Peningamál - 01.11.2006, Side 75

Peningamál - 01.11.2006, Side 75
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR OG STARFSEMI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 75 aðgerðir eru líklegar til að veita verðbólguvæntingum betri kjölfestu og stuðla að hagstæðara samspili sveifl na í verðlagi og framleiðslu. Walsh (2006) vekur athygli á hversu ólíkar leiðbeiningar líkönin gáfu, sem nutu hylli allt frá áttunda áratug síðustu aldar til loka þess tíunda. Þau gáfu til kynna að peningastefna væri einungis árangursrík ef peningayfi rvöldum tækist að koma markaðsaðilum á óvart. Nú er áhersla lögð á gagnsæi, trúverðugleika og kerfi sbundnar aðgerðir til að reisa skorður við að verðbólguvæntingar víki verulega frá verðbólgu - markmiði. Reynslan Jákvæð reynsla síðustu ára af aðgerðum peningayfi rvalda er annað atriði sem hefur stuðlað að aukinni sátt um skipan peningamála og framkvæmd peningastefnu. Reynslan af aðgerðum seðlabanka á áttunda áratugnum og byrjun þess níunda var afar slæm. Verðbólga fór víða úr böndunum og atvinnuleysi jókst. Ágreiningur ríkti um lausnir á vandanum og jafnvel þau tæki sem peningayfi rvöld ættu að beita í baráttunni gegn verðbólgunni. Hins vegar skapaðist víðtækari sátt um að verðlagsstöðugleiki ætti að vera meginmarkmið peningastefnunnar. Síðan þá hefur birt yfi r peningayfi rvöldum. Verðbólga hefur víðast hvar haldist lág þrátt fyrir að hagvöxtur hafi lengst af verið mikill. Mikilvægar umbætur hafa átt sér stað í starfi seðlabanka víða um heim er lúta að umgjörð, markmiðum og mótun peningastefnunnar auk framfara í miðlun upplýsinga um aðgerðir í peningamálum. Þessar úrbætur hafa stuðlað að brýnum breytingum innan peningahagfræðinnar. Þekktasta dæmið var þegar Seðlabanki Nýja-Sjálands tók fyrstur upp formlegt verðbólgumarkmið snemma árs 1990. Síðan þá hefur ríkjum sem byggja á lögbundnu verðbólgumarkmiði fjölgað ört og fræðileg umfjöllun um peningamál gengur í mörgum tilfellum út frá því vísu að peningayfi rvöld starfi samkvæmt verðbólgumarkmiði. Reynsl- an af upptöku þess hefur undirstrikað mikilvægi verðbólguspáa sem millistjórntækis seðlabanka. Æ fl eiri seðlabankar birta reglulega verð- bólguspár í sérstökum verðbólguskýrslum. Slík skrif hafa undir strikað mikilvægi orðræðunnar í miðlun upplýsinga um aðgerðir í peningamál- um. Aukin áhersla hefur verið lögð á gagnsæi í túlkun upplýsinga og rökstuðning vaxtaákvarðana. Nú er oft rætt um hve mikið gagnsæið eigi að vera. Noregsbanki hefur gengið hvað lengst og birtir þann stýrivaxtaferil sem hann telur að tryggi framgang verðbólgumarkmiðs - ins á hverjum tíma (sjá t.d. Woodford, 2005a, Svensson, 2006, og Qvigstad, 2006). Glíma Japana við verðhjöðnunarvandann er annað dæmi um reynslu af framkvæmd peningastefnu sem hefur skilað sér inn í pen- ingahagfræðina. Hún opnaði augu manna fyrir hættum verðhjöðn- unargildrunnar. Í kjölfarið breyttu seðlabankar víða um heim verðbólgu - markmiðum sínum til að forðast of lága verðbólgu eða verðhjöðnun og fræðimenn hófust handa við að þróa líkön til að takast á við vand- ann. Í þeim er einmitt lögð áhersla á mikilvægi væntingafarvegarins í miðlunarferli peningastefnunnar (sjá t.d. Gauti B. Eggertsson, 2003, 2006). Þá hafa lágir vextir og lausafjárgnótt allra síðustu ára vakið upp spurningar um hvort rétt sé að verðstöðugleiki sé eina lokamarkmið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.