Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 32

Peningamál - 01.11.2006, Blaðsíða 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 3 32 voru erlendir starfsmenn rúmlega 9.000 eða 5,5% starfandi fólks á vinnumarkaði. Á fyrstu sex mánuðum ársins fluttust um 3.000 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá því, en um 3.700 allt árið í fyrra. Fleiri Íslendingar hafa snúið heim en fluttu af landi brott í ár og í fyrra, en eins og í síðustu uppsveiflu eru þeir tiltölulega fáir, u.þ.b. 0,1% af vinnuaflinu. Frá 1. maí sl. þurfa ríkisborgarar frá nýju Evrópusambandsríkjunum átta (ESB-8) ekki atvinnuleyfi til að starfa hér á landi, en atvinnurek- endur sem ráða ríkisborgara þessara ríkja til starfa verða hins vegar að tilkynna um ráðninguna til Vinnumálastofnunar.2 Frá 1. maí fram til loka septembermánaðar hefur þannig verið tilkynnt um rúmlega 2.500 starfsmenn og þar af eru tæplega 1.900 nýir á íslenskum vinnumarkaði. Sé þessum skráningum bætt við fjölda nýrra útgef- inna tímabundinna atvinnuleyfa fjölgaði nýskráningum um tæplega 2.400 eða um 17% miðað við sama tímabil í fyrra. Að auki voru í lok september skráðir rúmlega 800 starfsmenn við störf á vegum starfs- mannaleigna. ... þrátt fyrir minni þörf vegna stóriðjuframkvæmda Rúmlega 30% nýrra atvinnuleyfa fyrstu fjóra mánuði ársins voru gefin út vegna starfsmanna hjá Bechtel eða Impregilo og önnur 10% í tengslum við byggingastarfsemi á Austurlandi. Byggingaverktakar annars staðar en á Austurlandi fengu um 23% atvinnuleyfa, en at- vinnu rekendur í verslun og þjónustu tæp 20%. Í kjölfar breytinganna 1. maí hafa orðið töluverð umskipti á ákvörð unarstað erlendra starfsmanna sem til landsins koma. Aðeins um 10% kennitalna sem gefnar hafa verið út fyrir erlenda ríkisborg- ara undanfarnar vikur eru fyrir fólk sem búsett er á Austurlandi. Hins vegar voru rúmlega 40% nýrra atvinnuleyfa sem gefin voru út fyrstu fjóra mánuði ársins vegna starfsmanna sem skráðir voru á Austurlandi, en það er svipað hlutfall og á árunum 2004 til 2005. Þessar tölur eru í samræmi við áætlanir um mannaflaþörf vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi en gert var ráð fyrir að þörf fyrir mannafla næði hámarki á öðrum fjórðungi ársins. Fleiri komnir til að vera Um 70% nýrra atvinnuleyfa sem gefin voru út á síðasta ári voru vegna ríkisborgara ESB-8 ríkjanna og 84% þeirra sem gefin höfðu verið út fram til 1. maí á þessu ári þegar lögunum var breytt. Í sumar og til ágústloka höfðu verið gefnar út um 4.000 kennitölur til útlendinga sem ekki hafa tekið upp fasta búsetu á Íslandi og þar af voru ríkisborg- arar ESB-8 landanna um 60%.3 Helsta breytingin fyrir starfsmenn frá nýju Evrópusam bandsríkj- unum eftir 1. maí sl. er að þeir geta nú komið til landsins án þess að hafa fengið vinnu og virðast þeir gera það í auknum mæli. Jafnframt 2. Við inngöngu 10 nýrra ríkja í Evrópusambandið 1. maí 2004 tóku reglur um frjálsa för launafólks strax gildi hér á landi gagnvart Kýpur og Möltu en ákveðið var að fresta gildis- töku þeirra gagnvart Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi. 3. Ekki eru allir sem fá úthlutað kennitölu komnir hingað til að vinna en gera verður ráð fyrir því að mestur hluti þeirra sé hingað kominn vegna vinnu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun. Mynd VI-4 Aðfluttir umfram brottflutta og atvinnuleysi 1980 - júní 2006 % af mannafla % af mannafla -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 Aðfluttir umfram brottflutta, alls (v. ás) Aðfluttir umfram brottflutta, Íslendingar (v. ás) Aðfluttir umfram brottflutta, erlendir ríkisborgarar (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás) ‘80 ‘82 ‘84 ‘86 ‘88 ‘90 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-5 Ný atvinnuleyfi og nýir starfsmenn frá ESB-8 ríkjunum Janúar 2004 - september 2006 Fjöldi 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 200620052004 Ný atvinnuleyfi Nýir starfsmenn ESB-8 1. Hlutfall af mannafla. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun. Mynd VI-6 Atvinnuleysi og hlutfall starfandi fólks með erlent ríkisfang 1998-2005 % Hlutfall starfandi fólks með erlent ríkisfang Atvinnuleysi1 0 1 2 3 4 5 6 20052004200320022001200019991998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.