólguhorfur batna en hætta á óhagstæðari þróun
Verðbólga jókst hratt í sumar, en þó hægar en gert var ráð fyrir í júlíspá Seðlabankans. Hjöðnun verðbólgu í
september og október skýrist einkum af lækkun eldsneytisverðs og grunnáhrifum sem stafa af því að í sept-
ember 2005 lauk mikilli tímabundinni verðsamkeppni í smásöluverslun. Þá hefur verðlagi opinberrar þjón-
ustu verið haldið niðri þrátt fyrir vaxandi kostnað. Sveiflur í kjarnaverðbólgu hafa verið minni. Nú er ljóst að
hagvöxtur á sl. ári var meiri en fyrr var áætlað. Enn virðist töluverður þróttur í innlendri eftirspurn þótt hægt
hafi á vexti hennar svipað og spáð var í júlí. Útflutningur hefur hins vegar dregist saman meira en gert var ráð
fyrir. Samdrátturinn á þátt í því að viðskiptahallinn á þessu ári stefnir í að verða mun meiri en gert var ráð
fyrir í júlí, sem einnig gæti bent til meiri eftirspurnar en tiltæk gögn sýna. Hann kann því að vera vísbending
um langtímaverðbólguþrýsting. Sem fyrr er vinnumarkaðurinn yfirspenntur, skortur er á vinnuafli og töluverð
hætta á launaskriði umfram það sem þegar er orðið. Þótt verðbólguhorfur hafi batnað töluvert til skamms
tíma, jafnvel að frátöldum áhrifum breytinga á óbeinum sköttum, eru langtímaverðbólguhorfur enn fjarri því
að vera viðunandi að því gefnu að vextir fylgi væntingum markaðarins. Hins vegar eru horfur á að verulega
dragi úr framleiðsluspennu á næstu tveimur árum, komi ekki til nýrra stórframkvæmda. Mjög mikil óvissa er
um efnahagsframvinduna þegar líða tekur á næsta ár sem helgast af samspili viðskiptahalla, gengis, vaxta og
fasteignaverðs. Verðbólguspárnar sem kynntar eru í þessu hefti Peningamála sýna að til þess að raunhæft sé að
ná verðbólgumarkmiðinu innan ásættanlegs tíma þarf peningalegt aðhald að vera meira og vara lengur en gert
er ráð fyrir á mörkuðum um þessar mundir.
1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem fyrir lágu 31. október 2006, en spár byggjast
á upp lýsingum til 17. október.