Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 80
HRÆRINGAR INNAN PENINGAHAGFRÆÐINNAR
OG STARFSEMI SEÐLABANKA
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
80
og aðlögun nýkeynesískrar hagfræði að opnu hagkerfi hefur reynst
þrautinni þyngri. Gengishagfræðin hefur einkum reynst henni
þrándur í götu. Það kemur ekki á óvart. Gengishagfræðin er eitt mest
krefjandi svið þjóðhagfræðinnar og afar umdeilt efni þegar kemur að
mótun peningastefnu. Gjarnan er litið á gengishagfræðina sem grein
fulla af ráðgátum.7 Þrotlaus vinna hagfræðinga við þróun líkana til
spágerðar í gengismálum hefur reynst hálfgerð Sisyfosarvinna. Þrátt
fyrir umfangsmiklar rannsóknir hefur ekki heldur tekist að kortleggja
samband verðbólgu og gengis með fullnægjandi hætti. Því kemur ekki
á óvart að líkanasmíð og mótun framsýnnar peningastefnu sé mun
erfi ðari við þær aðstæður. Þetta á enn frekar við um mjög lítið opið
hagkerfi eins og það íslenska þar sem sveifl ur í gengi gjaldmiðilsins
geta haft víðtækari áhrif á efnahagslífi ð en í stærri hagkerfum.
Ný þjóðhagfræði opinna hagkerfa
Hin svokallaða nýja þjóðhagfræði opinna hagkerfa (e. new open eco-
nomy macroeconomics - NOEM) er viðleitni til að laga nýkeynesíska
hagfræði að opnu hagkerfi . Hún hefur veitt aukna innsýn í alþjóðlega
miðlun áfalla, ólíka verðmyndunarhegðun og samhæfi ngu í hagstjórn.
DSGE-líkön fyrir opið hagkerfi eru enn nokkuð brothætt þar sem ná-
kvæm framsetning þeirra liggur ekki fyrir og ólík nálgun gefur tilefni til
mismunandi hagstjórnarráðlegginga. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig
um DSGE-líkön fyrir lokað hagkerfi en ekki að sama marki.
Ör vöxtur hefur verið í greinaskrifum í hinni nýju þjóðhagfræði op-
inna hagkerfa síðan brautryðjendaskrif Maurice Obstfelds og Kenneth
Rogoffs litu dagsins ljós árið 1995. Líkönin í fyrstu greinunum, t.d.
Obstfeld og Rogoff (1995) og Betts og Devereaux (1996, 2000), voru
án óvissu (e. deterministic models). Obstfeld og Rogoff (1998, 2000)
innleiddu óvissu í líkönin og það hefur síðan verið meginreglan (sjá yfi r -
litsgrein Lane, 2001, um fyrstu bylgju NOEM-skrifanna og Bowman
og Doyle, 2003, sem ræða áhrif NOEM á peningastefnu).
Einn meginstyrkleiki DSGE-heildarjafnvægislíkana er að þau opna
dyrnar fyrir velferðargreiningu og geta því svarað gildislægum hags-
tjórnarspurningum. Gildi fyrstu DSGE-heildarjafnvægislíkananna fyrir
opið hagkerfi voru settar nokkrar skorður þar sem peningamagn var
meginstjórntæki peningastefnu í stað vaxtastýringar í þeim líkönum. Í
nýkeynesískum líkönum fyrir lokað hagkerfi er peningastefna sett fram
sem einföld peningaregla að hætti Taylors (1993) eða leidd út frá taps-
falli peningayfi rvalda. Þetta hefur gerst með þó nokkurri töf í DSGE-
líkönum opinna hagkerfa. Fyrstu dæmin um notkun peningareglna í
nýkeynesísku líkani fyrir opið hagkerfi eru Ball (1999), Svensson (2000)
og Batini, Harrison og Millard (2001).
Algeng niðurstaða í fyrstu greinum hinnar nýju þjóðhagfræði op-
inna hagkerfa var að mótun bestu hugsanlegrar peningastefnu væri í
grundvallaratriðum eins í opnu og í lokuðu hagkerfi (sjá t.d. Ball, 1999,
og Clarida o.fl . 2001, 2002). Að baki þessari niðurstöðu (e. isomorphic
7. Helstu ráðgáturnar eru sambandsleysisráðgátan (e. exchange rate disconnect puzzle),
ráð gátan um kaupmáttarjafnvægiskenninguna (e. purchasing power parity puzzle) og
framtíðarbjögunargátan (e. forward bias puzzle). Sarno (2005) veitir gott yfirlit yfir helstu
ráðgátur gengishagfræðinnar og framfarir við að leysa þær.