Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 29
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
3
29
4%, mest sökum aukinnar fjárfestingar samkvæmt langtímaáætlun
ríkissjóðs og samneysluforsendna spárinnar. Tilfærsluútgjöld aukast
einnig, m.a. vegna meira atvinnuleysis.
Fjármál sveitarfélaga
Sveitarfélögin hafa verið rekin með halla sem hefur numið um 0,4% til
0,8% af landsframleiðslu undanfarin ár en skuldir þeirra verið svipað
hlutfall landsframleiðslu og í upphafi síðasta áratugar, um 5½%.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands í september sl.
voru sveitarfélögin rekin með 4 ma.kr. halla á síðasta ári eða sem
nemur 0,4% af landsframleiðslu. Samkvæmt samantekt Sambands
sveitarfélaga úr fjárhagsáætlunum yfirstandandi árs var gert ráð fyrir
að tekjur sveitarfélaga hækkuðu um 14% milli áranna 2005 og 2006,
sem gæti gengið eftir miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Vegna
meiri verðhækkana en víðast var gert ráð fyrir við samþykkt fjárhags-
áætlana stefnir þó í minni raunhækkun tekna en lagt var upp með.
Samkvæmt áætlun Seðlabankans hækka tekjur sveitarfélaga um tæp
4% eða 5 ma.kr. að raunvirði, og gert er ráð fyrir svipaðri aukningu
útgjalda. Spáð er svipaðri þróun 2007 á heildina litið. Hins vegar er
spáð verri afkomu á árinu 2008 þar sem tekjur af útsvari standa í stað
vegna samdráttar í atvinnu og tekjur af fasteignagjöldum lækka með
lækkandi húsnæðisverði. Gert er ráð fyrir að samneysla sveitarfélaga
aukist á árinu 2008 að raunvirði um 3% og fjárfesting um 10%. Halli á
rekstri sveitarfélaga yrði samkvæmt því 10 ma.kr. eða 0,8% af lands-
framleiðslu.
Hagsveiflan hefur létt undir með ríkissjóði
Hagur ríkissjóðs batnar yfirleitt í uppsveiflum. Tekjur hækka þá gjarnan
meira en skattleysismörk og er tekjuskattur því greiddur af stærri hluta
heildartekna. Einkaneysla vex þá einnig að jafnaði meira en landsfram-
leiðsla, eins og sjá má á mynd V-9. Innflutningur eykst og samsetning
neyslunnar breytist í takt við hátt gengi sem jafnan fylgir uppsveiflum
hér á landi. Meira er keypt af háskattaðri vöru, og því aukast tekjur
af óbeinum sköttum meira en nemur aukningu einkaneyslu. Áhrifin á
afkomu sveitarfélaga eru mun minni og fyrst og fremst í gegnum fast-
eignaskatta, sem eru um 10% af tekjum sveitarfélaga.
Á mynd V-10 er sýnd sveifluleiðrétt afkoma hins opinbera miðað
við grunnspá Seðlabankans nú og spána sem birt var í júlí sl. Breytingar
stafa einkum af betri afkomu á síðasta ári. Sveifluleiðréttingin árið
2007 er þó metin ívið minni en í júlíspánni. Ástæðan er að reiknað er
með minni framleiðsluspennu árið 2007 en í síðustu spá. Árið 2008
Tafl a V-3 Fjármál sveitarfélaga 2005-20081
% af landsframleiðslu 2005 2006 2007 2008
Tekjur 12,4 12,6 12,6 12,3
Gjöld 12,8 12,9 12,9 13,1
Afkoma -0,4 -0,3 -0,3 -0,8
Hreinar skuldir 4,4 4,5 4,6 5,3
Vergar skuldir 7,5 7,6 7,8 8,5
1. Uppsetning þjóðhagsreikninga.
Heimildir: Hagstofa Íslands, fjármálaráðuneytið, Fjársýsla ríkisins, grunnspá Seðlabankans 2006-2008.
Mat í júlí 2006
Mat í nóvember 2006
Mynd V-7
Tekjujöfnuður sveitarfélaga 2000-2008
% af VLF
Heimildir: Hagstofa Íslands, grunnspá Seðlabanka Íslands.
-1,4
-1,2
-1,0
-0,8
-0,6
-0,4
-0,2
0,0
200820072006200520042003200220012000
Tekjur
Gjöld
Mynd V-8
Tekjur og gjöld sveitarfélaga 2000-2008
% af VLF
Heimildir: Hagstofa Íslands, grunnspá Seðlabanka Íslands.
11,0
11,5
12,0
12,5
13,0
13,5
14,0
200820072006200520042003200220012000
Einkaneysla, % af VLF (v. ás)
Óbeinir skattar, % af einkaneyslu (h.ás)
Mynd V-9
Vísbendingar um hagsveiflunæmi
neysluskatta 1980-2008
% af VLF
Heimildir: Hagstofa Íslands, grunnspá Seðlabanka Íslands.
52
53
54
55
56
57
58
59
60
61
62
25
26
27
28
29
30
31
32
33
34
35
‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90‘88‘86‘84‘82‘80
% af einkaneyslu