Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 3
Inngangur Betri verðbólguhorfur en áfram þörf á ströngu aðhaldi Verðbólguhorfur hafa batnað verulega frá því að Seðlabanki Íslands birti síðasta mat sitt. Verðbólga á þriðja ársfjórðungi jókst minna en spáð var í júlí og langtímahorfur eru einnig hagfelldari nú en þá. Þær eru þó enn óviðunandi og kalla á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækkun stýrivaxta á næstunni eru því ekki raunsæjar. Hjöðnun verðbólgu sl. tvo mánuði er að nokkru leyti árangur þeirrar aðhaldssömu peningastefnu sem fylgt hefur verið og leitt hefur til verulegrar hækkunar skammtímaraunvaxta, aukins vaxtamunar við útlönd og hærra gengis krónunnar. Tveggja mánaða hjöðnun verð- bólgu er hins vegar fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Tímabundnir þættir, t.d. grunnáhrif, styrking á gengi krónunnar og lækkun orkuverðs, geta gengið til baka og eru því kvikur mælikvarði. Hætta á launaskriði er enn ekki úr sögunni. Því er óhjá- kvæmilegt að beita ströngu peningalegu aðhaldi enn um sinn til þess að tryggt sé að áfram dragi úr verðbólgu og að markmið Seðlabankans náist. Jákvæðu teiknin eru fagnaðarefni en áfram þarf að fást við erfi ð úrlausnarefni. Viðskiptahalli er gríðarlegur, meiri en fi mmtungur af landsframleiðslu. Þótt dregið hafi nokkuð úr útlánaaukningu er hún enn mikil, vinnumarkaður er þaninn, væntingar miklar í þjóðfélaginu og útgjaldaaðhald hins opinbera hefur veikst. Samband viðskiptahalla og gengisbreytinga verður ekki af öryggi metið til þess að spá fyrir um sveifl ur í gengi gjaldmiðla. Ljóst er að Ísland á mikið undir vilja alþjóðlegra fjárfesta og lánveitenda til að fjár- magna hallann. Þjóðarbúið verður því berskjaldaðra en ella fyrir hrær- ingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og viðbrögðum við réttum eða röngum fréttum af íslensku efnahagslífi . Atburðir á fyrstu mán- uðum ársins ættu að vera í fersku minni. Ytri jöfnuður þjóðarbúsins hefur enn versnað frá því sem Seðla- bankinn spáði í júlí. Vissulega mun draga úr viðskiptahallanum á næstu árum en til þess að hann verði sjálfbær á næstu tveimur árum þarf strangara peningalegt aðhald en vænst er á markaði um þessar mundir. Framangreindar aðstæður gætu leitt til mótbyrs í baráttunni við verðbólguna á næstu árum. Vísbendingar eru um að eftirspurn, eink- um fjármunamyndun, kunni að reynast meiri í ár en spár hafa staðið til og framleiðsluspenna og verðbólguþrýstingur geti því verið van- metin. Umframeftirspurn eftir vinnuafl i kann að vera vísbending um hið sama. Þótt atvinnuvegafjárfesting minnki þegar framkvæmdum við orku- og álver lýkur mun taka tíma að draga nægilega úr spennunni sem birtist í vinnuafl sskorti, viðskiptahalla og stígandi launum og verð- lagi. Öfl ugt peningalegt aðhald verður að vera til staðar þar til að svo hefur dregið úr innri og ytri ójöfnuði að lækka megi stýrivexti á ný án þess að tefl a verðbólgumarkmiðinu í tvísýnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.